Fréttablaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 80
KOMDU
Í
– dásamleg deild samfélagsins
OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17
K
V
IK
A
Mótið fer að þessu sinni fram á tólf k n a t t s py r n u -völlum í alls ellefu borgum. Sú borg sem er
í mestri fjarlægð frá Reykjavík er
Katrínarborg (Yekater-
inburg) sem jafnframt
er eina borgin af ellefu
sem er í Asíuhluta Rúss-
lands. Þurfi landsliðið að spila þar
mega Íslendingar gera ráð fyrir rúm-
lega 6.000 kílómetra löngu ferðalagi.
Dregið verður í riðla þann
1. desember næstkomandi og mun
þá koma í ljós hvaða þremur liðum
Íslendingar mæta í þessum fyrsta
hluta keppninnar. Vonandi verða
leikirnir þó fleiri.
Í ljósi þess að fæstir Íslendingar
hafa ferðast til Rússlands tók Frétta-
blaðið saman hagnýtar upplýsingar
um áfangastaðina og mótið sjálft.
Nokkuð auðvelt er að ferðast í
Rússlandi og eru almenningssam-
göngur sterkar
ef marka má vef
heimsmeistara-
mótsins. Jarð-
lestakerfi má
finna í sex af
k e p p n i s b o r g -
unum, Moskvu,
Skt. Pétursborg,
Kazan, Nizhny Novgorod, Samara og
Katrínarborg. Þá ganga lestir á milli
borga og strætisvagnar og leigubílar
innan borga. Hægt er að reikna með
að hálftímalöng leigubílsferð kosti
um þúsund íslenskar krónur.
Bílaleigur finnast á flestum flug-
völlum og þarf að uppfylla ýmis
skilyrði til að fá að leigja bíl. Öku-
maður þarf að vera að minnsta
kosti 21 árs og hafa haft bílpróf í að
minnsta kosti ár. Greiða þarf um átta
þúsund krónur í tryggingu sem
fást til baka ef bílnum er skilað
með fullum tanki af eldsneyti
og ósködduðum.
Sextíu kílómetra hámarkshraði
er á flestum götum innanbæjar en
níutíu á vegum utanbæjar. Þó getur
verið allt að 130 kílómetra hámarks-
hraði á hraðbrautum. Flestir vegir í
Rússlandi eru tollalausir. Á einungis
átta vegum í öllu ríkinu þarf að
greiða vegtolla.
Í flestum stórborgum er hægt að
greiða með greiðslukorti víða og
er það nærri algilt í útibúum stórra
veitingastaða- eða verslanakeðja.
Engin lágmarksupphæð þarf að vera
á kaupunum til þess að hægt sé að
nota greiðslukort.
Neyðarlína og
heilsa
Líkt og á Íslandi er
hægt að hringja í
112 ef þörf er á að
ná í neyðarlínuna.
Einnig er hægt að
hringja í númerið
103 úr farsíma til
þess að fá ríkis-
rekinn sjúkrabíl.
Hægt er að nálg-
ast upplýsingar
um einkarekna
sjúkrabíla og sjúkrahús á netinu.
Einungis er hægt að kaupa lyf í
apótekum. Í Rússlandi má ýmist
finna ríkisrekin apótek sem venju-
lega eru ekki merkt nema með
grænum krossi og orðinu „Apteka“
og svo einkareknar keðjur.
Flest apótek eru opin alla daga
vikunnar og í hverri
heimsmeistaramóts-
borg má finna apótek
sem opin eru allan
sólarhringinn.
Rússneska lögreglan á rétt á að
stöðva vegfarendur á götum úti og
biðja um að fá að sjá vegabréf eða
önnur skilríki. Á Welcome 2018,
vefsíðu og appi fyrir gesti mótsins,
kemur fram að Rússland sé ekki
hættulegra en hvert annað land. Þó
beri að varast vasaþjófa og ólöglega
leigubílstjóra.
Hægt er að hafa samband við
sendiráð Íslands í Rússlandi í síma
+7 (495) 956-7604 ef eitthvað kemur
upp á. Vistið númerið.
Engar vegabréfsáritanir
Engin þörf er á vegabréfsáritun ætli
maður að ferðast til Rússlands til
þess að sjá landsliðið keppa. Nóg
er að sækja um sérstakt stuðnings-
mannaskírteini, eða „Fan ID“, á vef-
síðunni www.fan-
id.ru.
Með skírteininu
má viðkomandi
stuðningsmaður
ferðast sér að
endur gjaldslausu með sérstök-
um lestum á milli keppnisborga
og sömuleiðis með almenn-
ingssamgöngum á keppnisdegi.
Hvað er skemmtilegt?
Í borgunum ellefu verður haldin
knattspyrnuveisla í sumar sem ber
nafnið Fan Festival. Samkvæmt
heimasíðu heimsmeistaramótsins
verður boðið upp á tónlist og ýmiss
konar skemmtiatriði og verða þessar
veislur oftar en ekki haldnar á sögu-
frægum og fallegum stöðum í hverri
borg fyrir sig.
A ð s já l f s ö g ð u
er hægt að versla
í Rússlandi líkt og
annars staðar. Götumarkaði má
finna í hverri borg fyrir sig og einn-
ig verslunargötur og verslunarmið-
stöðvar. Verðlag í Rússlandi er lægra
en á Íslandi og því gætu ferðamenn
sparað sér pening eða
gert góð kaup.
Í nokkrum borganna
má þar að auki finna
verslunarmiðstöðvar
sem sjálfar hafa orðið að
vinsælum ferðamanna-
stöðum sökum hönn-
unar og/eða sögu. Til að
mynda Glavnyi Univers-
alnyi Magazin í Moskvu.
Allir þurfa líka að borða og er rík
matarvagnamenning í Rússlandi.
Finna má fjölda matarvagna sem
bjóða upp á allt frá pylsum til kór-
eskra samloka. Rússneskir skyndi-
bitastaðir eru vinsælir
og svo má ekki gleyma
Í s l a n d s ó v i n i n u m
McDonald’s.
Áfengi er langt frá því
að vera bannað í Rúss-
Leiðarvísir
að góðri
HM-ferð til
Rússlands
Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla hefur
tryggt sér þátttökurétt á heimsmeistaramót-
inu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Er
þetta annað stórmótið sem strákarnir okkar
keppa á í röð. Líklega mun fjöldi Íslendinga
ferðast til Rússlands til þess að berja liðið
augum rétt eins og þegar það keppti á Evr-
ópumeistaramótinu í Frakklandi árið 2016.
Dómkirkja heilags Basils er á meðal þekktustu kennileita Rússlands. MYND/NORDICPHOTOSGETTY
Þórgnýr Einar
Albertsson
thorgnyr@frettabladid.is
Processed with VSCOcam with c1
preset reiðhjól
landi en átján ára aldurstakmark er
á áfengiskaupum og tóbakskaupum.
Samkvæmt ferðamannasíðunni
Numbeo mun stór rússneskur bjór
kosta um 170 krónur íslenskar á
meðalveitingastað í Moskvu en
þriggja rétta máltíð fyrir tvo kostar
samtals um 4.500 krónur. Vínflask-
an úti í búð kostar um 900 krónur
og bjórinn um hundrað kall. Frétta-
blaðið hvetur þó ekki til óhóflegrar
neyslu áfengis.
Já - da
Á leikdegi
Ekki fara
með vopn,
flugelda,
áróðursgögn öfgahópa,
reiðhjól, hljóðfæri,
klósettpappír,
stóra fána eða
auglýsingaefni
inn á vellina. Þá er
einnig bannað að
fara með sjónvörp,
þrífætur, upp-
tökutæki, grímur,
stórar regnhlífar
eða glerflöskur
á vellina. Auð-
veldast er að nota
almenna skynsemi.
Nei - Njet
Halló -
Zdrastvuite
Takk -
Spasiba
Takið þið kreditkort? -
Vi prinimaete
kreditniye karty?
Hvað er wifi
lykilorðið? -
Kakoy u vas parol
ot vay-fai?
1 4 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
F
8
-D
4
E
4
1
D
F
8
-D
3
A
8
1
D
F
8
-D
2
6
C
1
D
F
8
-D
1
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K