Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 22
Helgarblað 3.–6. febrúar 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 22 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur S ú grein almennra hegn- ingarlaga (95. grein) sem boð- ar sektir eða fangelsi við því að smána erlenda þjóð eða þjóð- höfðingja erlendra ríkja er einkenni- leg. Það er einkar vandræðalegt til þess að vita að í eitt af þeim fáu skiptum sem reynt hefur á ákvæðið var þegar ritsnillingurinn Þórbergur Þórðarson var dæmdur fyrir að hafa kallaði Adolf Hitler blóðhund. Þar var ekkert ofmælt, eins og okkur er öllum ljóst. Ef þingmenn hefðu staðið vaktina hefði verið búið að fella þetta fáránlega ákvæði úr gildi fyrir löngu. Það eiga ekki að vera til sér- lög um að refsivert sé að móðga þjóðhöfðingja. Því ber að fagna að þing- menn Vinstri grænna hafa lagt fram frumvarp þess efnis að þessi grein hegningarlaga standi ei meir. Frumvarpið hefur áður verið lagt fram en náði ekki fram að ganga, sennilega vegna sinnu- leysis þingmanna. Þetta er frumvarp sem full samstaða ætti að vera um á þingi. Við hljótum að gefa okkur að þing- menn séu allir talsmenn tjáningarfrelsis. Hér er komin góð sending frá Vinstri grænum og henni á að taka fagn- andi. Samkvæmt hinni óþörfu og furðulegu grein væri hægt að sekta þingmann Pírata, Ástu Guðrúnu Helgadóttur, fyrir þessi orð sem hún lét nýlega falla í ræðu á Alþingi: „ Notum rétt orð þegar þau eiga við: Donald Trump er fasisti.“ Blessunarlega er samfélag okkar lýðræðisþjóðfélag og þar hefði Ásta Guðrún aldrei verið sektuð, hvað þá varpað í fangelsi fyrir dóm sinn um forseta Banda- ríkjanna, því öllum er ljóst að þetta ákvæði almennra hegningarlaga er algjörlega úr takti við nútímahugs- unarhátt. Samt er ákvæðið þarna ennþá. Nú geta menn haft ólíkar skoðan- ir á orðum Ástu Guðrúnar um hinn mjög svo umdeilda forseta Banda- ríkjanna. Vissulega má flokka orð hennar sem ókurteisi eða taktleysi, en alls ekki sem fúkyrðaflaum. Orðin eru að mörgu leyti skiljanleg. Donald Trump er talsmaður harðrar þjóð- ernisstefnu, hefur talað ítrekað niður til kvenna, flokkar múslima sem hryðjuverkamenn og viðhefur niðr- andi ummæli um minnihlutahópa. Hann hefur horn í síðu frjálsra fjöl- miðla og þráir greinilega að koma böndum á þá. Hann hefur engan veginn sýnt að hann sé sérstakur talsmaður mannréttinda. Frá því hann var formlega settur í embætti hefur hann tekið alls kyns ákvarðan- ir sem lýðræðislega þenkjandi fólki hugnast ekki. Það er ekki einkenni- legt að þetta sama fólk leiði hug- ann að fasismanum þegar kemur að Donald Trump. Vinstri græn hafa stigið gott skref með frumvarpi sínu um breytingu á 95. grein almennra hegningarlaga. Frumvarpið fær vonandi afgreiðslu og samþykki þingsins. Það verður saga til næsta bæjar ef einhver þing- maður leggst gegn því. n Góð sending frá Vinstri grænum Götur án bíla Á bloggsíðu sinni fer Björn Bjarna- son, fyrrverandi ráðherra, hörð- um orðum um stefnu meirihluta borgarstjórnar í samgöngumál- um og beinir sérstaklega spjót- um að Hjálmari Sveinssyni. Full- trúar meirihluta borgar stjórnar, undir formennsku Hjálmars, í um- hverfis- og skipulagsráði felldu á dögun- um tillögu full- trúa Sjálfstæðisflokksins um að leita umsagnar Vegagerðarinnar, lögreglunnar, Samgöngustofu og samtaka sveitarfélaga áður en skýrsla starfshóps um lækkun umferðarhraða á götum borgar- innar vestan Kringlumýrar- brautar yrði tekin til afgreiðslu. Björn segir um þetta: „Hroki meirihlutans undir forystu Hjálmars Sveinssonar er í sam- ræmi við annað sem frá honum kemur. Stefna hans um byggingar án bílastæða og götur án bíla er í ætt við ofríkisstefnur sem þola hvorki skoðun né umræður.“ Ég veit eiginlega ekki hvar ég enda Ólafur Snævar hefur verið á biðlista eftir búsetu í 11 ár. – DV Við tökum upp söngvara, hljóðfæraleikara, hljómsveitir, hljóðbækur, og margt fleira Stúdíó NORN Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn Kannski vel ég að fara í fangelsi Sturla Þórðarson var dæmdur fyrir hatursummæli. – DV Það hefur eitthvað gengið á Hjörvar Hafliðason um ráðningu Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Noregs. – Twitter Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Borgarlandslag Nú hefur sól hækkað ögn á lofti og inni á milli bregður henni fyrir. Við þær aðstæður leggur hún stundum blessun sína á hversdagslega hluti þannig að þeir öðlast nýja fegurð. mynd SiGtryGGur Ari „Við hljótum að gefa okkur að þingmenn séu allir tals- menn tjáningarfrelsis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.