Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 54
Helgarblað 3.–6. febrúar 201746 Fólk Þ að eru eflaust ekki margir sem áttu jafn viðburðaríkt ár 2016 og Kolbrún Karlsdóttir. Eftir erfið sambandsslit, sem reyndu gríðarlega á andlega heilsu hennar og fjárhag, tók Kol- brún ákvörðun um að láta drauma sína rætast í stað þess að sökkva niður í hyldýpi erfiðra tilfinninga og sjálfs- vorkunnar. Í framhaldinu tók Kol- brún, sem er 48 ára og á uppkomin börn, skyndiákvörðun sem hefur um- breytt tilveru hennar og lífssýn. Flúði frá Íslandi Í dag er Kolbrún búsett í Mpigi í Úganda þar sem hún starfar ásamt hópi sjálfboðaliða á vegum samtak- anna Non Violent Communication (NVC) sem á íslensku kallast Um- hyggjurík samskipti. Kolbrún býr í samfélagi sjálfboðaliða sem hafa helgað sig því að bæta lífsskilyrði inn- fæddra, bæði með því að miðla þekk- ingu sinni áfram í umhyggju ríkum samskiptum sem og að aðstoða heimamenn við hin ýmsu verkefni og leysa úr misstórum vandamálum sem fylgja daglegu lífi þeirra. Ástæða þess að Kolbrún tók ákvörðun um að stokka upp lífið á síðasta ári er sú að hún var í sam- bandi með manni sem endaði mjög illa. „Sambandið var orðið þannig að líkamleg nánd var engin og við töl- uðumst ekki við.“ Kolbrún lýsir ástandinu þannig að í marga mánuði, áður en hún loks tók af skarið og tókst að losna úr sambandinu fyrir fullt og allt, hafi henni liðið hörmulega á eigin heim- ili en sambýlismaðurinn neitaði að flytja út. Kolbrún kveðst enn eiga í málaferlum við manninn og í dag fara öll samskipti þeirra á milli fram í gegnum lögmenn. „Að lokum var ástandið eiginlega þannig að mér fannst ég aðþrengd svo ég hreinlega flúði land. Eins ömur legt og þetta hefur allt saman verið þá er ég í rauninni þakklát fyrir ævintýrið sem varð til í kjölfarið. Ég hefði aldrei komið til Afríku ef allt hefði verið í lagi heima.“ Ekki aftur snúið Eftir nokkur styttri ferðalög fyrri hluta árs 2016 var Kolbrún stödd á nám- skeiði á vegum samtakanna NVC þegar henni bauðst að fara með ein- um leiðbeinandanum til Kenía. „Eftir það ferðalag varð ekki aftur snúið og ég byrjaði strax að leita að tækifæri til að komast aftur til Afríku.“ Nokkrum dögum síðar fékk Kol- brún boð um að koma til Úganda sem sjálfboðaliði og innleiða NVC- stefnuna. Hún þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um áður en hún þáði boðið. Í millitíðinni kom Kolbrún íbúð sinni á Íslandi í útleigu og búslóðinni í geymslu. „Afríka hafði alltaf togað í mig og núna var ég búin að fá tæki- færið sem mig hafði alltaf dreymt um en aldrei látið verða af.“ Nokkrum vik- um síðar, eða þann 16. nóvember, var hún komin til Nairóbí í Kenía. Kolbrún hefur ferðast töluvert frá því að hún kom aftur til Afríku, til að mynda varði hún jólunum á eyjunni Zanzibar í Tansaníu. Býr í plastflöskuhúsi Kolbrún er öryrki og getur lifað ágætu lífi á örorkulífeyrinum í Afríku. Verð- lagið er mjög frábrugðið því sem gengur og gerist á Íslandi og líkt og svo margir heimamenn býr Kolbrún í kofa sem er í grunninn búinn til úr tómum plastflöskum, en þess konar híbýli eru algeng í Úganda. Húsin eru umhverfisvæn þar sem endurvinnsla í landinu er lítil sem engin. Þá eru hús sem byggð eru með þessum hætti talin jafn sterkbyggð og múrsteina- hús, sem eru eftirsóttasta byggingar- efnið í landinu. Vatn er af mjög skornum skammti. Þegar þurrkar eru í landinu þá er ein- faldlega ekkert vatn. „Þegar ég ætla í sturtu fer ég með fötu af vatni í sturtuaðstöðuna, sem er lítið afgirt svæði utandyra. Þetta er allt mjög heimilis- legt,“ segir hún hlæjandi. Matarhefðir eru fábrotnar á svæðinu þar sem Kolbrún býr þar sem mikil fátækt og hungur er stór hluti af lífi heimamanna. Á hverjum degi fer Kolbrún á markað og kaupir afrískt brauð sem er steikt yfir opnum eldi. Þá borðar hún mikið af ávöxtum á borð við banana, avókadó og ananas. „Það er enginn skyndibiti og ekkert nammi hérna. Stundum finnst mér heimamenn aðeins of duglegir við að nota baunir í mat. Ég á erfitt með að borða þær.“ Vill hjálpa vændiskonum Daglegt líf í samfélaginu þar sem Kol- brún býr hefst á morgunfundi. Í fram- haldinu er sjálfboðaliðunum skipt upp í hópa eftir því hvaða verkefni þeir eru að fást við. „Verkefni sem mig langar að styðja við núna er að hjálpa vændiskonum að komast út úr þeim aðstæðum. Ég hef farið í nokkur fátækrahverfi upp á síðkastið og lífsskilyrðin sem fólk býr við eru hreint út sagt hörmuleg. Samt sem áður virðist fólk ánægt í daglegu lífi. Börn eru börn og fólk er fólk.“ Hún bendir á að ein af myrku hlið- um fátækrahverfanna sé vændið sem þar þrífst. Margar konur þurfa að selja líkama sinn til að eiga fyrir mat handa börnunum sínum. Kolbrún er búin að koma sér í samband við konur hjá Stígamótum til að fá ráð- leggingar um hvernig hægt sé að tak- ast á við ofbeldið með það að mark- miði að konurnar verði ekki í verri stöðu en áður eftir að þær opna sig og segja frá reynslu sinni. Ofbeldi fylgir daglegu lífi „Ein hugmyndin er að byggja upp samfélag kvenna svo þær geti séð um sig sjálfar. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera mikið fyrir fólk hérna fyrir lítinn pening.“ Kolbrún bendir á að ofbeldi sé stór hluti af daglegu lífi Afríkubúa, bæði líkamlegt og andlegt. „Hér er gríðarlega mikil kúgun og rígur á milli ættbálka. Málin eru alltaf leyst með ofbeldi í hinum ýmsu myndum. Þess vegna er okkar starf (NVC) svo gríðarlega mikilvægt. Það sem við erum að kenna fólkinu er alveg nýtt fyrir flestum þeirra.“ Þá segir Kolbrún að mjög algengt sé að einn einstaklingur ráði og segi öðrum hvað þeir eigi að gera. Ef við- komandi hlýðir ekki þá er hann ein- faldlega beittur ofbeldi. „Þetta tíðkast mikið í okkar samfélagi en heima- menn óskuðu að fyrra bragði eftir stuðningi til að innleiða NVC í samfé- laginu þar sem við búum núna.“ Mikil þörf fyrir sjálfboðaliða Verkefnið sem Kolbrún og sjálfboða- liðarnir sem hún starfar með fást við er ærið. Hún viðurkennir að í fyrstu hafi illa gengið að ná til heimamanna og innfæddir hafi átt erfitt með að treysta þeim. Í dag er staðan allt önn- ur. „Þegar við komum til baka eftir jólafrí var okkur fagnað eins og týnda syninum. Það segir mér að mikil þörf er fyrir sjálfboðaliða sem kenna umhyggjurík sam- skipti.“ Menningarmunurinn á Ís- landi og Úganda hefur ekki farið framhjá Kolbrúnu sem segir að í Afríku þyki ekkert tiltökumál að leggja sig í vinnutíma ef lítið sé að gera. „Ef enginn viðskiptavinur er á svæðinu eða lítið um að vera þá fer fólk einfaldlega bara að sofa. Heima myndi þetta aldrei líðast.“ Eitt það fyrsta sem Kolbrún tók eftir þegar hún kom til Afríku var hversu fólk er tilbúið að gefa með sér. „Þetta er fólk sem á ekkert. Ef því áskotnast matur eða peningar, hvað sem er, þá gefur það næsta manni með sér. Náungakærleikurinn er svo mikill.“ Ólíkir menningarheimar Þá segir Kolbrún að hún sjái glögg- lega að við Vesturlandabúar eigum ekki að demba okkar hugmyndum á fólk sem er allt öðruvísi en við. Fólkið sé sátt og hafi allt sem það þarf. „Umhverfið og menningarheim- arnir eru svo ólíkir. Við breytum því ekkert.“ Kolbrún getur ekkert sagt til um hversu lengi hún muni dvelja við hjálparstörf í Afríku. Hún er þó ekki á leiðinni heim í bráð. Lífssýn henn- ar og viðhorfið sem hún hafði áður, til dæmis til peninga og munaðar- varnings, er gjörbreytt. „Mér býður við þeirri ofboðslegu neysluhyggju sem er á Íslandi. Afríka breytir manni. Ég finn meiri tilgang í veru minni hér en heima. Á meðan ég finn að svo sé þá verð ég hérna.“ n Erfið sambandsslit upphafið að nýju ævintýri n Kolbrún Karlsdóttir flúði til Afríku n Þakklát fyrir að hafa lent á þessum krossgötum Kristín Clausen kristin@dv.is Í heimsókn í einu af fá- tækrahverfum Kampala Þar þykir Kolbrúnu átakanleg- ast að horfa upp á eymdina Plastflöskuhúsið Hér býr Kolbrún. Myndir Úr EinKasaFni iðandi götulíf Kolbrún segir þetta dæmigerðan götumarkað. Eldhúsaðstaðan Nokkuð ólík því sem við þekkjum á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.