Fréttablaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 36
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.
is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 |
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
Við Pétur Ben höfum lengi verið vinir og þekkjumst því vel. Okkur finnst mjög skemmti-
legt að hafa verið beðin um að koma
fram og ákváðum strax að splæsa
tónleikana saman,“ segir Lovísa
Elísabet Sigrúnardóttir, eða Lay Low
tónlistarkona, en þau Pétur koma
fram á Menningarhátíð Seltjarnar-
ness í kvöld þar sem þau flytja bæði
glænýtt og gamalt.
„Ég mun flytja efni úr öllum áttum,
allt frá því áður en Lay Low varð til
og líka ný lög. Ég veit að Pétur verður
með fullt af efni sem ekki hefur
komið út áður. Við höfum æft okkur
mikið og ég held að þetta verði mjög
kósí,“ segir Lovísa en það er talsvert
langt síðan hún tróð upp síðast.
„Ég hef verið í góðri pásu. Steig af
sviðinu ef svo má segja en þó ekki
alveg. Ég fór til dæmis með Fjalla-
bræðrum til Abbey Road í fyrra þar
sem þeir tóku upp plötu. Svo kíkti ég
í Havarí í sumar, var bara í fríi og á
ferðalagi um landið og skellti í eina
tónleika þarna fyrir austan. Annars
hef ég verið að taka það rólega með
litla strákinn heima,“ segir hún en
hún eignaðist drenginn Fróða Stefán
með sambýliskonu sinni, Agnesi
Ernu Estherardóttur, 2015.
Á sínum tíma var því slegið fram
að Lovísa hefði falið óléttuna fyrir
öllum nema sínum nánustu. Hún
segir það hins vegar tóma vitleysu.
Meðgangan gekk vel og Fróði er
nýbyrjaður á leikskóla.
„Hann er að verða tveggja ára og
við höfum haft það fínt saman. Ég
ákvað að gefa mér þennan tíma með
honum af því að ég gat gert það og
líka til að kúpla mig aðeins út. Ég
hafði verið á tónleikaferðalagi meira
og minna, bæði hér heima og úti, í
ein tíu ár. Það var alveg kominn tími
á pásu, reyna að ná tengingunni og
finna aftur spennu í því sem ég var
að gera. Mér finnst ég vera búin að
því núna,“ segir hún. Hún hafi séð
fæðingarorlofið í hillingum þar sem
nægur tími gæfist til þess að semja.
„Frítíminn“ hafi reyndar ekki verið
eins rúmur og hún hélt.
„Ég strauk á mér bumbuna og sá
fyrir mér hvernig ég myndi semja
tónlist og taka upp heila plötu í
fæðingarorlofinu, litla barnið yrði
bara með mér í stúdíóinu. Það varð
ekki alveg,“ segir hún sposk. „Fyrstu
mánuðirnir fóru í að horfa á hann
og eftir því sem hann eltist og færði
sig upp á skaftið varð svo sannar-
lega ekki tími til neins. Nú er hann
kominn á leikskóla og þess vegna er
ég komin af stað með mitt.“ Hún hafi
ekki verið einmana eða einangruð í
fæðingarorlofinu þó hún hafi kúplað
sig út og saknaði ekki hamagangsins
úr tónlistarlífinu né miðbæjarlífsins.
Litla fjölskyldan festi kaup á gömlu
húsi rétt fyrir utan Hveragerði og
flutti allt sitt hafurtask upp í sveit.
Hveragerði „The Hood“
„Ég var svo tilbúin í þetta. Ég var
búin að vera svo mikið í kringum
fólk, koma fram fyrir framan fjölda
fólks, alltaf innan um ókunnuga að
„mingla“. Ég var alveg tilbúin í að
flytja út í sveit og hitta ekki neinn,“
segir hún. „Sveitalífið á vel við mig.
Þetta er draumastaður þar sem ég
er með stúdíó heima til að vinna.
Ég fer auðvitað oft til Reykjavíkur
en það er gott að eiga sitt rými. Við
bjuggum niðri í miðbæ og þetta var
spurning um að vera í lítilli íbúð í
bænum eða taka sénsinn og flytja út
í sveit og geta þá keypt stærra. Nú er
Hveragerði „The Hood“!“ segir hún
brosandi. „Þar er Fróði í leikskóla og
við kaupum í matinn. Það er fullt af
fínum stöðum til að hanga á og allt
sem maður þarf, yndisleg náttúra
allt í kring og nú eru allur gróðurinn
í haustlitunum. Svo kynnist maður
fólki í bakaríinu og í sundi. Það er góð
stemming í Hveragerði. Þegar maður
býr svona uppi í sveit fær maður líka
allt öðruvísi heimsóknir en í bænum.
Fólk stoppar lengur og það má jafnvel
plata það til að gista. Það var minna
um það þegar við bjuggum í mið-
bænum, nema kannski eftir djamm,“
segir hún hlæjandi. Hún hafi einnig
myndað sérstakt vinasamband við
flóttafjölskyldu.
„Ég kynntist flóttafjölskyldu frá
Sýrlandi hér í Hveragerði gegnum
þátttöku í stuðningsfjölskylduverk-
efni Rauða krossins. Við heim-
sækjum hvert annað og lærum hvert
af öðru um ólíka menningu og tungu-
mál. Þau eru afskaplega elskuleg og
skemmtileg. Við höfum fengið alls
konar dýrindis máltíðir hjá þeim og
erum alltaf að læra eitthvað nýtt í
matargerð. Í gegnum þetta ferli hefur
þróast fallegt vinasamband sem mér
þykir mjög vænt um,“ segir Lovísa.
Spurð hvernig hún eyði helgunum
í sveitinni segir hún þær fara í heim-
sóknir en oft sé líka nóg að gera.
„Agnes vinnur við bókahald og
vinnur heima líka og um helgar
reynum við að heimsækja vini og
fjölskyldu ef það er ekki einhver
vinna sem kallar. Við erum reyndar
að gera upp húsið. Þetta er gamalt
hús og við vinnum að þessu mest-
megnis sjálfar, svona það sem við
getum. Hún er „yfirsmiður“ og ég
handlangari. Hlutirnir ganga best
þannig,“ segir hún sposk.
Hvað er framundan?
„Ég er svona að hita upp vélina.
Það er margt á döfinni og meðal
annars er ég að vinna í Lay Low plötu
en hún mun þó ekki koma út fyrr en
á næsta ári. Ég er líka í hljómsveitinni
Benny Crespo’s Gang og við erum að
taka upp plötu sem kemur út í haust.
Við höfum starfað í tíu ár saman og
höfum unnið að þessari plötu mjög
lengi. Ég er afar spennt yfir því að hún
sé loksins að verða tilbúin.“
Tónleikar Lay Low og Péturs fara fram
í Félagsheimili Seltjarnarness í kvöld
og hefjast klukkan 21.
“Hann er að verða tveggja ára og við höfum haft það fínt saman. Ég ákvað
að gefa mér þennan tíma með honum af því að ég gat gert það og líka til að
kúpla mig aðeins út.” Lovísa og Fróði á góðri stund. MYND/LOVÍSA ELÍSABET.
„Við Pétur Ben höfum lengi verið vinir og þekkjumst því vel. Okkur finnst mjög skemmtilegt að hafa verið beðin um að koma fram og ákváðum strax að splæsa
tónleikana saman.“ Lay Low og Pétur spila bæði glænýtt og gamalt efni á tónleikunum í kvöld.
Það var alveg
kominn tími á
pásu, reyna að ná teng-
ingunni og finna aftur
spennu í því sem ég var
að gera. Mér finnst ég
vera búin að því núna.
Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir
Nánari upplýsingar í síma 568-3868 eða esther@mfm.is
Einn helsti meðferðaraðili við matarfíkn og átröskunum mun stjórna
5 daga meðferðarnámskeiði ásamt Esther Helgu frá MFM miðstöðinni
dagana 22-27. október n.k. Hlíðardalssetri, Ölfusi.
Philip Werdell MA. frá Bandaríkjunum hefur yfir 30 ára reynslu í
meðferðum við þessum vanda.
Félagasamtökin Matarheill standa fyrir fundi í Voninni, Efstaleiti 7
laugardaginn 21.10.17. kl. 13-15 þar sem Philip Werdel mun halda
fyrirlestur um málefnið undir yfirskriftinni
“Samtal um meðferðir við matarfíkn”.
Þar verður einnig hægt að fá nánari kynningu á námskeiðinu.
Upplifir þú stjórnleysi gagnvart
sætindum/mat og áthegðun?
masaiceland@gmail.com - www.masainternational.com
á Costa Blanca hjá Masa International
Þú finnur draumaeignina
Hafðu samband og kynntu þér ferlið!
02.11-05.11 | Verð kr. 34.998 á mann
Skoðunarferð til Costa Blanca á Spáni
Kynningarfulltrúar MASA á Íslandi: Jón Bjarni 896 1067 - Jónas 842 1520
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
1
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
8
-E
D
9
4
1
D
F
8
-E
C
5
8
1
D
F
8
-E
B
1
C
1
D
F
8
-E
9
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K