Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 8
Helgarblað 3.–6. febrúar 20178 Fréttir Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Opnunartími: Virka daga 8.30-18 Laugardaga 10.00-14.00 Ósýnileg einkenni Talið er að allt að 12 þúsund Íslendingar séu haldnir vefjagigt (fibromyalgia syndrome) en um er að ræða langvinnan sjúkdóm eða heilkenni sem samanstendur af fjölmörgum einkennum frá hinum ýmsu líffærakerfum og þykir oft og tíðum ansi óútreiknanlegt. Helstu einkenni eru langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, almennur stirðleiki, yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir. Þetta kemur fram á doktor.is. Vefjagigtin getur þróast á löngum tíma og viðkomandi gerir sér litla grein fyrir í fyrstu að eitthvað óeðlilegt sé í gangi. Verkir sem hlaupa til dag frá degi, stirðleiki og yfirþyrmandi þreyta af og til eru oft byrjunareinkennin. Einkennin eru ekki viðvarandi í fyrstu, koma og fara, ný einkenni bætast við. Smám saman vindur sjúkdómurinn upp á sig þar til einkenni hverfa ekki langtímum saman. Einkennin eru mjög mismunandi milli einstaklinga, bæði hvað fjölda varðar og hversu slæm þau eru. Vefjagigt getur verið mildur sjúkdómur þar sem viðkomandi heldur nær fullri færni og vinnugetu, þrátt fyrir verki og þreytu, en hann getur líka verið mjög illvígur og rænt einstaklinginn allri orku þannig að hann er vart fær um annað en að sofa og matast. Þar sem ekki sjást nein ummerki um sjúkdóminn, hvorki á sjúklingnum, né í almennum læknisrannsóknum þá hafa þessir einstaklingar oft mætt litlum skilningi heilbrigðisstarfsfólks, aðstandenda, vina eða vinnuveitenda. Enn þann dag í dag telja sumir að vefjagigt sé í raun ekkert annað en verkjavandamál sem geti talist eðlilegur hluti af lífinu og enn aðrir telja að um sé að ræða „ruslafötu greiningu“ það er að allt sé kallað vefjagigt sem ekki er hægt að greina sem aðra „almennilega sjúkdóma.“ É g hef aldrei heyrt neinn segja að það sé frábært að vera með vefjagigt.“ Þetta segir Hekla Geirdal í samhengi við pistil eftir leikkonuna Maríu Birtu Bjarnadóttur sem birtist í vikunni og vakti nokkra athygli. Í pistlinum greinir María Birta frá því að henni hafi verið mjög létt þegar hún greindist með sjúkdóminn. Þá telur María Birta að það helsta sem hrjái vefjagigtarsjúklinga sé hreyfingar- leysi. Veik frá 12 ára aldri Hekla, sem er 21 árs, greindist með vefjagigt árið 2014. Hún hefur þó fundið fyrir gigtinni frá því að hún var 12 ára. Samhliða vefjagigt þjá- ist Hekla af mígreni, þunglyndi og kvíða sem er allt fylgifiskar gigtar- innar. „Ég er búin að vera meira og minna veik síðan í 8. bekk. Það að vera með vefjagigt tekur alveg jafn mikið á andlegu hliðina eins og þá líkamlegu.“ Heklu þykir sárt að María Birta skuli fullyrða um vefjagigtarsjúk- linga og tala um þá sem eina heild. Hekla bendir á að vefjagigt sé ótrú- lega lúmsk og leggist misjafnlega á fólk. Þá geti fólk verið með sjúkdóm- inn á mismunandi stigum. „Sumir geta að einhverju leyti haldið sjúk- dómnum niðri með réttu mataræði og hreyfingu á meðan aðrir komast varla út úr húsi. Þetta er svo mis- jafnt. Enginn vefjagigtarsjúklingur velur að liggja upp í rúmi og gera ekki neitt. Þetta er miklu flóknara en það.“ Sökum verkja hefur Hekla þurft að taka sér hlé frá námi. Hún vinn- ur sem þjónn á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur um helgar en þarf að slaka vel á á milli vakta til þess að halda verkjunum í lágmarki. „Ég var að vinna um síðustu helgi og finn enn fyrir því í líkamanum í dag. Ég fer næst að vinna um helgina og þarf því að taka því mjög rólega alla vik- una.“ Einstaklingsbundinn sjúkdómur Hekla vonar að frásögn hennar veiti almenningi innsýn í hvernig það er að glíma við stöðuga verki og geta með litlu móti stjórnað þeim. Þá vill hún ítreka að mataræðið skipti gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að halda einkennum sjúk- dómsins í viðráðanlegu horfi. Þó er það mjög misjafnt hvaða matur fer vel í fólk og hvaða fæðutegundir ýta undir gigtina. „Flest okkar finnum mun þegar við tökum út sykur. Og margir þola illa rautt kjöt. En eins og með svo margt annað sem tengist vefjagigt þá er þetta mjög einstaklings bundið líka.“ Það sem Heklu þykir verst við sjúkdóminn er hversu félagslega einangruð hún er. Þá segir hún að fólk sem þekkir ekki gigt skilji ekki alltaf hvernig það er að þurfa að lifa við króníska verki. „Suma daga neyði ég mig í vinnuna. Hvert skref er svo sárt. Svo koma dagar sem ég kemst ekki út úr húsi. Þá daga get ég ekki hugsað mér að brosa í gegnum sársaukann. Sem betur fer koma góðir dagar inn á milli.“ Þá segir Hekla að lokum: „Þetta er kaldur veruleiki fjölmargra einstak- linga sem eru með vefjagigt. Þetta er líka hliðin sem fæstir þora að tala um nema í lokuðum Facebook-hóp- um þar sem fólk er enn með for- dóma í garð sjúkdómsins.“ n „Suma daga neyði ég mig í vinnuna“ Hekla Geirdal gagnrýnir Maríu Birtu fyrir að setja alla vefjagigtarsjúklinga undir sama hatt Kristín Clausen kristin@dv.is Erfitt „Ég er búin að vera meira og minna veik síðan í 8. bekk. Að vera með vefjagigt tekur alveg jafn mikið á andlegu hliðina eins og þá líkamlegu,“ segir Hekla. mynd siGtryGGur ari Aldrei meiri kaup- máttur Þrátt fyrir að dregið hafi úr hraða launahækkana hefur kaupmáttur haldið áfram að aukast og var hann 7,1 pró- senti meiri í desember 2016 en í desember 2015. Þetta kom fram í Hagsjá Landsbankans á fimmtudag. Þar kom einnig fram að árið 2016 hafi verið einstakt hvað varðar launaþróun og aukn- ingu kaupmáttar. Launavísi- talan hefur ekki hækkað meira síðastliðinn aldarfjórðung. Laun í landinu hækkuðu að meðaltali um 11,4 prósent á milli áranna 2015 og 2016 sem er mun meiri hækkun en á síð- ustu árum. Þar sem verðlagsþróun hefur verið hagstæð skiluðu launa- breytingarnar á árinu 2016 mik- illi kaupmáttaraukningu. Jókst kaupmáttur meðallauna um 9,5 prósent frá árinu 2016 en til samanburðar minnkaði kaup- máttur á milli áranna 2007 til 2010 um rúmlega 11 prósent. Síðan þá hefur hann aukist stöðugt en frá nóvember 2014 til ársloka 2016 hefur kaup- máttur aukist um tæp 15 pró- sent og er nú meiri en nokkru sinni fyrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.