Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 34
Helgarblað 3.–6. febrúar 201726 Fólk Viðtal Eitt sinn fannst hann skólaus í felum inni í ókunnugum stigagangi. Þá taldi hann sig þurfa komast í skjól frá umheiminum,“ segir Kristín Hildur. Hún hafði verulegar áhyggjur af syni sínum og fann hvað honum leið illa þrátt fyrir að hann reyndi að bera sig vel. „Hann upplifði alls staðar mótlæti og það er takmarkað hvað einn einstaklingur getur þol­ að af því. Ég reyndi að fá hann til að flytjast heim til Íslands, til ættingja okkar hér á landi en hann tók því fá­ lega,“ segir hún. Þorleifur upplifði þó mjög góða kafla inni á milli og Kristínu Hildi er sérstaklega minn­ isstætt símtal 6. desember, innan við viku áður en Þorleifur hvarf. „Þá fór hann á tónleika með uppáhalds­ hljómsveitinni sinni og skemmti sér frábærlega. Ég talaði aðeins við hann í síma og hann var alsæll,“ segir Kristín Hildur. „Ég fer mínar leiðir“ Kvöldið afdrifaríka, 12. desember 2014, fór Þorleifur til Fredrikshavn til að skemmta sér. Það kvöld heyrði hann í móður sinni í síma í hinsta sinn. „Hann var frekar leiður og ég hafði áhyggjur af honum. Hann var nýhættur með kærustu sem hafði tekið saman við annan strák og ég vissi að honum hafði sárnað það mjög. Ég bað hann um að passa vel upp á sig og þá varð hann enn leiðari. Eftir á að hyggja þá vissi hann að þetta yrði í síðasta skipti sem hann talaði við mig og hann átti erfitt með að kveðja. Við spjölluðum aðeins saman og síðustu orðin sem hann sagði, áður en hann kvaddi, voru: „Ég fer mínar leiðir“, segir Kristín Hildur. Hún hafi ekki áttað sig á merkingu þeirra þá en síðan hafi setningin ásótt hana. „Ég varð að fá þetta uppgjör“ Sólarhringur leið þar til tilkynnt var um hvarf Þorleifs. „Ég var stödd á bingókvöldi skammt frá heimili mínu. Það var svo skrítið að allt í einu þyrmdi yfir mig og ég fann að eitt­ hvað var í gangi. Þá hringdi síminn hjá umsjónarmanni kvöldsins sem var afar vandræðalegt enda var hann nýbúinn að biðja alla um að slökkva á símum og ganga frá þeim. Þá var verið að leita að mér. Skömmu síðar náði sambýlismaður minn í mig og sagði mér að Þorleifs væri saknað. Þá vissi ég að eitthvað hræðilegt hefði gerst,“ segir Kristín Hildur. Samkvæmt öryggismyndavélum sást Þorleifur yfirgefa krá í Fred­ rikshavn kl. 6.20 og ganga í átt að höfninni. Eins og áður segir fjöll­ uðu danskir og íslenskir fjölmiðlar um málið en aðeins var greint frá því að Þorleifur hefði sést klifra yfir girðingu hjá höfninni og síðan hefði leit verið hætt nokkrum dög­ um síðar. Sannleikurinn var hins vegar sá að lögreglan uppgötvaði annað myndband þar sem Þorleifur sést standa á hafnarbakkanum og síðan stökkva út í opinn dauðann. „Lögreglan ætlaði ekki að sýna mér myndbandið og réð mér í raun al­ farið frá því að horfa á það. Ég varð hins vegar að fá að vita alla söguna og sjá hvernig hann bar sig að. Hvort hann hafi verið tví stígandi eða jafn­ vel hrasað út í höfnina. Ég varð að fá þetta uppgjör og ég er sátt við að hafa lagt þetta á mig,“ segir Kristín Hildur. Hún segist hafa fellt nokkur tár við að horfa á myndbandið en síð­ an hafi hún horft á lögreglumann­ inn sem stóð á móti henni og sagt að hún skildi ákvörðun sonar síns. „Hann var búinn að fá nóg. Hvert sem hann sneri sér þá rakst hann á veggi og hann gat ekki meira,“ segir Kristín Hildur klökk. Líkið ófundið Hún er afar ósátt við viðbragðstíma lögreglu vegna hvarfs Þorleifs. „Lögreglan byrjaði ekki að leita af alvöru fyrr en á þriðjudegin­ um. Þá finna þeir þessi mynd­ bönd og sjá nákvæmlega hvar hann stekkur,“ segir Kristín Hildur. Að­ eins var leitað í höfninni í tvo daga með sónartækjum en síðan var leitin blásin af. Mikil skipaumferð og sterkir straumar eru á svæðinu og var það mat sérfræðinga að lík­ ið hefði rekið á haf út. „Ef lögreglan hefði brugðist fyrr við þá hefðu þeir fundið son minn. Þeir vildu ekki einu sinni kalla til kafara til að leita. Það var leitað með hálfum huga og það er hræðileg tilhugsun að dreng­ urinn minn sé ekki fundinn,“ segir Kristín Hildur. Hún telur að ekki hafi verið leitað nægilega vel í höfn­ inni og brá því á það ráð að fá lið­ sinni hóps í Danmörku sem leitar að týndu fólki. „Þeir ætluðu að fá bát til þess að leita almennilega í höfn­ inni en fengu ekki leyfi til þess. Það var karpað um það í fjóra mánuði en síðan þurfti hópurinn frá að hverfa. Það var afar sárt að upplifa þetta fullkomna áhugaleysi á því að finna son minn,“ segir Kristín Hildur. Mikill söknuður Tíminn frá fráfalli Þorleifs hefur reynst Kristínu Hildi og fjölskyldu hennar erfiður. „Við reynum að tak­ ast á við þessi hversdagslegu verk­ efni og tíminn læknar sárin að hluta. Ég þarf að sinna fjórum börnum og ég veit eiginlega ekki hvar ég væri án þeirra. En ég sakna Þorleifs gríðar­ lega og hugsa mikið til hans. Allt sem minnir mig á þennan tíma þegar hann hvarf veldur mér verulegu hugarangri,“ segir Kristín Hildur. Haldnar voru minningarathafnir um Þorleif í Danmörku og á Íslandi þar sem ættingjar og vinir komu saman. Þar voru mörg hlý orð látin falla sem fjölskyldunni þótti afar vænt. Meðal annars hélt fyrrverandi kennari Þor­ leifs stutta tölu þar sem fram kom að af öllum nemendunum í bekknum þá hefði hann talið Þorleif þann síð­ asta til að hljóta þessi örlög. „Það var af því að hann barðist eins og ljón í gegnum erfiðleikana. En enginn get­ ur barist að eilífu gegn ofurefli,“ segir Kristín Hildur. n Hafnarsvæðið í Fredrikshavn Hér kaus Þorleifur H. Kristínarson að binda enda á líf sitt í desember 2014. „Hann var búinn að fá nóg. Hvert sem hann sneri sér þá rakst hann á veggi og hann gat ekki meira. Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira 5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.