Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 33
Helgarblað 3.–6. febrúar 2017 Fólk Viðtal 25 Okkar kjarnastarfssemi er greiðslumiðlun og innheimta. Hver er þín? 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is Síðan 2006 „Enginn gEtur barist að Eilífu gEgn ofurEfli“ fengið taugáfall og þurfti að leggj­ ast inn á geðdeild þar ytra til þess að ná áttum. „Foreldrar mínir að­ stoðuðu mig mikið meðan á þessu stóð. Þau hafa verið mín stoð og stytta. Þau bjuggu hérna úti í átján ár en eru nýflutt heim til Íslands,“ segir Kristín Hildur. Hún jafnaði sig smám saman og hófst þá handa við að sækja rétt Þorleifs fyrir dóm­ stólum. „Sú barátta tók átta ár en endaði með því að niðurstaðan var sú að um læknamistök hefði ver­ ið að ræða og hann fékk greidd­ ar bætur vegna skaðans. Það var vissulega sætur sigur en bætti að sjálfsögðu ekki fyrir þær þjáningar sem Þorleifur hafði upplifað,“ segir Kristín Hildur. Langtímaafleiðingar slyssins voru þær að Þorleifur upp­ lifði sífelld óþægindi í augunum og suma daga var hann kvalinn og sá illa. „Tárakirtlarnir skemmdust sem gerði að verkum að hann þurfti sí­ fellt að nota augndropa. Á þriggja mánaða fresti þurftum við síðan að heimsækja augnlækni til að plokka inngróin augnhár sem ollu honum miklum óþægindum,“ segir Kristín Hildur. Íþróttaiðkun yngri systkina var mikið áhugamál Þorleifur var frumburður Kristínar Hildar en hún á fjögur önnur börn, hálfsystkini Þorleifs. Þrátt fyrir erfið leika Þorleifs þá hafi hann verið góður stóri bróðir sem reyndist systkinum sínum vel. „Við vorum miklir vinir og gátum alltaf hlegið saman. Hann var alltaf í góðu skapi og brosandi. Við skild­ um hvort annað afskaplega vel,“ segir Kristín Hildur. Þau hafi sam­ einast í áhuga á íþróttaiðkun yngri systkina Þorleifs. „Hann hjálpaði mér að skutla þeim á æfingar og annað. Við vorum í þessu af lífi og sál. Yngstu systkini hans eru enn dugleg í handbolta og fótbolta en ég fæ alltaf einhverja tómleikatilf­ inningu þegar ég er skutla þeim á æfingar eða mót. Þorleifur stóð alltaf í þessu með mér,“ segir Kristín Hildur. Hún segir að yngri systkini Þorleifs hafi tekið fráfalli hans af fá­ dæma yfirvegun og styrk. Atvinnuleysið olli hugarangri Eins og áður segir þá átti Þorleifur góða og trausta vini sem studdu hann þegar á reyndi. „Bestu vinir hans voru hér sem heimagangar og mér þykir ákaflega vænt um að þeir halda enn sambandi við mig þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá hvarfi sonar míns,“ segir Kristín Hild­ ur. Þegar skólagöngu Þorleifs lauk reyndi hann að fóta sig á vinnu­ markaði en þar, eins og svo oft og víða á hans stuttu ævi, lenti hann á vegg. „Ég er ákaflega reið út í yfir­ völd hér úti vegna meðhöndlunar­ innar á honum. Þorleifur gat ekki unnið 100 prósent vinnu og því freistuðum við þess að fá hann metinn með örorku að hluta. Það gekk hins vegar ekki. Það er mun erfiðara að fá slíkt metið hér í Danmörku samanborið við Ísland. Honum var því þrýst út á vinnumarkaðinn en þar fékk hann ekki starf við hæfi. Það olli honum miklu hugarangri,“ segir Kristín Hildur. Að hennar mati frömdu dönsk félagsmálayfirvöld mann­ réttindabrot með meðferðinni á Þorleifi og helst vildi hún leita rétt­ ar síns fyrir dómstólum vegna þess. „Ég hef alvarlega íhugað að leita til lögfræðinga vegna þessa eða berj­ ast með einhverjum hætti til þess að kerfið verði bætt. Þorleifur þurfti hjálp en fékk bara kulda og skiln­ ingsleysi,“ segir hún. Taldi sig þurfa að komast í skjól frá umheiminum Eins og ungu fólki er tamt þá fór Þor­ leifur reglulega út að skemmta sér með vinum sínum. Þar varð hann einnig fyrir áreiti og stundum sauð upp úr. „Það var alltaf ráðist gegn Þorleifi og jafnvel þegar vinir hans voru með í för þá fékk hann alltaf verstu útreiðina,“ segir Kristín Hildur. Svo langt gekk áreitið að dómstólar dæmdu fimm fullorðna menn í nálg­ unarbann gagnvart Þorleifi. Þá lenti hann í skelfilegum barsmíðum fyrir jólin 2013 þegar sparkað var af alefli í höfuð hans. Nokkru síðar fékk hann högg í andlitið sem næstum því kost­ aði hann sjónina að fullu. „Höggið hitti hann svo illa að afleiðingarnar urðu þær að hann var aðeins með 20 prósent sjón á heila auganu. Það var mikið áfall en blessunarlega þá gekk skaðinn smátt og smátt til baka og varð ekki varanlegur,“ segir Kristín Hildur. Allt þetta áreiti sem Þorleifur varð fyrir gerði að verkum að hann týndist tvisvar fyrir kvöldið afdrifa­ ríka í Fredrikshavn. „Þegar hann smakkaði áfengi þá fylltist hann stundum þeim ranghugmyndum að allir vildu vinna honum mein. n Þorleifur Kristínarson hvarf sporlaust í Danmörku fyrir tveimur árum n Lík hans hefur ekki fundist n Móðir Þorleifs segir harmsögu hans „Við spjölluðum aðeins saman og síðustu orðin sem hann sagði, áður en hann kvaddi, voru „Ég fer mínar leiðir“. Kátur drengur Hér má sjá mynd af Þorleifi skömmu fyrir erfið veikindi sem mörkuðu líf hans. Kristín Hildur Þorleifsdóttir Segir son sinn Þorleif hafa rekist alls staðar á veggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.