Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 15
Helgarblað 3.–6. febrúar 2017 Fréttir 15 yfir nótt og koma svo að bílnum full- hlöðnum að morgni. Á meðan þú get- ur fengið allt að 80 prósent hleðslu á 30 mínútum í hraðhleðslu, getur tek- ið 10–12 tíma að hæghlaða rafbíl að fullu í venjulegri innstungu heima- fyrir. Noregur stendur öðrum þjóðum framar í rafbílavæðingu en þar eru rafbílar rúm 22 prósent af bílaflotan- um, samanborið við rúmlega 1 pró- sent hér á landi. Tugir þúsunda Norð- manna eiga rafbíla en þar er líka að finna mörg hundruð hraðhleðslu- stöðvar, víðs vegar um landið. Ef við miðum við verðlagningu í Noregi, er ástæða til að hafa eilitlar áhyggjur. Samkvæmt athugun DV á verði Fortum Charge & Drive, sem er stærsta hraðhleðslustöðvakeðja Noregs með 130 stöðvar, kostar mín- útan 2,5 norskar krónur með orkulykli eða appi fyrirtækisins. Það gera 34,34 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Hálftími í slíkri stöð myndi því kosta rúmar þúsund krónur íslenskar. Ljóst er að rafbílaeigendur á Ís- landi munu vona að ON miði ekki við slíka verðlagningu enda myndi það þýða að rafmagnið yrði litlu ódýrara en bensín. Hér á landi er algengt verð á 95 okt. bensíni 195,4 krónur í sjálfsafgreiðslu. Ef bensín- bíll eyðir 5 lítrum á hundraði kostar það 1.465 krónur að fara 150 kíló- metra sem er raunhæf drægni full- hlaðins rafbíls hér á landi. Að full- hlaða rafbíl í um 40 mínútur á norsku stöðinni myndi til sam- anburðar kosta um 1.373 krónur. Margar mismunandi útfærslur eru síðan á verðlagningu hraðhleðslu- fyrirtækja, sum taka startgjald og síðan lægra verð fyrir hverja mín- útu á meðan önnur rukka meira fyrir fyrsta korterið og síðan er hver mínúta eftir það ódýrari og allt þar á milli. Eru þá ótaldar áskriftarleiðir og önnur vildarkjör. Fróðlegt verður því að sjá hvernig útfærsla á verði verður hjá ON hér á landi. n Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322 CNC renniverkstæði ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook Olíufélögin fengu 55 milljónir N1, Skeljungur og Olís sjá möguleika í rafmagninu Iðnaðar- og viðskiptaráðherra staðfesti þann 30. desember síðastliðinn tillögu ráðgjafanefndar Orkusjóðs um úthlutun styrkja til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla. Líkt og fram kemur í umfjöllun DV hér á opnunni var 201 milljón króna úthlutað til 16 verkefna næstu þrjú árin. Þar af fékk Orka Náttúrunnar 57,1 milljón. Athygli vekur að stóru olíufélögin þrjú, N1, Skeljungur og Olís fengu alls 54,6 milljóna styrk til að koma upp 11 hraðhleðslustöðvum á tímabilinu. Olíufélögin vilja því augljóslega fá sinn skerf af rafbílavæðingunni, sem vonir standa til að leysi í framtíðinni af hólmi þeirra helstu söluvöru, jarðefnaeldsneyti. Þessi verkefni fengu styrk: Aðili HrAðHleðslA Venjuleg sTyrkur kr. Austurbrú ses 0 13 7.506.560 Árborg 0 5 3.725.000 garðabær 1 0 3.260.000 Hafnarfjarðarbær 1 0 4.000.000 Hs Orka hf 3 1 9.050.000 isavia ohf 1 0 4.500.000 Mosfellsbær 0 3 2.295.000 n1 hf. 3 0 15.000.000 Olíuverzlun Íslands hf 4 0 19.625.000 skeljungur hf 4 0 20.000.000 Orka náttúrunnar 14 4 57.100.000 OV ohf 2 3 11.600.000 reykhólahreppur 1 0 2.500.000 reykjavíkurborg 0 29 10.947.500 umhverfisstofnun 1 0 4.000.000 Vistorka hf 7 5 26.050.000 Eru þetta blóðpeningar í þínum augum? Augljós sparnaður fólginn í því að kaupa ekki eldsneyti Hagkvæmni, sparnaður og umhverfisvitund eru vafalaust meðal helstu ástæðna þess að fólk tekur stökkið og skiptir úr bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti yfir í hreinan rafmagnsbíl. Sífellt fleiri meta það svo að þessir þættir vegi þyngra en hugsanlegar hömlur sem fylgja takmarkaðri drægni rafbíla samanborið við eldsneytisbíla. Óútreiknanlegar sveiflur í eldsneytisverði undanfarin ár hafa opnað augu margra fyrir áhrifum þessa kostnaðarliðar hvers heimilis á veski þeirra. Rekstrarkostnaður rafbíla er langtum lægri. Á meðan rafmagnið er tiltölulega ódýrt, og hefur verið ókeypis undanfarin ár þá hefur verð á bensínlítranum verið um og yfir 200 krónur undanfarin misseri. Er verðið nú í um 195 krónum fyrir 95 okt. bensín. Þú þarft ekki að fara með raf- bíla í olíuskipti og þá losa þeir engan koltvísýring. Viðhaldskostnaður er umtalsvert lægri þar sem aðeins eru fjórir hreyfanlegir hlutar að jafnaði í rafmagnsvélum á meðan þeir eru um þúsund í eldsneytismótor. Á meðan dugar ein þjónustuskoðun á ári fyrri rafbílinn. Auðvitað geta allir hlutir bilað, en það er færri íhlutir til að bila í rafbílum. En tökum til gamans dæmi um hvað þú gætir sparað þér í eldsneytiskostnað með því að skipta yfir í rafmagnsbíl. Ef þú átt bíl sem eyðir 5 l/100km og ekur 15 þúsund kílómetra á ári þá eyðir þú um 146.250 krónum á ári, bara í bensín. Ef þú ekur 30 þúsund kílómetra eyðir þú 292 þúsund krónum. Þumalputtareglan hefur verið að orkukostnaðurinn við rafbíla sé aðeins um þriðj- ungur, jafnvel fjórðungur af eldsneytiskostnaði bensínbíla á ársgrundvelli. Þannig má áætla að orkukostnaður rafbílaeiganda, sem ekur bílnum 15 þúsund kílómetra á ári nemi um 40–50 þúsund krónum. Aki hann 30 þúsund kílómetra á ári sé upphæðin á bilinu 70–100 þúsund. Algeng staða Rafbílaeigendur í Reykjavík eru farnir að bíða óþreyjufullir eftir fleiri hraðhleðslustöðvum í samræmi við fjölgun rafbíla á götum borgarinnar. Biðraðir myndast iðulega við þá hleðslupósta sem í boði eru í dag þar sem aðeins einn bíll getur hlaðið í einu. Mynd sMj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.