Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Side 13
Helgarblað 3.–6. febrúar 2017 Fréttir 13 Björgunarsveitin: „eins og önn- ur fjölskylda“ Daníel Þór Ágústsson var nýliði í ferðinni og segir hann að það hafi tekið um fjóra tíma að gera snjó- húsið. „Þegar við höfðum gengið upp Botnssúlur lærðum við hvern- ig gera á snjóhús. Það þarf að hafa nóg af snjó, minnst þriggja metra hátt snjólag. Undir venjulegum kringumstæðum myndi maður byggja snjóhús fyrir einn en á nám- skeiðinu vorum við sex í einu snjó- húsi. Um nóttina var kalt úti, eða um mínus fjórtán gráður. Snjó- húsið var vel einangrað og hélt okkur heitum í gegnum nóttina,“ segir Daníel Þór. „Þetta er afskaplega góður félagsskapur en björgunar- sveitin er eins og önnur fjöl- skylda. Það er líka gott að geta gefið eitthvað af sér,“ segir Daníel Þór sem segir að um- fram allt sé starfið mjög skemmti- legt. Frá því hann byrjaði í þjálf- un, árið 2015, hefur hann sinnt um átta útköllum og tók meðal annars þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur á dögunum. „Ég tók bæði þátt í fín- leitinni á Reykjanesi og svo er ég líka starfandi í bátaflokki sem fínkembdi hafnarsvæðið í Hafnarfirði,“ segir Daníel. Hópheildin hvetur mann áfram Sigrún Ósk segir ótrúlega upplifun fólgna í því að fylgjast með 800 björg- unarsveitum fínkemba Reykjanesið. „Það sem hvetur mann áfram, til að byrja með, er að vera hluti af þessari heild. Það er ótrúlegt að finna fyrir því hvað heildin getur gert mikið, sér- staklega í ljósi síðastliðinna atburða,“ segir hún. „Eina sem þarf til að taka þátt er að vera orðinn 18 ára og hafa áhuga á útivist. Á þjálfunartímabil- inu verða einstaklingar svo færir í að sinna hvers konar útköllum sem geta verið afar ólík,“ segir Sigrún. Þjálfunarferlið samanstendur af námskeiðum aðra hverja helgi og fundum einu sinni í viku yfir 18 mánaða tímabil. Á námskeiðunum læra nýliðarnir rötun, skyndihjálp, ferða- og fjallamennsku, ísklifur, leitartækni, umgengni við þyrlur og meðferð björgunarbáta sveitarinnar. Öll námskeiðin eru kennd af sjálf- boðaliðum sem björgunarsveitin hefur menntað sem leiðbeinendur. Nýliðarnir borga ársgjald upp á 15.000 krónur en öll námskeiðin eru á kostnað sveitarinnar sem útvega nýliðum allan sérhæfðan búnað, svo sem ísaxir, sigbelti og brodda. „Í staðinn gerum við þá kröfu að ný- liðar skuldbindi sig til að taka þátt í starfi sveitarinnar,“ segir Sigrún. Að loknu þjálfunarferli verða nýlið- ar fullgildir björgunarsveitarmenn. Þá geta þeir bætt við sig ýmsu sér- námi svo sem fjallabjörgun eða leit að fólki. „Það er alveg ljóst að áhugi á okkar starfi hefur aukist“ Nýliðaþjálfun hefst á haustin ár hvert og fer fram af björgunarsveit- um á landsvísu. Það sem hvetur nýliða og björgunarsveitarmenn áfram er kröftug hópheild sem landsmenn hafa sérstaklega fylgst með síðastliðinn mánuð. „Það er alveg ljóst að áhugi á okkar starfi hefur aukist,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við DV. Hann segir að þegar nýliðastarf hefst á ný í haust muni koma í ljós hvort nýliðnir atburðir verði til þess að fleiri taki þátt í starfi björgunar- sveitanna en áður. n „Um nóttina var kalt úti eða um mínus fjórtán gráður. Snjóhúsið var vel einangrað og hélt okkur heitum yfir nóttina. Finna hentugan stað í snjóhengjunni „Þegar búið er að velja stað þarf að hefjast handa og grafa sig ofan í sjóinn,“ segir Sigrún Ósk. Mynd daníel Þór Ágústsson „eins og önnur fjölskylda“ Daníel Þór segir að umfram allt sé starfið afskaplega skemmti- legt og félagsskapurinn góður. Mynd daníel Þór Ágústsson Kúnst að byggja snjóhús „Það þarf til dæmis að ganga úr skugga um að rúmið sé hærra en gólfið því það kemur svo gríðarlegur kuldi upp úr gólfinu,“ segir Sigrún Ósk. Mynd daníel Þór Ágústsson sterk hópheild „Það sem hvetur mann áfram, til að byrja með, er að vera hluti af þessari heild. Það er ótrúlegt að finna fyrir því hvað heildin getur gert mikið,“ segir Sigrún Ósk. Mynd daníel Þór Ágústsson sjálfbjarga á vetrarkvöldum Nýliðar læra að vera sjálfbjarga í íslenskri náttúru, hvernær sem er sólahrings, allan ársins hring. Mynd daníel Þór Ágústsson Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán. - fös. 10-18, lau. 11-18 & sun. 12-16 Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is Blóm og gjafavara við öll tækifæri Góð og persónuleg þjónusta Skírn - Fermingar - Brúðkaup - Samúð - Útfarir Léttu á þér í meistaramánuði 20% afsláttur af Neera sítrónukúr í febrúar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.