Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Page 12
Helgarblað 3.–6. febrúar 201712 Fréttir „Mikil kúnst að byggja snjóhús“ n Þjálfunarferli nýliða í björgunarsveitunum tekur 18 mánuði n Gistu í fimbulkulda í snjóhúsi um liðna helgi Y firleitt erum við kölluð út í brjáluðum aðstæðum,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir, björgunarsveitarkona í Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi. „Þegar við höldum af stað með 40–50 manns er mikilvægt að björg- unarsveitarmennirnir týnist ekki sjálfir og því verða þeir að vera sjálf- bjarga,“ segir Sigrún. Til þess að geta orðið sjálfbjarga í íslenskri náttúru og hæfir til að bjarga öðrum þurfa nýlið- ar að ganga í gegnum átján mánaða þjálfun. Þar læra þeir meðal annars að koma sér fyrir í snjóhengju þar sem þeir gista á köldum vetrarnótt- um. DV skoðaði hvað þarf að gera til að gerast meðlimur í björgunarsveit- um landsins. Seinustu helgi lauk námskeiði í vetrarfjallamennsku. „Þá gengum við upp Botnssúlur þar sem þaulvanir menn kenndu nýliðunum að byggja snjóhús. Fyrst þurftu nýliðarnir að finna stað í snjóhengjunni með því að lesa snjóalögin og meta hvort þar væri snjóflóðahætta eða ekki. Þegar búið var að velja stað þurfti að hefjast handa og grafa sig ofan í snjóinn. Það er mikil kúnst að gera snjóhús, það þarf til dæmis að ganga úr skugga um að rúmið sé hærra en gólfið því það kemur svo gríðarlegur kuldi upp úr gólfinu,“ segir Sigrún Ósk. Námskeið í vetrarfjalla- mennsku Nýliðar læra að vera sjálfbjarga í verstu að- stæðum. MyNd daNíel Þór ÁgústssoN Nóg af snjó Þegar komið var upp á Botnssúlur þurfti að finna stað þar sem nægur snjór var til að byggja snjóhús sem rúmaði sex manns. MyNd daNíel Þór ÁgústssoN Heiða Vigdís sigfúsdóttir heida@dv.is IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Þú færð hákarl og súran hval í öllum helstu matvöruverslunum. ÞORRAMATUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.