Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 4
Helgarblað 3.–6. febrúar 20174 Fréttir Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða Andlitsbað með lúxusmaska eftir húðgerð hvers og eins, þar sem leitast er eftir því að ná fram því besta fyrir húðina þína með hágæða vörum. Frábær slökun og vellíðan. WOW safnar fyrir Landvernd Farþegum sem ferðast með WOW air mun bjóðast að styrkja Land- vernd með myntsöfnun um borð í vélum flugfélagsins frá og með 15. febrúar næstkomandi. WOW air mun koma með mótframlag og jafna þá upphæð sem farþegar félagsins safna um borð. Samningur um þetta var undirritaður af þeim Skúla Mog- ensen, forstjóra WOW air, og Snorra Baldurssyni, formanni Landverndar, á miðvikudag. Sérstakt umslag verður í sætis- vösum allra flugvéla WOW air og eru farþegar hvattir til þess að gefa afgangsmynt til Landverndar sem mun nýtast samtökunum til að efla stuðning við stofnun hálendisþjóðgarðs, vinna að landgræðslu og fleiri mikilvægum umhverfisverkefnum á Íslandi. Landvernd eru frjáls félaga- samtök sem starfa að umhverfis- málum og leggja áherslu á að taka virkan þátt í ákvörðunum, fræðslu og stefnumótun er varða íslenska náttúru og sjálfbæra nýt- ingu hennar. Athafnamennirnir Árni Þór Árnason og Karl J. Steingrímsson fóru í mál við Junior Chamber Ísland A thafnamennirnir Árni Þór Árnason og Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, fóru í mál við Junior Chambers International-hreyfinguna (JCI) á Ís- landi. Þeir kröfðust þess að JCI endur- greiddi þeim framlög þeirra vegna kaupa á húsnæði félagasamtakanna árið 1986, sem tvímenningarnir höfðu frumkvæðið að ásamt Ásgeiri Gunnarssyni heitnum. Árni Þór gerði kröfu um að fá greiddar um 1,7 milljónir en kröfur Karls hljóðuðu upp á 4,9 milljón- ir króna auk dráttarvaxta. Forsvars- menn JCI á Íslandi höfnuðu kröfum félaganna og því fór málið fyrir Hér- aðsdóm Reykjavíkur. Þar var JCI- hreyfingin sýknuð af kröfum Árna Þórs og Karls og var þeim gert að greiða 1,2 milljónir málskostnað. Var niðurstaða dómstólsins sú að tví- menningarnir hafi frá upphafi lofað að afhenda JCI umrædda fasteign án áhvílandi skulda. Að auki kemur það fram í dómnum að skuldirnar hafi verið fyrndar. Umdeild fjárfesting Forsaga málsins er sú að JCI-hreyf- ingin fjárfesti í húsnæði að Hellu- sundi 3 árið 1986. Félagasamtökin höfðu lengi verið hrakhólum fram að því og það þótti velunnurum félags- ins, þeim Árna, Karli og Ásgeiri með öllu ótækt. Þeir höfðu frumkvæði að því að húsið yrði keypt þann 25. sept- ember 1986 og var kaupverðið 5,5 milljónir króna. Þremenningarnir tóku að sér að fjármagna útborgun- ina á húsinu sem var ein milljón sem og að leita til fyrirtækja og einstak- linga um stuðning. Tekið var lán hjá banka til þess að greiða afganginn og var ætlunin að leigja stóran hluta hússins út til þess að greiða lánið upp. Í dómskjölum kemur fram að Karl hafi greitt 501.386 krónur en Árni Þór 200.000 krónur. Þessar töl- ur koma fram í ársreikningum hús- nefndar en einnig kemur fram að engar millifærslukvittanir séu til eða skuldaskjöl. Það voru ein helstu rök tvímenninganna að skuldin hefði ætíð verið tilgreind í ársreikningum. Alls komu inn styrkir að upphæð 857.000 krónur. Lofuðu skuldleysi Fyrirhuguð fjárfesting var umdeild enda óttuðust margir félagsmenn að fjárhagsskuldbindingarnar yrðu hreyfingunni um megn. Þre- menningarnir sendu hins vegar bréf til landsstjórnar JCI-hreyf- ingarinnar þann 5. desember 1986 þar sem stóð: „Í ljósi alls þessa, og til að koma í veg fyrir ágreining innan JCI-hreyfingarinnar, höfum við ákveðið að axla byrðina sjálf- ir, fram til ársins 1990, og munum við þá afhenda hreyfingunni hús- ið formlega og þá í góðu ástandi og skuldlaust.“ Ósáttir við breytingar Allar götur síðan hafa Árni Þór og Karl setið í húsnefnd Hellusunds 3 og ráðið því sem þeir vildu ráða. Meðal annars ákvað nefndin að gera upp skuld vegna húsnæðiskaupanna við ekkju Ásgeirs Gunnarssonar árið 1991 sem og að greiða inn á meintar skuldir JCI-hreyfingarinnar við þá sjálfa, síðast árið 2003. Í lok árs 2012 boðaði þáver- andi landsforseti, Viktor Ómarsson, til landsfundar þar sem tilkynnt var um fyrirhugaðar breytingar á reglu- gerðinni um húsnefndina þannig að fjölgað yrði í stjórn hússins auk þess sem formannskjöri nefndarinnar yrði breytt. Ástæðu þess má rekja til þess að ófremdarástand ríkti í húsinu. Leig- utekjur dugðu ekki fyrir álögðum fast- eignagjöldum og hústökufólk hafði tek- ið sér bólfestu í kjallara hússins. Kalla þurfti til lögreglu til að rýma húsið. Árni Þór og Karl voru afar ósáttir við fyrirhugaðar breytingar og mættu því ekki á fundinn. Var það túlkað á þá veru að þeir gæfu ekki kost á sér til frekari hússtjórnarsetu. Tvímenn- ingarnir tóku þessum vendingum illa og nokkrum mánuðum síðar, í apríl 2013, lögðu þeir fram kröfur sínar um skuldauppgjör. Síðan þá hafa þeir freistað þess að fá kröfurnar greidd- ar án þess að hafa árangur sem erfiði. Þeir töldu sig því eiga engra annars úrkosti en að fara í mál gegn JCI- hreyfingunni. Málið var þingfest árið 2016 en þá voru um 13 ár síðan greitt var inn á skuldina við tvímenningana. Sem fyrr segir var niðurstaða dómstólsins sú að skuldirnar hafi verið fyrndar, enda fyrningarfrestur krafna 10 ár. n Viðurkenning Þrekvirkis þremenning- anna er minnst með fallegum virðingarvotti fyrir framan húsið. Mynd SigtryggUr Ari Kröfðust endurgreiðslu 30 ára skuldar Hellusund 3 Karl og Árni Þór höfðu, ásamt Ásgeiri Gunnarssyni heitnum, frumkvæði að því að kaupa og fjármagna húsið fyrir Junior Chambers-hreyfinguna árið 1986. Mynd SigtryggUr Ari Karl J. Steingrímsson Fór í mál við JCI-hreyfinguna ásamt Árna Þór Árna- syni vegna 30 ára gamallar skuldar. Mynd SigtryggUr Ari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Erlendu skipin ein um hituna Þrjú erlend skip eru nú við veiðar í íslenskri fiskveiðilögsögu austur af landinu; tvö norsk og eitt fær- eyskt. Skipin eru við loðnuveiðar en upphaf vertíðarinnar er nokk- uð óvenjulegt þar sem engin ís- lensk uppsjávarskip eru á miðun- um vegna verkfalls sjómanna. Erlendu skipin eru því ein um hituna, að sinni að minnsta kosti. Norðmenn mega veiða um sjö- tíu prósent heildarkvótans, rúm 40 þúsund af tonn af 57 þús- und tonnum. Í tilkynningu sem Landhelgisgæslan sendi frá sér á fimmtudag kom fram að varð- skipið Týr væri á leið norður fyrir landið með stefnu á loðnumið- in, en þar sinnir gæslan venju- bundnu eftirliti og tryggir að veiðarnar gangi rétt fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.