Fréttablaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 90
Andri Kristjánsson er tæknitröll í
Borgarbóksafninu í Gerðubergi og
fræðir krakka þar um eitt og annað
sem viðkemur því sviði.
En hvenær fékk hann áhuga á
tækni? Ég hef alltaf haft gaman
af því að skoða nýjungar í tækni
en þegar ég byrjaði að sjá um Til
raunaverkstæði Borgarbókasafnsins
2016 fór áhuginn upp á næsta stig. Í
dag er það alltaf opið og á hverjum
þriðjudegi koma félagasamtökin
Kóder til okkar og kenna krökkum
á skemmtileg forrit.
Finnst þér krakkar almennt hafa
áhuga á tækni og er hann jafn milli
stráka og stelpna? Já, ég myndi tví
mælalaust segja það og áhuginn er
jafn milli stráka og stelpna. Bæði
kynin eru ótrúlega áhugasöm og
hæfileikarík á tölvur.
Hvað á verkstæðinu er vinsælast
hjá krökkum? Raspberry Pi tölv
urnar okkar eru vinsælastar en þrí
víddarprentarinn og vínylskerinn
vekja mesta áhugann.
Hvaða verkfæri nota krakkarnir?
Við erum að vinna eftir „maker
space“ hugmyndafræði þar sem er
ekki endilega gert ráð fyrir verkfær
um eða græjum, þetta snýst meira
um hugarfarið gagnvart verkefninu
og að mistök eru til að læra af þeim.
En auðvitað er mjög gaman að vera
með flottar græjur þó svo að þær
skipti ekki öllu máli.
Kennir þú þeim bara í gegnum
tölvur? Við kennum grunninn í
forritun í gegnum Scratch eða Sonic
Pi sem eru eins konar tölvuleikir. Í
byrjun nóvember verðum við líka
með Game Jam í Gerðubergi þar
sem krakkar geta búið til sinn eigin
tölvuleik og þannig fengið innsýn í
vinnuna á bak við tölvuleikjagerð.
Við reynum líka að nota annars
konar leiðir til að nálgast tölvuna
eins og Makey Makey, sem mætti
lýsa sem annars konar og skapandi
leið til að stjórna tölvunni sinni.
Geta búið til
Íslenska karlalandsliðið í knatt
spyrnu varð til árið 1946 og
fyrsti landsleikur þess var við Dani
17. júlí það ár. Sá leikur fór fram á
Melavellinum sem var malarvöllur
á þeim stað sem Þjóðarbókhlaðan
er nú. Leikurinn vakti mikla athygli.
Forseti Íslands, Sveinn Björnsson, var
viðstaddur og um átta þúsund áhorf
endur. Leikurinn fór 30 fyrir Dani.
Annar leikur liðsins fór fram ári
seinna, í júlí 1947, á sama velli. Gegn
Noregi. Þá skoraði Albert Guð
mundsson fyrsta landsliðsmark
Íslands á þriðju mínútu leiksins – og
svo annað á 38. mínútu. Leikurinn
endaði samt með 42 sigri Norð
manna.
Sinn fyrsta sigur upplifði landslið
ið 2. júlí 1948, móti Finnum 20. Rík
arður Jónsson skoraði bæði mörkin
rétt undir leikslok. Tveimur vikum
seinna varð Albert Guðmundsson
fyrsti atvinnumaður Íslands er hann
skrifaði undir samning við franska
liðið Nancy. Áður hafði hann leikið
sem áhugamaður með Rangers í
Skotlandi.
Fjórði landsleikurinn og fyrsti úti
leikurinn var í Árósum í Danmörku
7. ágúst 1949. Þar tapaði liðið 15
fyrir Dönum. Eina mark íslenska
liðsins skoraði varamaðurinn Hall
dór Axel Halldórsson.
Heimild: Ísland Karlalandsliðið í fótbolta
– Sögur útgáfa 2013
Fyrstu ár íslenska karlalandsliðsins í fótbolta
Andri segir jafn mikinn áhuga á tækni hjá strákum og stelpum. FréttAblAðið/Eyþór
sinn eigin
tölvuleik
Í byrjun nóvember
verðum við lÍka
með Game jam Í GerðuberGi
þar sem krakkar Geta búið
til sinn eiGin tölvuleik oG
þanniG FenGið innsýn Í
vinnuna á bak við tölvu-
leikjaGerð.
Fyrsta fótboltalandslið Íslands. Mynd/KnAttSpyrnuráð rEyKjAvÍKur
„Hvað er nú þetta?“
spurði Kata hneyksluð.
„Línur og punktar út um
allt og ekkert skiljanlegt
að sjá. Hvað segir
leiðarvísirinn.“ Lísaloppa
las: „Litaðu alla reitina
sem eru með tveimur
punktum og þá sérðu af
hverju myndin er.“ „Lita!
Þú mátt lita þetta, ég skil
ekkert í svona þrautum,“
sagði Kata.
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
271
Getur
þú hjálpað
Lísuloppu a
ð
lita myndin
a
?
?
?
1 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r46 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
krakkar
1
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
F
8
-C
B
0
4
1
D
F
8
-C
9
C
8
1
D
F
8
-C
8
8
C
1
D
F
8
-C
7
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K