Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Side 44
Helgarblað 3.–6. febrúar 201736 Fólk Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is Hvar eru þessar barnastjörnur í dag? Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar hafa þó nokkrar barnastjörnur orðið til á Íslandi í gegnum tíðina. Sumar þeirra voru áberandi á tímabili á meðan aðrar áttu langan og farsælan feril. Sumar hafa haldið áfram í skemmtanabransanum og átt miserfitt með að hrista af sér barnastjörnustimpilinn. Svo eru aðrar sem létu frægðina í barnæsku nægja og sneru sér að öðrum hlutum á fullorðinsárum. Bræðurnir Rúnar og Arnar Halldórssynir voru búsettir í Noregi á fyrri hluta tíunda áratugarins og nutu gríðarlega vinsælda þar í landi sem dúettinn The Boys. Alls komu út þrjár hljómplötur með bræðrunum, sem léku á gítara og sungu klassíska rokkslagara, íklæddir rauðum silkiskyrtum og hvítum buxum. Dúettinn leystist upp þegar bræð- urnir fluttu heim til Íslands á ný árið 1996 og aðrir hlutir tóku við. Rúnar er í dag búsettur í Uppsölum í Svíþjóð þar sem hann rekur arkitektastofu ásamt fleirum. Arnar býr í Ósló og starfar sem svokallaður „design director“ á auglýsingastofu. Hvorugur þeirra ákvað að sækjast eftir frekari frama í tónlistinni eftir velgengni The Boys. „Eftir að við komum til Íslands þá vildum við bara fá að vera venjulegir unglingar,“ segir Rúnar. Arnar rifjar upp að eitthvað hafi verið um áreiti eftir að bræðurnir komu aftur til Íslands. „Það voru alveg einhver skot. Ég man eftir atviki þar sem einhver strákur ætl- aði að safna liði og berja Rúnar. Hann var svo brjálaður af því að tveimur árum áður hafði kærastan hans hætt með honum af því að hún var svo skotinn í „Rúnari úr The Boys“. Á tímabili kallaði ég mig Ella af því að ég vildi ekki vera þekktur sem „Arnar úr The Boys.“ Rúnar bætir við að eftir að þeir bræður komust á fullorðinsár hafi nánast allt áreiti hætt. „En fólk man alltaf eftir The Boys. Ég held að fólk sé ekkert að fara að gleyma okkur.“ Á sínum tíma var seldur margs konar varningur með myndum af íslensku bræðr- unum, svo sem bolir, derhúfur og pennar, og einhvers staðar liggja eftir kassettur. „Úff, ég á ekkert af þessu ennþá. Ég held að mamma eigi þetta í einhverjum kössum heima,“ segir Rúnar hlæjandi. Hann segir að The Boys tímabilið hafi eingöngu verið jákvæð reynsla. „Þetta var bara rosalega gaman. Við kynntumst fjölda fólks og erum ennþá í sambandi við sumt þess.“ Arnar tekur í sama streng. „Við fengum að ferðast um Noreg og víðar um heiminn og þetta var frábær tími. Svo tóku aðrir hlutir við.“ Hótað barsmíðum Sturla Sighvatsson lék titilhlutverkið í Benjamín dúfu sem kom út árið 1994, en margir vilja meina að þar sé á ferð ástsælasta barnamynd íslenskrar kvikmyndasögu. Sturla kom fram í fleiri kvikmyndum og sjónvarpsþátt- um og fór með hlutverk Emils í Kattholti í langlífri sýningu Þjóðleikhússins á verkinu. Hann lauk námi í viðskiptalög- fræði við Háskólann á Bifröst og starfar í dag við fasteignaþróun og uppbyggingu og í sér- hæfðum fjárfestingum. Hann hefur þó ekki algjör- lega sagt skilið við leiklistina þar sem hann hefur komið að talsetn- ingu á tugum teiknimynda undanfarin ár. Hann man ekki eftir að hafa orðið fyrir neikvæðu áreiti í tengslum við að hafa verið áberandi í sviðsljósinu á viðkvæm- um aldri. „En þetta er svolítið súrrealískt í minningunni. Ég fékk mörg hundruð bréf send heim og man eftir heilu stelpu- hópunum sem komu og bönkuðu upp á til að spjalla,“ segir hann og kveðst svo sannarlega ekki sjá eftir þessum tíma. „Alls ekki. Þetta var frábær tími og þessi reynsla mótaði mig mjög mikið sem persónu. Þá meina ég á góðan hátt. Ég bý að þessu alla ævi. Það er þroskandi fyrir krakka á þessum aldri að að vera settur inn á ákveðinn ramma og vera að vinna í þessum fullorðinsheimi.“ Hann segir fólk svo sannar- lega ekki hafa gleymt Benja- mín dúfu. „Fólk er endalaust á minnast á hann við mig! Árum saman fékk ég að heyra kallað „Hei, Benjamín dúfa!“ á eftir mér niðri í bæ. Stelpur hafa komið upp að mér á barnum og sagt að ég sé æskuástin þeirra á meðan strákar hafa heimtað að fá taka mynd af sér með mér,“ segir Sturla sem kveðst þó kippa sér lítið upp við áreitið. „Mér finnst bara frábært að sjá hvað myndin á sér fastan stað í hugum og hjörtum fólks. Hún hefur elst mjög vel, enda er þetta tímalaus og klassísk saga um falleg gildi. Ég er mjög stoltur af því að hafa verið partur af henni. Myndin er náttúrlega ekki með þennan klassíska „happy ending“ og það er örugglega þess vegna sem hún hefur haft þessi áhrif á fólk. Hún tikkar í öll boxin.“ Það má með sanni segja að Ruth Reginalds sé ein allra skærasta barnastjarna Íslandssögunnar en hún söng inn á sína fyrstu metsöluplötu árið 1975, þá tíu ára gömul. Í kjölfarið fylgdu sex stórar plötur á fimm árum. Hún varð landsþekkt og sló í gegn með fjölmörgum lögum á borð við Róbert bangsi, Ósk mín skærasta, að ógleymdu Reykingalaginu. Hin unga stjarna var áberandi í sviðs- ljósinu: kom fram í fjölmiðlum og söng opinberlega og ferðaðist um landið með poppsveitinni Brunaliðinu. Frægðin var þó ekki alltaf dans á rósum fyrir Ruth sem gerði upp barnastjörnu- tímabilið í ævisögu sinni sem kom út árið 2003 og greindi meðal annars frá grimmi- legu einelti af hálfu skólafélaga sem áttu erfitt með að sætta sig við vinsældir henn- ar. Hún kveðst hafa sokkið djúpt í neyslu áfengis og fíkniefna á unglingsárum, um svipað leyti og hún söng með rokk- og pönkhljómsveitum en fór loks í meðferð 21 árs gömul. Næstu árin söng hún inn á ýmsar safnplötur og kom fram í sönglaga- keppnum og þá kom sólóplata hennar, Ruth, út árið 2000, sú fyrsta í 20 ár. Ruth fluttist til Bandaríkjanna árið 2005 og er nú búsett í Vista í Kaliforníu ásamt bandarískum eiginmanni sínum og níu ára dóttur. Lítið hefur heyrst í henni á tónlistarsviðinu síðustu misseri. Frægðin var ekki dans á rósum „Hei, Benjamín dúfa!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.