Fréttablaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 38
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Frábær árangur íslenska karla-landsliðsins í fótbolta hefur ekki farið fram hjá mörgum en liðið tryggði sér fyrr í vikunni sæti á lokamóti HM í fótbolta í fyrsta sinn. Í fagnaðarlátunum eftir lokaleikinn gegn Kósóvó varð þjálfara liðsins, Heimi Hall- grímssyni, og leikmönnum liðsins tíðrætt um stóran þátt fólksins á bak við tjöldin í árangri liðsins undanfarin ár. Þar kemur við sögu starfsfólk KSÍ en ekki síður fjöldi starfsmanna sem fylgja liðinu í leikjum heima og erlendis. Einn þeirra er Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari sem hefur starfað sem sjúkraþjálfari lands- liðsins undanfarin tólf ár og fylgst með ungu strákunum vaxa og þroskast í að verða eitt af betri landsliðum Evrópu. Hann hefur líka það skemmtilega hlutverk að stýra fagnaðarlátum liðsins eftir sigurleiki sem eru eitt helsta ein- kennismerki landsliðsins. Oft langir dagar Verkefni sjúkraþjálfaranna þriggja eru fjölbreytt og vinnudagurinn er oftast mjög langur. „Hlutverk okkar er aðallega að losa um stífa vöðva og liði til að örva endur- heimtuna auk fræðslu og forvarna fyrir leikmenn liðsins. Álagið á þessa stráka er mikið og getur myndað stífleika víða í líkamanum auk þess sem stundum þarf að sinna minni háttar meiðslum.“ Auk þess að starfa sem sjúkra- þjálfari liðsins hefur Friðrik starfað sem sjúkraþjálfari knattspyrnuliðs Stjörnunnar undanfarin fimm ár en áður gegndi hann sama hlut- verki hjá Valsmönnum. Aðalstarf hans er þó að vera sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands í Orku- húsinu. Stemning og samstaða Undankeppnin fyrir HM var ein- Hver dagur eins og ævintýri Friðrik Ellert Jónsson er einn þriggja sjúkraþjálfara landsliðsins í fótbolta sem tryggði sér sæti á lokamóti HM fyrr í vikunni. Hann segir forréttindi að vera í kringum strákana í landsliðinu. „Menn hafa notið hverrar einustu mínútu með ástríðuna að leiðarljósi, algjörlega tilbúnir að fórna sér fyrir íslensku þjóðina. Og þessi hópur okkar hefur síður en svo sagt sitt síðasta orð,“ segir Friðrik Ellert Jónsson, einn af þremur sjúkraþjálfurum íslenska landsliðsins í fótbolta. MYND/EYÞÓR „Var það ekki?“. Friðrik tekur fagnið fræga eftir lokaleikinn gegn Kosóvó á mánudaginn. Það er tekið úti við sérstakar aðstæður. stök upplifun að sögn Friðriks. „Það er mikil gleði, stemning og samstaða í þessum hópi. Það eru algjör forréttindi að fá að vera í kringum þessa stráka og vinna með öllu þessu frábæra starfsfólki.“ Hann segir að vel hafi gengið að gíra sig í gang eftir ævintýrið mikla í Frakklandi sumarið 2016. „Allir í liðinu stefndu í sömu átt og voru meðvitaðir um markmiðin sem sett voru. Ég man að Gylfi Þór sagði eftir tapið í umspilsleiknum gegn Króatíu fyrir HM í Brasilíu: „Þetta er tilfinning sem ég ætla ekki að gleyma.“ Strákarnir lærðu mikið af þeim leik og í dag er staðan þannig að þeir standa sig allra best þegar mikið er undir. Það höfðu allir trú á því að við gætum farið á HM, þrátt fyrir að vera í einum erfiðasta riðlinum.“ Mikið í húfi Hópurinn á bak við landsliðið er stór og samhentur þar sem allir stefna í sömu átt að sögn Frið- riks. „Allir eru meðvitaðir um hlutverk sitt og reyna að sinna því eftir bestu getu. Stundum eru miklir álagstímar og lítið um svefn, en það er reynt að gæta þess að við fáum þá hvíld sem við þurfum svo að við getum sinnt vinnu okkur sem best. Það verður að vera jákvæð og góð orka í kringum strákana og þá sérstak- lega í sjúkraherberginu, þar sem þeir eyða miklum tíma. Þótt það sé mikið álag á okkur öllum í þessum ferðum, enda mikið í húfi, þá hefur hver einasti dagur verið eins og ótrúlegt ævintýri. Menn hafa notið hverrar einustu mínútu með ástríðuna að leiðarljósi, algjörlega tilbúnir að fórna sér fyrir íslensku þjóðina. Og þessi hópur okkar hefur síður en svo sagt sitt síðasta orð.“ Nýtt hlutverk Stemningin kringum liðið og stuðningsmenn þess er einstök. Þar leikur Friðrik stórt hlutverk en hann stýrir fagnaðarlátum liðsins eftir sigurleiki þar sem fagnið „var það ekki?!“ kemur alltaf við sögu. Þetta nýja hlutverk Friðriks má rekja til Hannesar Þórs Halldórs- sonar, markmanns liðsins. „Hann kom til mín eftir sigurleik gegn Tyrkjum hér heima í september 2014. Þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum fyrir EM 2016 og Hannes sagði að stemningin í klefanum væri nánast slappari en eftir sigur- leik í Pepsi-deildinni.“ Hannes sagði Friðriki að hann yrði að taka það á sig að búa til ein- hverja stemningu eftir sigurleiki. „Ég ákvað að slá til og tók þetta fagn eftir næsta leik sem var sigur- leikur gegn Lettlandi. Ég sá það fyrst hjá Guðmundi Benedikts- syni þegar hann kom til Vals 2005. Annars veit ég að Sigurður heitinn Hallvarðsson notaði þetta líka eftir sigurleiki hjá Þrótti, svo ég held að þetta hafi upphaflega komið frá þeim mikla meistara.“ Bestu stuðningsmennirnir Friðrik segir margt standa upp úr þegar horft sé til baka en þó helst hvað liðið er ríkt að eiga þessa frá- bæru stuðningsmenn. „Við eigum ekki bara bestu stuðningsmenn í heimi, heldur líka frægustu stuðn- ingsmennina. Tólfan á hrós skilið fyrir sitt framlag. Það var ótrúleg upplifun að vera á vellinum í lokakeppni EM, horfa á alla þessa íslensku stuðningsmenn og heyra sungið „Ég er kominn heim“ allan hringinn á vellinum. Skemmti- legustu stundirnar voru þegar við tryggðum okkur sæti á EM og HM. Allt Evrópumótið í Frakklandi var frábært en leikirnir gegn Englandi og Austurríki eru sérstaklega eftir- minnilegir.“ Rólegt framundan Nú þegar HM sætið er tryggt róast lífið aðeins hjá Friðriki sem er giftur Vilborgu Stefánsdóttur en saman eiga þau þrjú börn. „Næst á dagskrá er bara hefðbundið líf; að mæta í vinnu og vera með fjöl- skyldunni. Auðvitað verð ég að eiga smástundir með sjálfum mér og þá finnst mér gott að fara aðeins í ræktina eða í sund. Það er nauð- synlegt að eiga góðan og skilnings- ríkan maka þegar maður er í svona vinnu og mikið í burtu. Í fyrra var ég um 120 daga frá fjölskyldunni þannig að þegar ég á frí frá bolt- anum reyni ég að nota tímann vel með krökkunum og konunni. Hún hefur þraukað með mér í 25 ár þannig að ég hlýt að vera að gera eitthvað rétt.“ Sjúkraþjálfararnir þrír á EM í sumar (f.v.) Rúnar, Stefán og Friðrik. Ég man að Gylfi Þór sagði eftir tapið í umspilsleiknum gegn Króatíu fyrir HM í Brasil- íu: „Þetta er tilfinning sem ég ætla ekki að gleyma”. Friðrik Ellert Jónsson 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 9 -0 1 5 4 1 D F 9 -0 0 1 8 1 D F 8 -F E D C 1 D F 8 -F D A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.