Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 41
Helgarblað 3.–6. febrúar 2017 Heilsa 33 Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi Sími: 562 5900 www.fotomax.is Ömmu og afa bollar í miklu úrvali Fæst í vefverslun og í verslun okkar að Höfðabakka 3 M illirifjagigt getur verið af ýmsum toga en um er að ræða verki í síðu eða brjóstkassa sem versnar við djúpa öndun eða aðr- ar hreyfingar. Oftast er um að ræða festumein í festingum millirifjavöðva en festumein er bólga á staðnum þar sem sin festist við bein. Svipuð ein- kenni og við festumein geta einnig stafað af stirðleika í liðamótum þar sem rifbeinin tengjast hryggnum, við þursabit eða brjósklos í brjóst- eða hálshrygg. Einkennin koma oftar fram hjá kyrrsetufólki og gjarn- an í vinstri síðu hjá rétthentum og er ástæðan sú að meiri hreyfing og lið- leiki er á hægri hluta bolsins hjá rétt- hentum og myndast minni spenna og stirðleiki þeim megin. Öndun er af tvennum toga, kvið- öndun sem stjórnast af þindinni og brjóstöndun sem stjórnast af milli- rifjavöðvum. Við millirifjagigt getur brjóstöndun orðið svo sársaukafull að viðkomandi grípur til kviðöndun- ar eingöngu. Hægt er að villast á millirifjagigt og ýmsum öðrum verkj- um og má þar nefna hjartaöng vegna kransæðasjúkdóms, vélindabakflæði eða aðra sjúkdóma í vélinda, gollur- húsbólgu og brjósthimnubólgu. Mikilvægt er að fá rétta sjúkdóms- greiningu til að hægt sé að beita við- eigandi meðferð. Ef um festumein eða stirðleika er að ræða getur hiti og nudd hjálpað. Stundum hjálpar að sprauta í verkjasvæðið. Tengsl við vefjagigt Eins og áður segir er festumein al- gengasta ástæðan fyrir millirifjagigt en um sömu eða náskyld fyrirbæri hafa verið notuð heitin vöðvabólga, vöðvagigt og upp á síðkastið er al- gengast að kalla þetta vefjagigt. Vefjagigt Vefjagigt (fibromyalgia) er náskyld síþreytu (chronic fatigue syndrome) og oft er erfitt að greina þar á milli. Um orsakir vefjagigtar og síþreytu er lítið vitað, sundum kemur þetta í kjölfar veikinda eins og veirusýk- inga, stundum eru til staðar langvar- andi truflanir á svefni og stundum byrjar þetta eftir slys. Sumir telja að vefjagigt og síþreyta séu bandvefjar- sjúkdómar en aðrir að þetta sé af sál- rænum toga. Meðferð við vefjagigt Þegar búið er að útiloka aðra sjúk- dóma er fyrsta skrefið í meðferð að fræða sjúklinginn um sjúkdóminn, útskýra að ekki sé um hættulegan eða illkynja sjúkdóm að ræða, að þetta sé ekki tóm ímyndun og að margir aðrir séu haldnir þessum kvilla. Meðferðin við vefjagigt er einstak- lingsbundin og oftast þarf að prófa sig áfram til að finna það sem hentar hverjum og einum. Stundum þarf að taka á atriðum í lífi sjúklingsins eins og reykingum, óhóflegri áfeng- isneyslu, slæmum matarvenjum, miklu vinnuálagi og slæmum svefn- venjum. Þeim sem reykja getur batnað mikið við að hætta. Verkja- lyf gagnast venjulega lítið en þung- lyndislyf og jafnvel svefnlyf í stuttan tíma gera stundum verulegt gagn. Slökun er alltaf til góðs og nudd og hitameðferð geta oft gert gagn. Rannsóknir hafa sýnt ótvírætt gagn af líkamsþjálfun hjá sjúklingum með vefjagigt eða síþreytu. Hæfileg líkamsþjálfun með það að markmiði að auka líkamlegt þrek er því lykilat- riði í meðferð. Mikilvægt er að fara sér ekki of geyst því þá getur ástandið versnað. Gott er að byrja með sundi, léttum gönguferðum eða leikfimi og teygjuæfingum. Þetta þarf svo að auka hægt og rólega eins og hentar hverjum og einum. Langtímahorfur eru yfirleitt góðar og flestir geta losn- að við óþægindin að miklu eða öllu leyti ef þeir fá viðeigandi meðferð. n Líkamsrækt og slökun gegn millirifjagigt „Rannsóknir hafa sýnt ótvírætt gagn af líkamsþjálfun hjá sjúklingum með vefjagigt eða síþreytu. Millirifjagigt getur verið af ýmsum toga Spurning: Getur þú útskýrt fyrir mér af hverju við fitnum? Er rétt að fólk myndi ekki fitu úr sykri/kolvetnum ( kolhýdrötum), þannig að við fitnum af því að borða fitu en ekki sykur? Ef svo er, eru gos- drykkir þá nokkuð fitandi? Svar: Hvort við fitnum eða ekki er fyrst og fremst háð jafnvægi milli heildar- orkuinntöku og brennslu hvers einstaklings. Helstu orkugjafar fæð- unnar eru fita sem gefur 9 kcal/gr, kolvetni sem gefa 4 kcal/gr og prótein sem einnig gefa 4 kcal/gr. Mikilvægt er að neyta þessa orkugjafa í réttum hlutföllum og hefur Manneldisráð gefið út leiðbeiningar fyrir almenning þar sem markmiðið er að fituneysla gefi ekki meira en 30% af heildarorku, prótein séu 10–15% af heildarneyslu og kolvetni (sykur) gefi um 55–60% af heildarneyslunni. Sé þessum mark- miðum fylgt og heildarorkuneysla fer ekki umfram orkuþörf einstak- lingsins fitnum við ekki. Ef við hins vegar neytum meiri orku en líkaminn brennir, hvort sem hún er í formi fitu eða sykurs í fæðinu, geymir líkaminn hana í formi fitu. Það er miserfitt fyrir líkamann að vinna úr umfram magni af fitu og kolvetnum. Fituna getur hann tekið beint upp og flutt í geymslu. Við það tapast einungis um 5% af orkunni. Kolvetnin þurfa að fara í gegnum margar efnabreytingar til að um- breyta þeim í fitu. Þessar breytingar krefjast mikillar orku og tapast þannig um 25% af orku kolvetnanna. Þegar nægilegt magn er af kolvetnum í fæðinu notar líkaminn þau frekar en fituna í brennslu og fer fitan þá beint í fitugeymslur og við fitnum. Ef minna er af kolvetnum í fæðunni en líkaminn þarfnast til brennslu notar hann fituna úr fæðinu til brennslu. Ef meira er af kolvetnum í fæðinu en líkaminn þarfnast, breytir hann þeim í fitu. Það er því jafn mikilvægt að huga að sykurneyslu og fituneyslu til að koma í veg fyrir að við fitnum. Í gosdrykkjum er mjög mikið magn af sykri. Þegar við neytum þeirra hækkar blóðsykur og fellur síðan snarlega, þetta hefur neikvæð áhrif á líðan og líkamsstarfsemi og er engum hollt. Auk þess hefur mikil sykurneysla í för með sér tann- skemmdir og því mikilvægt fyrir alla að takmarka neyslu á gosdrykkjum. Kveðja, Sólveig Magnúsdóttir læknir Er sykur ekki fitandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.