Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 16
Helgarblað 3.–6. febrúar 201716 Fréttir Erlent Þögnin rofin 60 árum síðar n Emmett var fórnarlamb hatursglæps n Ný bók varpar ljósi á grimm örlög Í rúm 60 ár hefur Carolyn Bryant Donham lítið sem ekkert tjáð sig um hvað gerðist einn örlagaríkan dag í ágústmánuði 1955 þegar leið­ ir hennar og fjórtán ára blökku­ manns, Emmett Louis Till, lágu saman. Nokkrum dögum síðar fannst illa farið lík Emmetts í Tallahatchie­ ánni í Mississippi í Bandaríkjunum. Færa má rök fyrir því að morðið á Emmett hafi markað upphafið að réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum upp úr miðri 20. öldinni – og það sem meira er, gefið baráttunni byr undir báða vængi. Pyntaður og skotinn Leiðir Carolyn og Emmetts lágu saman í verslun einni í smábænum Money í Mississippi þann 24. ágúst 1955 þar sem Carolyn vann. Emmett, sem bjó í Chicago, var í heimsókn hjá ættingjum sínum þegar hann fór inn í verslunina sem var í eigu Carolyn og eiginmanns hennar, Roy. Carolyn, sem þá var 21 árs, var á vakt þennan dag. Lengi var því haldið fram að Emmett hefði sýnt Carolyn kynferðis lega tilburði; móðgað hana, flautað að henni, snert hönd hennar eða gripið um mitti hennar. Hvað sem því líður var Emmett rænt af heimili frændfólks síns fjórum dög­ um síðar; áverkar á líki hans gáfu til kynna að hann hefði verið pyntaður áður en hann var skotinn í höfuðið. Sýknaðir af hvítum kviðdómi Tveir menn voru handteknir grun­ aðir um morðið á Emmett, versl­ unareigandinn Roy Bryant, eigin­ maður Carolyn, og hálfbróðir hans, J. W. Milam, sem báðir voru hvítir. Þeir voru hins vegar sýknaðir af kviðdómi sem einungis var skip­ aður hvítum karl­ mönnum þótt þeir hefðu löngu síðar viðurkennt í viðtali við Look Magazine að hafa myrt drenginn. Þar sem búið var að rétta yfir þeim og sýkna var ekki hægt að ákæra þá að nýju. Sögðu þeir í við­ talinu að dreng­ urinn hefði átt þessi örlög skilið þótt öllum megi vera ljóst að glæpurinn, ef glæp skyldi kalla, hefði ekki verið alvarlegur. Þó var ljóst að morðið var hatursglæpur og vatn á myllu þeirra sem börðust gegn misrétti í garð þeldökkra, sérstaklega í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þess má geta að Roy og Milam eru báðir látnir líkt og flestir þeirra sem voru grunaðir um aðild að morðinu. Þegar málið var tekið til meðferðar fyrir dómstólum sagði Carolyn að Emmett hefði gripið í hönd hennar, hún dregið höndina í burtu en Emmett hefði elt hana bak við afgreiðsluborðið. Þar hefði hann sett hendurnar um mitti hennar og viðhaft dónatal þegar hann sagðist áður hafa verið með hvítri konu. Annar framburður Carolyn, sem í dag er 82 ára, opnar sig um þetta í nýrri bók, The Blood of Emmett Till, sem kemur út í næstu viku. Þar lætur hún merkileg ummæli falla sem eru á þá leið að framburður hennar um þennan þátt málsins, að Emmett hafi áreitt hana kynferðislega, hefði ekki verið sann­ leikanum samkvæmur. „Hún sagði að það væri ekki rétt, en í hreinskilni sagt segist hún ekki muna nákvæm­ lega hvað gerðist,“ segir Timothy B. Tyson, sagn­ fræðiprófessor við Duke­háskóla og höfundur bók­ arinnar. Timothy fékk áhuga á mál­ inu árið 2008 þegar tengda­ dóttir Carolyn hafði samband við hann. Sagð­ ist hún hafa hrif­ ist af annarri bók eftir Timothy og vildi hitta hann. Þar ræddi hún við hann um mál Emmetts og við það kviknaði áhugi hans á mál­ inu, afraksturinn er umrædd bók þar sem hann ræð­ ir meðal annars við Carolyn. Í bók­ inni segir Carolyn meðal annars að skömmu eftir að Emmett var myrtur hafi Roy flutt hana milli staða svo lögregla hefði ekki upp á henni og hún hugsanlega talaði af sér. Segir hún að Roy hafi beitt hana ofbeldi meðan á hjónabandinu stóð, en þau skildu síðar. „Hún virðist hafa verið beitt valdi þegar hún sagði frá málavöxtum á sínum tíma. Henni líður illa yfir þessu og hún glímir augljóslega við samviskubit og sektar kennd,“ segir Timothy við New York Times um málið. Skiptir máli Þó að þessi framburður Carolyn breyti litlu fyrir heildarmyndina skiptir hann máli fyrir aðila máls­ ins, þá sérstaklega aðstandendur Emmetts. „Ég var að vona að ein­ hvern daginn myndi hún opna sig, það skiptir mig máli að hún hafi gert það,“ segir Wheeler Parker, 77 ára frændi Emmetts. „Það er mikil­ vægt að fólk skilji hvernig var litið á orð hvítra gegn svörtum sem lög – og margir blökkumenn létust af þeim sökum. Þetta mál sýnir hvað blökku­ menn þurftu að ganga í gegnum á þessum tíma.“ n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Sagði ósatt Carolyn viður- kennir að hafa sagt ósatt þegar hún sagði að Emmett hefði áreitt hana kyn- ferðislega. Myrtur Emmett var í heimsókn hjá ættingjum sínum í Mississippi þegar hann var myrtur árið 1955. VIÐ ERUM ÓDÝRARI EN ÞIG GRUNAR SPRENGJUVERÐ Á LED FLÓÐKÖSTURUM FYRIR VERKTAKA Ludviksson ehf - Ledljós Flatahraun 31 - Hafnarfirði www.ledljós.is LEDLÝSING VINNUKASTARAR 80-90% SPARNAÐUR Gæði - ábyrgð og brautryðjendur í betri verðum ... 20W og upp í 1000w LED kastarar Bláuhúsin v. Faxafen s: 568 1800 s: 588 9988 s: 511 2500 Kringlunni Skólavördustíg 2 Bestir í sjónmælingum Tímapantanir í síma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.