Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Side 12
Vikublað 10.–12. janúar 201712 Fréttir
Skattpíningin löngu
komin út úr öllu korti
n Ofurskattar á áfengi og tóbak er sérkennileg pólitík n Neyslustýring ekki virkað segir framkvæmdastjóri FA
Þ
etta eru rosalegar tölur,“
segir Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri Félags
atvinnurekenda, um upp
lýsingarnar um álagningu á
áfengi og tóbak sem DV fjallar um
á opnunni hér að framan. Félag at
vinnurekenda (FA) vakti nýlega
athygli á verðlagningu áfengis hér
á landi þegar hækkanirnar sem nú
eru komnar til framkvæmda voru
boðaðar.
„Þetta eru tölur sem við könnumst
við,“ segir Ólafur og bendir á að hlut
fall ríkisins geti verið enn hærra en
þarna kemur fram. Þá verði að taka
með í reikninginn að það sem kall
ast smásöluálagning ÁTVR endi líka
í ríkissjóði. „Innkaupsverð á vodka
flöskunni er innan við 10 prósent og
allt hitt fer til ríkisins.“
Heimsmet í álagningu löngu
slegin
Ólafur bendir réttilega á að hækkun
á áfengis og tóbaksgjöldum hafi í
gegnum tíðina verið réttlætt með
tvennum hætti. Annars vegar sem
tekjuöflun fyrir ríkissjóð og hins
vegar sem neyslustýring.
„Sem tekjuöflun, þá spyrjum við:
Eru engin takmörk fyrir því hvað er
hægt að skattleggja einhverjar til
teknar vörur til að afla tekna fyrir
ríkissjóð? Evrópu og heimsmet í
áfengisgjöldum eru löngu slegin og
mönnum finnst samt í lagi að halda
bara áfram. Við höfum kallað eftir
einhverri pólitískri stefnumörk
un um það hvar eigi að láta staðar
numið, því þetta eru bara endalausar
hækkanir,“ segir Ólafur.
„Hin réttlætingin
á þessu er að þetta sé
neyslustýring. Við fáum
ekki séð að hún sé að
virka. Það er að segja,
að þrátt fyrir hækkandi
gjöld þá eykst salan í
Vínbúðunum. Ef menn
vilja fást við neikvæðar
afleiðingar áfengis
og tóbaksneyslu þá er
miklu nær að gera það
með forvarnarstarfi
sem hefur sýnt sig að
skili miklu betri árangri
en tilraun til að stýra
neyslu með sköttum.“
Ólafur kveðst ekki
hafa alþjóðlegan sam
anburð varðandi skatt
lagningu á tóbaki og
hvernig henni sé hátt
að í nágrannaríkjum
okkar, en hvað áfengið varðar séum
við komin út úr öllu korti.
Engu skárra ef salan
yrði gefin frjáls
Stór hluti tekna ÁTVR er með einum
eða öðrum hætti hluti af tekjum
ríkis sjóðs í formi áfengis og tóbaks
gjalda, virðisaukaskatts og arðs.
Samkvæmt nýjasta birta ársreikn
ingi ÁTVR, fyrir árið 2015, námu
tekjur það ár 23,5 milljörðum króna,
en arðgreiðsla til ríkissjóðs 1,5 millj
örðum króna það ár. Í ljósi þess að
svo stór hluti álagningar er í gegn
um gjöld og virðisaukaskatt þá tek
ur Ólafur undir að erfitt sé að sjá að
það myndi hjálpa að gefa áfengis
sölu frjálsa, og leyfa t.d. sölu á bjór
og léttvíni í matvöruverslunum.
„Nei, ríkið ræður sínum tekjum
af sölu áfengis og þær koma að
langstærstum hluta í gegnum virðis
aukaskattinn og áfengisgjaldið
þannig að það myndi ekki breytast
mikið þó að salan yrði gefin frjáls.
Það sem er líklegt að myndi gerast er
að það yrði aukning á sölunni og þá
væri ríkið sennilega að græða á því.“
Skattpíning neytenda
Ólafur segir að það sé hægt að skilja
að ríkið vilji afla sér tekna en leiðin
geti ekki verið að taka ítrekað út tvo
tiltekna vöruflokka.
„Og segja svo: hér sé bara hægt
að hækka skatta endalaust og pína
neytendur alveg út í hið óendanlega,
það finnst okkur mjög sérkennileg
pólitík og það hlýtur að vera komið
að einhverjum þolmörkum í þessu.
Forvarnirnar beinast gegn misnotk
un áfengis. Þessir ofurskattar leggj
ast jafnt á þá sem misnota áfengið
og þá sem neita þess í hófi. Það er
ekki skilvirk skattlagning ef tilgangur
hennar er að draga úr misnotkun
inni. “
Ólafur bendir á að á einhverjum
tímapunkti hljóti menn einnig að
fara að velta þessu fyrir sér út frá
hagsmunum til dæmis ferðaþjón
ustunnar, hversu langt eigi að ganga
í að hækka verð á þessum vörum.
„Það hlýtur að fara að koma inn
í myndina. Maður sér bara fram
an í túristana þegar þeir skoða hvað
bjórflaska kostar úti í ríki, þeir ætla
bara ekki að trúa því.“ n
„Evrópu- og heims-
met í áfengis-
gjöldum eru löngu slegin
og mönnum finnst samt í
lagi að halda bara áfram.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
FÁKASEL - FYRIR ALLA
Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050
matur, drykkur
og skemmtun
Opnunartilboð á viðgerðum og aukahlutum
iP
one í úrvali
Erum flutt á Grensásveg 14
Allskyns
aukahlutir
Grensásvegur 14
s: 534 1400
Öll hulstur á 1.990 á meðan birgðir endast