Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Page 2
Vikublað 10.–12. janúar 20172 Fréttir Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos Bragðgóð grísk jógúrt að vestan Stórtækur þjófur dæmdur Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 25 ára karlmann í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot, skjalafals, nytjastuld og um­ ferðarlagabrot. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að stela nokkrum sinnum áfengi úr verslunum ÁTVR auk þess að stela úr verslunum Elko, Cintamani, Olís og Nýherja. Maðurinn, sem á langan af­ brotaferil að baki, játaði sök og var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi. Þá var hon­ um gert að greiða rúma 1,1 milljón í sakarkostnað. Svandís klagar Bjarna til umboðsmanns Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG, hefur sent um­ boðsmanni Alþingis bréf þar sem hún óskar eftir því að umboðs­ maður Alþingis taki til skoðunar hvort Bjarni Benediktsson fjár­ málaráðherra hafi gerst brotlegur við siðareglur. Málið varðar skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Skýrslan var komin í ráðuneyti Bjarna þann 13. september en var ekki birt fyrr en á nýju ári. Í milli­ tíðinni voru kosningar en Svandís segir að kunnugt sé að þær hafi snúist að verulegu leyti um skatta­ mál og skattaundanskot. Þetta veki spurningar um hvort Bjarni hafi gerst brotlegur við 6. grein siðareglna: „Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða al­ mannahag nema lög bjóði eða al­ mannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upp­ lýsinga sé hún í almannaþágu.“ Þ að sýður í manni reiðin yfir framferði lögreglunnar og að mínu mati er þetta ofbeldi og valdníðsla. Ég er fullkom lega gáttaður á því að þeir menn sem að þessum gjörningi stóðu skulu enn ganga um í lögreglubúningi,“ segir Þórbergur Torfason í samtali við DV. Þórbergur var í byrjun árs dæmdur til þess að greiða um 160 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir ólöglega framleiðslu áfengis auk þess að greiða 710 þúsund krónur í sakarkostnað. Að sögn Þórbergs var um að ræða krækiberjasaft í tunnum sem gleymst hafði að setja á flöskur og var farin að gerjast. Lögreglan hafi sótt málið fast eftir að hafa mistek­ ist að sanna ólöglegan gistirekstur á kærustu Þórbergs. „Þetta er gömul uppskrift frá mömmu“ Forsaga málsins er sú að kærasta Þórbergs rekur farfuglaheimilið Hafölduna á Seyðisfirði yfir sumar­ mánuðina. Vegna snjóflóðahættu er óheimilt að stunda gistirekstur þar frá 1. nóvember til 1. apríl ár hvert. Húsnæðið gistirekstrarins er tvískipt; öðrum megin er farfuglaheimilið en hinum megin er íbúð kærustu Þór­ bergs. „Lögreglan ruddist hingað inn í mars 2015 til þess að freista þess að standa okkur að verki við ólöglegan gistirekstur. Sá gjörningur var full­ komlega ólöglegur. Að sjálfsögðu gripu þeir í tómt því ekkert slíkt við­ gengst hérna. Þeir ráku hins vegar augun í þessa plastkúta og halda því fram að þeir hafi fengið ábendingu um ólöglega áfengisframleiðslu. Það heldur ekki vatni, ég var meira að segja búinn að gleyma þessu sjálfur,“ segir Þórbergur ómyrkur í máli. Að hans sögn búa hann og kærasta hans til krækiberjasaft á hverju ári. „Þetta er gömul uppskrift frá mömmu. Ég átti síðan eftir að sykra og smakka þetta til en venju­ lega gerum við það strax og setjum þetta í flöskur. Mitt kæruleysi olli því að það gleymdist og því fór sem fór,“ segir Þórbergur. Taldi saftið vera ónýtt Hann býr ekki á Seyðisfirði og kærasta hans dvelur langdvölum í Indlandi yfir vetrarmánuðina. „Ég ferðast mik­ ið um vegna vinnu minnar og fæ að gista hérna þegar ég á leið hjá,“ segir Þorbergur. Lítill umgangur hafi því verið um íbúðarhúsnæðið þessa mánuði sem krækiberjasaftið gerjað­ ist og varð að áfengum veigum. „Það er ekki sála sem fer inn í íbúðarhús­ næði yfir veturinn þannig að meint nafnlaus ábending er þvættingur. Ég taldi saftið vera ónýtt en einhverjir sérfræðingar sögðu það hafa verið í fullri gerjun og mældu áfengispró­ sentuna á bilinu 13–15 prósent. Það kom aldrei fram hvort glundrið hafi verið drykkjarhæft og ég auglýsi hér með eftir því hvort að einhver hafi bragðað á þessu,“ segir Þórbergur. Í dómsorði kemur fram að Þór­ bergur hafi sagst eiga „þetta vín og bruggað það“ þegar honum var kynnt réttarstaða sín en síðan haft aðra sögu að segja fyrir dómi. „Ég kann ekki að brugga og það var ekki ætlun mín. Þetta er einfaldlega lygi,“ segir Þórbergur. Hyggjast kæra framgöngu lögreglu Hann fordæmir framgöngu lögreglu og segir hana vera með öllu óásættan­ lega. „Konan mín má ekki stunda gistirekstur yfir vetrarmánuðina og gerir það ekki. Hún hefur hins vegar fullan rétt til að heimila afnot gesta af heimili sínu,“ segir Þórbergur. Þannig hafi samstarfsmaður hennar í gisti­ rekstrinum fengið að dvelja á far­ fuglaheimilinu meðan á viðhaldi á íbúðarhúsnæði hans stóð auk þess sem sonur kærustunnar dvaldi þar um skeið á meðan hann kom að tökum á sjónvarpsþáttunum Ófærð þar eystra. „Hann var sóttur niður á bryggju og hótað handtöku ef hann myndi ekki skrifa undir húsleitarheimild. Á með­ an hafði húseigandi ekki hugmynd um hvað gekk á,“ segir Þórbergur. Emjaði af hræðslu Þá fékk þýsk stúlka sem vann á spít­ alanum á Seyðisfirði að gista á far­ fuglaheimilinu gegn því að annast heimilisköttinn og hænurnar. „Hún var á heimleið dag einn þegar lög­ reglan stöðvaði för hennar og skip­ aði henni að setjast upp í lögreglu­ bílinn. Þeir hótuðu henni síðan öllu illu ef hún myndi ekki skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hún væri að kaupa gistingu hér,“ segir Þórbergur. Að hans sögn hafi stúlk­ unni verið verulega brugðið eftir þessa upplifun „Þegar ég kom inn í íbúðina þá lá hún með köttinn í fanginu og emjaði af hræðslu. Sú framganga verður að öllum líkind­ um kærð,“ segir Þórbergur. Hann hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort að dómnum verði áfrýjað. „Ég mun lesa dóm­ inn gaumgæfilega og síðan gera upp minn hug,“ segir Þórbergur. n Krækiberjasaftsmálið: „Ofbeldi og valdníðsla“ n Dæmdur til að greiða tæpa milljón n Heimabruggið yfirvarp lögreglu Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Á pari við Íran varðandi lög um heimabrugg Á Íslandi er með öllu óheimilt að brugga drykki sem eru með áfengisprósentu yfir 2,25%. Til samanburðar heimila öll hin Norðurlöndin heimabruggun undir 22% að styrkleika, til einkanota án þess að skorður séu settar á magn. Í Bretlandi er sömuleiðis heimilt að brugga til einkanota undir 22% styrk- leika og engar skorður á magn. Í Bandaríkjunum er heimilt að brugga fyrir sig og fjölskylduna. Takmarkanir eru þó settar á magn en einstaklingur má aðeins framleiða 378,5 lítra á ári og fjölskylda má framleiða 757 lítra. Í fljótu bragði finnast aðeins tvö lönd, fyrir utan Ísland, sem banna heima- brugg. Það eru Íran og Malasía. Þórbergur Torfason Fordæmir framgöngu lögreglu í kræki- berjasaftsmáli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.