Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 19
Helgarblað 3.–6. febrúar 2017 Fréttir Erlent 19 Í takt við tímann • Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa. • Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum. frakt flutningsmiðlun / sundagörðum 2 , 104 reykjaVík / sími: 520 1450 Iman Fyrirsæta Fyrirsætan Iman, eða Zara Mohamed Abdulma­ jid, fæddist í Sómalíu árið 1955. Hún flutti ung til Bandaríkjanna þar sem hún hóf fyrirsætuferil sinn. Iman var á hátindi ferilsins á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar og af mörg­ um talin brautryðjandi á sínu sviði. Iman giftist tónlistarmanninum David Bowie árið 1992 og voru þau hjón allt þar til Bowie lést á liðnu ári. Steve Jobs Stofnandi Apple Frumkvöðullinn Steve Jobs, einn af stofnendum tölvurisans Apple, var sonur Abdulfattah Jandali sem fæddist í Homs í Sýrlandi en flutti til Bandaríkjanna til að stunda háskólanám. Þar kynntist Abdulfattah móður Jobs. Jobs, sem lést árið 2011, var síðan ættleiddur skömmu eftir fæðingu af hjónunum Paul Reinhold Jobs og Clöru Hagopian. Líffræðileg móðir Jobs var bandarísk en af þýskum og svissneskum ættum. Hún varð ólétt að Jobs sumarið 1954 þegar hún og Jandali heimsóttu fjölskyldu Jandali í Homs. Þar sem þau voru ekki gift var litið á það sem skömm að eign­ ast barn utan hjónabands. Af þeim sökum, meðal annars, var Jobs gefinn til ættleiðingar. Alia Shawkat Leikkona Alia Shawkat er einna best þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Arrested Development þar sem hún túlkaði Maeby Fünke á eftirminnilegan hátt. Shawkat, sem er 28 ára, hef­ ur leikið í fjölmörgum þáttum og bíómyndum síðan þá. Faðir henn­ ar, Tony Shawkat, flutti frá Írak til Bandaríkjanna árið 1978. Tony þessi er einnig leikari en hann kom meðal annars fram í myndinni Three Kings frá árinu 1999. Paula Abdul Tónlistarkona Paula Abdul, sem var dómari í American Idol um árabil, á ættir að rekja til Sýrlands. Faðir hennar, Harry Abdul, fæddist í Aleppo í Sýrlandi en ólst að mestu upp í Brasilíu, eða allt þar til hann flutti til Bandaríkj­ anna ásamt fjölskyldu sinni. Paula er mjög þekkt í tónlistar­ heiminum í Bandaríkjunum og hefur hún verið tilnefnd til og unnið til fjölmargra verðlauna á því sviði. Brandon Saad Landsliðsmaður í íshokkí Brandon Saad er 23 ára íshokkíleikmaður hjá Columbus Blue Jackets. Hann hefur unnið Stanley­ bikarinn tvisvar með Chicago Blackhawks og var valinn í stjörnulið NHL­deildarinnar í fyrra. Þá er Brandon landsliðsmaður Bandaríkjanna í íþróttinni. Faðir Saads er sýrlenskur flóttamaður sem kom til Bandaríkjanna 18 ára gamall. Frændsystkin Brandons eru enn búsett í hinu stríðshrjáða landi. Sean Rad Frumkvöðull og stofnandi Tinder Sean Rad er þekktastur sem einn af mönnunum á bak við stefnumótasmáforritið Tinder. Rad er sonur íranskra hjóna sem fluttu til Los Angeles á áttunda áratug liðinnar aldar. Foreldrar hans unnu í tæknigeiranum og Rad fylgdi í fótspor þeirra. Rad stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki 18 ára gamall áður en Tinder fór í loftið árið 2012. F. Murray Abraham Óskarsverðlaunaleikari F. Murray Abraham, 77 ára, er bandarískur leikari sem vann til Óskarsverðlauna árið 1984 fyrir leik sinn í myndinni Amadeus. Abraham, sem fæddist árið 1939, er sonur Fahrid Abraham, bifvélavirkja sem flutti til Bandaríkjanna fimm ára gamall frá Sýrlandi. Fjölskylda Fahrids flúði frá Sýrlandi í kjölfar hungursneyðar sem þar ríkti. Abraham hefur leikið í fjölda kvikmynda á ferli sínum, meðal annars All the President‘s Men, Scarface og nú síðast The Grand Budapest Hotel. Þá leikur hann einnig í þáttunum Homeland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.