Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 12
Helgarblað 3.–6. febrúar 201712 Fréttir „Mikil kúnst að byggja snjóhús“ n Þjálfunarferli nýliða í björgunarsveitunum tekur 18 mánuði n Gistu í fimbulkulda í snjóhúsi um liðna helgi Y firleitt erum við kölluð út í brjáluðum aðstæðum,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir, björgunarsveitarkona í Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi. „Þegar við höldum af stað með 40–50 manns er mikilvægt að björg- unarsveitarmennirnir týnist ekki sjálfir og því verða þeir að vera sjálf- bjarga,“ segir Sigrún. Til þess að geta orðið sjálfbjarga í íslenskri náttúru og hæfir til að bjarga öðrum þurfa nýlið- ar að ganga í gegnum átján mánaða þjálfun. Þar læra þeir meðal annars að koma sér fyrir í snjóhengju þar sem þeir gista á köldum vetrarnótt- um. DV skoðaði hvað þarf að gera til að gerast meðlimur í björgunarsveit- um landsins. Seinustu helgi lauk námskeiði í vetrarfjallamennsku. „Þá gengum við upp Botnssúlur þar sem þaulvanir menn kenndu nýliðunum að byggja snjóhús. Fyrst þurftu nýliðarnir að finna stað í snjóhengjunni með því að lesa snjóalögin og meta hvort þar væri snjóflóðahætta eða ekki. Þegar búið var að velja stað þurfti að hefjast handa og grafa sig ofan í snjóinn. Það er mikil kúnst að gera snjóhús, það þarf til dæmis að ganga úr skugga um að rúmið sé hærra en gólfið því það kemur svo gríðarlegur kuldi upp úr gólfinu,“ segir Sigrún Ósk. Námskeið í vetrarfjalla- mennsku Nýliðar læra að vera sjálfbjarga í verstu að- stæðum. MyNd daNíel Þór ÁgústssoN Nóg af snjó Þegar komið var upp á Botnssúlur þurfti að finna stað þar sem nægur snjór var til að byggja snjóhús sem rúmaði sex manns. MyNd daNíel Þór ÁgústssoN Heiða Vigdís sigfúsdóttir heida@dv.is IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Þú færð hákarl og súran hval í öllum helstu matvöruverslunum. ÞORRAMATUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.