Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 56
Helgarblað 3.–6. febrúar 2017 9. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Fjallabíll? Vertu með hraðasta farsímanet á Íslandi Fjallið gaf glæsikerru n Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson hefur heldur betur verið að gera það gott undanfarið. Eins og flestir vita skaust hann upp á stjörnuhimininn sem Fjallið í Game of Thrones-þáttunum en hefur einnig verið að leika í auglýsingum, nú síðast fyrir Sodastream. Nú er Hafþór farinn að njóta ávaxta erfiðisins ef marka má Face- book-færslu hans á dögunum. Þar gefur að líta mynd af splunkunýjum Range Rove Evoque-jeppa sem hann var að festa kaup á. Einn að- dáandi bendir á að bíllinn sé nú allt of lítill fyrir Hafþór sem svarar því til að þessi sé gjöf handa kærustunni, sjálfur ætli hann að fá sér annan stærri. Listaverð á svona glæsi- kerru er samkvæmt verðskrá BL frá 6,4 upp í 8,6 milljón- ir króna og því ljóst að Hafþór vann kærastakeppnina í janúarmánuði. Enginn svarar Vilhjálmi n „Ég var með missed call frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni og ég er búin að vera taugahrúga,“ segir lögfræðingurinn Brynhild- ur Bolladóttir í færslu á Twitter. Brynhildur segist hafa hafist handa við að skoða allt sem hún hafi skrifað á netið enda Vil- hjálmur þekktur fyrir að lögsækja einstaklinga vegna umdeildra ummæla. Áhyggjur hennar reyndust þó óþarfar því þegar hún hringdi til baka kom í ljós að Vilhjálmur hafði hringt í rangt númer. Vilhjálmur hafði greini- lega gaman af færslu Brynhildar sem hann deildi sjálfur á Face- book-síðu sinni. „Nú veit ég hvers vegna enginn svarar símtölum frá mér,“ sagði lög- fræðingurinn. Møller Olsen hættur á Facebook og kærastan skráir sig úr sambandi Var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á fimmtudag T homas Frederik Møller Olsen var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Hann er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Nikolaj Olsen, sem einnig sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að málinu, hefur verið sleppt. Jón H. B. Snorrason greindi RÚV frá því að Nikolaj hefði í vikunni gefið vitnis- burð sem varpaði ljósi á málið. Hann getur því haldið heim til fjölskyldu sinnar á Grænlandi. Jón H. B. sagði: „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus.“ Grímur Grímsson lögreglufulltrúi segir Nikolaj þó enn hafa réttarstöðu grunaðs í máli Birnu. Á meðan Nikolaj heldur til fjöl- skyldu sinnar á Grænlandi mun Møller Olsen dvelja í varðhaldi á Litla- Hrauni. Þar situr Møller í einangrun 23 tíma á dag. Í klefanum er klósett en hann þarf að óska eftir því við fanga- verði ef hann vill komast í sturtu. Møller fær aðeins að vera í samskipt- um við lækni og lögmann. Í klefanum er sjónvarp og hann hefur aðgang að DVD myndum til áhorfs. Hann hefur ekki tölvu eða aðgang að interneti en athygli vekur að Facebook-síða hans er ekki lengur aðgengileg. Møller hefur því líklega óskað eftir því við lögmann sinn eða komið skilaboðum áleið- is til ættingja um að loka Facebook- síðunni. Þá skráði kærasta hans á Græn- landi sig úr sambandi við hann þann 27. janúar síðastliðinn. Einnig hafði kærastan skráð sig í Facebook-hópinn Leit að Birnu Brjánsdóttur þar sem al- menningur gat deilt upplýsingum um hvar hafði verið svipast um eftir Birnu meðan á leit stóð. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.