Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 27
Helgarblað 3.–6. febrúar 2017 Kynningarblað - Hádegismatur 3 Fyllilega þess virði að keyra í korter fyrir Háleynileg uppskrift BK Kjúklingur, ferskur matur fyrir alla í hádeginu B K Kjúklingur er sívinsæll á meðal íslenskra matgæð­ inga enda er maturinn alveg einstaklega góður og ferskur. Kjötið er af íslenskum fugl­ um sem aldir eru hér á landi og kem­ ur allt frá Matfugli. BK Kjúklingur kaupir eingöngu nýslátraðan kjúkling, aldrei frosinn og leggur þar að auki mikið upp úr ferskleika hrá­ efnisins. Hjá BK Kjúklingi starfa í kringum 15 manns í fullri vinnu og í hlutastarfi. „Því náum við að anna þeirri gríðarlegu aðsókn sem er í kjúklinginn okkar,“ segir eigandinn, Haraldur Örn Hannesson, eða Halli eins og hann er yfirleitt kallaður. Hádegismaturinn „Það er alltaf nóg að gera hjá okkur í hádeginu líkt og á kvöldin. Í hádeg­ inu keyrum við mest á réttum sem við köllum Einstaklingstilboð, Hollt er gott og svo réttum með Mexíkó­ ívafi. Við fáum bæði töluvert af við­ skiptavinum sem borða á staðnum og svo koma hingað einstaklingar og fyrirtæki sem panta mat til að taka með. Einnig erum við með heimsendingarþjónustu í gegnum aha.is,“ segir Halli. Fyrir utan mat­ seðilinn býður BK Kjúklingur upp á sérmatseðla fyrir íþróttahópa, skólaferðahópa og aðra stærri hópa. Þess má geta að BK Kjúklingur rekur einnig frábæra veislu­ og grillþjón­ ustu samhliða veitingastaðnum, sem hægt er að panta fyrir hvers kyns veislur, bæði úti og inni. BK Kjúkling­ ur er með mat fyrir alla. Einstaklingstilboð Þar á meðal eru ýmsar girnilegar máltíðir eins og hálfur eða 1/4 kjúklingur, kjúklingabitar og ýmsar máltíðir í brauði svo sem borgarar, pítur og samlokur. Mexíkóskir réttir Við bjóðum upp á nokkra rétti sem eiga uppruna sinn í Mexíkó og eru þeir réttir gríðarlega vinsælir. Þar bjóðum við upp á Burritos, Quese­ dillas sem við fyllum með einhverju af eftirtöldu: Nautakjöti, kjúklingi og/eða grænmeti. Þessir réttir innihalda allir ferskt salat, hrís­ grjón, sýrðan rjóma, guacamole og sódavatn. Einnig erum við með supernachos og nachos með ostasósu. Hollt er gott BK Kjúklingur er með þónokkrar hollar og girnilegar kjúklinga­ máltíðir á matseðlinum. Þar má nefna Tex Mex kjúklingamáltíð sem samanstendur af úrbeinuðum kjúklingalærum, brúnum hrísgrjón­ um, grilluðum tómati, salati og sós­ um. Öllum máltíðum sem nefnd­ ar eru „Hollt er gott“ fylgir ískaldur toppur að eigin vali. Háleynileg uppskrift BK Kjúklingur var stofnað árið 1994 og fyrir 16 árum tók Halli við rekstri staðarins. Hann er jafnframt þriðji eigandi staðarins. Aðspurður um hvað BK stendur fyrir segir hann að um sé að ræða tilbúið vörumerki og því miður viti hann ekki hvað­ an hugmyndin að nafninu kom. En BK Kjúklingur stendur þó fyrir sínu með háleynilegri uppskrift að góm­ sætri kjúklingamaríneringu sem hefur fylgt staðnum frá upphafi og heldur betur slegið í gegn hjá ís­ lenskum matgæðingum. BK Kjúklingur er að Grensásvegi 5, 108 Reykjavík. Boðið er upp á heimsendingarþjónustu frá 11–22 alla daga. Hægt er að panta mat í síma: 588­8585 eða í gegnum vef­ síðuna aha.is. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu staðarins bkkjuklingur.is og á Facebook­síð­ unni. n Hollt er gott Hálfur kjúklingur með sósu, grjónum, maís og salati. Myndir Sigtryggur Ari Einstaklingstilboð Kjúklingasamloka. Hollt er gott Kjúklingabringa með hrísgrjónum, sósu og salati. Einstaklingstilboð Kjúklingabitar með frönskum, hrásalati og sósu. Hollt er gott Girnilegt kjúklingasalat með fetaosti og ólífum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.