Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 24
Helgarblað 3.–6. febrúar 201724 Fólk Viðtal „Enginn gEtur barist að Eilífu gEgn ofurEfli“ Þ ann 16. desember 2014 birtu íslenskir fjölmiðlar fréttir af því að lýst væri eftir tvítugum Íslendingi, Þorleifi Hallgrími Kristínarsyni, sem hafði verið týndur í fjóra daga. Hann fór út að skemmta sér í bænum Fredrikshavn í Danmörku á föstudagskvöldi en skilaði sér aldrei heim til sín. Hvarf hans var ráðgáta. Tveimur dögum síðar var tilkynnt um að leit hefði verið hætt. Greint var frá því að í myndskeiði frá öryggismyndavélum sæist maður sem líktist Þorleifi klifra inn á afgirt hafnarsvæði og talið væri að hann hefði endað í höfninni. Aldrei var þó greint frá því að til væri myndband þar sem Þorleifur sést standa við bryggjusporðinn í Fredrikshavn eitt andartak og hugsa sinn gang. Síðan tekur hann ákvörðun og stekkur í faðm Ægis. DV ræddi við móður Þorleifs, Kristínu Hildi Þorleifsdóttur, um harmsögu sonar hennar, sem hófst með hræðilegum veikindum á barnsaldri sem ollu því að Þorleifur „brann“ fyrir augum móður sinnar og missti 60 prósent af húð sinni. Það var upphafið á átta ára stríði fyrir dómstólum, einelti og barsmíðum. Að hennar sögn brást kerfið Þorleifi og hann átti sér ekki viðreisnar von. „Hvert sem hann sneri sér þá rakst hann á veggi,“ segir Kristín Hildur um átakanlegt fráfall frumburðar síns. „Ég horfði á hann brenna“ Mæðginin fluttu til Danmerkur árið 1995 en þá var Þorleifur aðeins eins árs gamall. Bróðurpart þessara tveggja áratuga bjuggu mæðginin í eða í grennd við Hanstholm, litlum útgerðarbæ í Norður-Jótlandi þar sem ferjan Smyril Line kemur að höfn frá Seyðisfirði. Þorleifur var heilbrigður og kátur drengur fyrstu árin þar til ógæfan dundi yfir þegar hann var sex ára gamall. Hann veikt- ist af vægri flensu og leitaði Kristín Hildur til læknis til að fá bót meina hans. Læknirinn ávísaði hálfri panó- díl til að vinna á veikindunum en allt kom fyrir ekki. Ástandi Þorleifs hrak- aði stöðugt. Hann var lagður inn á Thisted-spítala tveimur dögum síð- ar og var þá gríðarlega kvalinn. „Ég horfði á hann brenna upp fyrir fram- an augun á mér. En ég gat ekkert að gert. Ég get ekki einu sinni reynt að lýsa því með orðum hversu hræðileg tilfinning þetta var. Vanmátturinn var algjör en ég trúði og treysti því að læknarnir vissu hvað þeir væru að gera,“ segir Kristín Hildur. Greindur með ofnæmi Fjórum dögum síðar kom í ljós að Þorleifur litli var með heiftarlegt of- næmi fyrir parasetamóli, sem er lykilhráefni í verkjalyfjum eins og panódíl. Þá höfðu læknarnir meðal annars meðhöndlað Þorleif eins og hann þjáðist af mislingum. Litli drengurinn var að lokum fluttur á sjúkrahúsið í Árósum þar sem læknar uppgötvuðu hvaða amaði að og rétt meðferð hófst. „Þorleifur var við dauðans dyr og lá sofandi í öndunarvél í tæpar sjö vikur. Hann fékk blöðrur, eins og eftir bruna- sár, um allan líkamann og missti 60 prósent af húð sinni,“ segir Kristín Hildur. Þegar litli drengurinn vakn- aði loks upp þá voru kvalirnar óbærilegar. Alls þurfti hann að dvelj- ast í 14 mánuði á sjúkrahúsi. Kallaður „Scarface“ Sýkingin náði í augu hans og gerði að verkum að hann missti sjón á hægra auga. Það var svo illa farið að taka þurfti húð úr kinn Þorleifs til þess að græða yfir augað. „Augn- lokin greru við augað og læknarnir gerðu gat á þau. Það gerði að verkum að hornhimnan á auganu eyddist smátt og smátt upp.“ Litli drengur- inn hafði veikindin af en ljóst var að líf hans yrði aldrei samt. „Hann var alsettur örum og sárum um allt and- litið og líkamann. Hann var svo illa farinn að hann þurfti að fara í endur- hæfingu og læra að ganga upp í nýtt. Hann þurfti að dveljast í 14 mánuði á sjúkrahúsi en hann stóð sig eins og hetja,“ segir Kristín Hildur. Þorleifur missti eðli málsins sam- kvæmt talsvert úr skóla á þessum erf- iða kafla í lífi sínu og þegar hann mætti loks þá var honum ekki tekið hlýlega. Fljótlega hófu krakkar í skólanum að stríða honum og hann fékk að heyra háðsglósur um útlit sitt. Móðir hans sá að þetta gæti ekki gengið og brá á það ráð að taka Þorleif úr almennum grunnskóla og setja hann í einkaskóla þar sem hann fékk frið fyrir grimmd skólafélaganna. Hann bjó hjá ömmu sinni og afa á Mors-eyju í Limafirði virka daga þar sem hann sótti skól- ann og fór síðan heim til móður sinn- ar og systkina um helgar. Þorleifur naut sín vel í einkaskólanum og þar hætti áreitið. Hann flutti síðan aftur til Hanstholm um fermingaraldurinn og þá hófst eineltið aftur. „Hann var meðal annars kallaður „Scarface“ og var reglulega fórnarlamb barsmíða. Honum leið mjög illa en sem betur fer átti Þorleifur alltaf góða vini sem hjálpuðu honum í gegnum þetta. En þessi illgirni tók að sjálfsögðu veru- lega á hann,“ segir Kristín Hildur. Augað stóð út úr tóftinni Sjálf átti hún mjög erfitt með að sætta sig við afleiðingar veikinda Þorleifs. „Ég varð sjálf fyrir óhappi þegar ég varð sex ára. Ég var í sveit hjá ömmu og afa en þau tóku reglulega að sér erfið ungmenni. Eitt sinn var ég að rífast við eldri strák um hver ætti að sitja fram í þegar hann sló mig í and- litið með hvössu verkfæri. Ég hljóp inn til ömmu og þá kom í ljós að gat var komið á augasteininn,“ segir Kristín. Afleiðingar árásarinnar urðu þær að hún hélt auganu en missti alveg sjónina á því. „Þetta hafði mikil áhrif á mig. Augasteinninn var saum- aður og ég fór í nokkrar aðgerðir til að reyna að bjarga sjóninni. Með- al annars var settur leppur yfir heila augað til að laga hið meidda. Þetta gerði að verkum að mér gekk illa að læra að lesa og skrifa. Ég kunni bara að vera blind. Þessi erfiða reynsla úr æsku minni varð eflaust til þess að ég varð gjörsamlega örvilnuð þegar ljóst var að Þorleifur væri að missa sjónina á öðru auga á sama aldri og ég,“ segir Kristín Hildur. Vann sigur eftir átta ára baráttu Í framhaldi af veikindum sonar síns hafi hún að öllum líkindum n Þorleifur Kristínarson hvarf sporlaust í Danmörku fyrir tveimur árum n Lík hans hefur ekki fundist n Móðir Þorleifs segir harmsögu hans Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Þorleifur H. Kristínarson Hann hvarf þann 12. desember 2014 og hefur aldrei fundist. Fjölskylda hans fékk að sjá myndband þar sem hann sést stökkva fram að höfninni í Fredrikshavn í Danmörku. Þorleifur þurfti að glíma við mikið mótlæti allt sitt líf. „Hann var meðal annars kallaður „Scarface“ og var reglu- lega fórnarlamb bar- smíða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.