Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 46
Helgarblað 3.–6. febrúar 201738 Menning Þ að er eitthvað sérlega hlýlegt og persónulegt við myndir Jóhönnu Ólafsdóttur sem eru nú sýndar í Ljósmynda- safni Reykjavíkur, en þar stendur yfir yfirlitssýning á ljósmynd- um hennar. Jóhanna hefur starfað sem at- vinnuljósmyndari í næstum hálfa öld en þær myndir sem birtast okkur í safninu og í bók sem kom út samhliða sýningunni eru úr hennar persónu- lega safni. Þetta eru verk sem ekki voru hugsuð fyrir útgáfu eða til sýningar, myndir einfaldlega teknar af þörf- inni til að fanga augnablik veruleik- ans á mynd. Oftar en ekki birtist okk- ur þar venjulegt fólk í óvenjulegu og örlítið kómísku umhverfi: allaball- ar í lautarferð í rigningu, vel til haft fólk sækir póst í pósthólfið sitt, þekkt- ir listamenn á djamminu og þarna er borgarlífið í Reykjavík áttunda ára- tugarins, sem er nánast eins og úr annarri veröld en miðbæjarlífið í dag. Leikhús lífsins „Ég fótbrotnaði síðasta sumar. Þá lá ég í rúminu og hringdi í Siggu Stínu [Sigríði Kristínu Birnudóttur sýn- ingarstjóra] og sagði að ég bara gæti þetta ekki. En hún leyfði mér ekki að hætta við, sagði mér að hafa engar áhyggjur! Núna er ég mjög þakklát því það hefur verið virkilega skemmtilegt að rifja upp þessar gömlu myndir,“ segir Jóhanna um fæðingu yfirlitssýn- ingarinnar, sem er enn fremur fyrsta einkasýningin þrátt fyrir áratugalangt starf hennar í faginu. Flestar mynd- irnar á sýningunni eru frá sjöunda og áttunda áratugnum og segir Jóhanna að dagvinnuverkefnin hafi eflaust gert að verkum að önnur ljósmyndun hafi setið á hakanum í seinni tíð. Jóhanna hóf ferilinn sem nemi hjá ljósmyndaranum Kristjáni Magnús- syni og síðar Leifi Þorsteinssyni. Hún hóf að starfa sem aðalljósmyndari Þjóðleikhússins árið 1971 og tók þar fjölda mynda sem margar hverjar renna yfir skjá í innra rými safnsins. „Fyrir tíma stafrænu myndanna var þetta mikil vinna og oft mikið stress – um daginn myndaði ég fyrir Íslensku óperuna í Hörpu og fann hvað það er mikill munur að þurfa ekki að vera að skipta um filmur og svoleiðis,“ segir Jóhanna. „Í leikhúsinu þarf maður að ná að fanga hápunktinn, líkami leikar- ans þarf allur að vera með, hvort sem það er í söng eða dansi. En þetta er allt öðruvísi en í hinum myndunum á sýningunni – í leikhúsi lífsins,“ segir Jóhanna, og undir þetta má taka. Myndirnar eru margar hverjar lág- stemmdar og launfyndnar frekar en að þær hrópi á mann. Frá 1987 hefur Jóhanna svo starf- að hjá Stofnun Árna Magnússonar, handleikið þar og myndað verðmæt- ustu dýrgripi þjóðarinnar. Hún er raunar einn af fáum íslenskum ljós- myndurum sem lærði fagið á unga aldri og hefur getað starfað við það allan sinn starfsaldur – og enn færri úr þessum hópi eru konur. Þó að ljós- myndaheimurinn hafi verið mikill karlabransi segist Jóhanna einungis hafa fundið fyrir góðvild og vinskap frá karlkyns kollegum. Það er bara þegar hún fór að skoða launaseðilinn sem hún fann fyrir muninum. Tækin þurfa bara að virka Áttundi áratugurinn var mikill um- brotatími í íslenskri myndlist en Jóhanna tengdist mörgum áhugaverð- ustu listamönnum þess tíma sterk- um böndum og myndaði þá gjarnan verk þeirra. Á sýningunni eru þannig portrettmyndir af nokkrum lista- mönnum úr SÚM-hópnum, sería með partímyndum af Birgi Andréssyni og myndir sem eru teknar skömmu áður en Jón Gunnar Árnason lést. Myndirnar á sýningunni eru allar svarthvítar og segir Jóhanna það að nokkru leyti vera af nauðsyn en einnig fagurfræðilegri ástæðu: „Þegar ég tók myndir fyrir sjálfa mig voru það yfirleitt svarthvítar myndir. Litmyndirnar voru aðallega myndir af börnum sem fóru í albúm og svo- leiðis. Það kostaði mikið að stækka þær eða vinna eitthvað með þær, en hitt gat maður gert sjálfur. En svo fannst manni þetta líka bara flott!“ segir Jóhanna. Að sama skapi segist hún aldrei hafa velt sér mikið upp úr tækjabún- aðinum: „bara að það virki,“ segir hún og hlær. En hvað þarf góð mynd að hafa? „Það er eitthvað sérstakt sem maður sér sjaldan fyrr en eftir á, jafn- vel löngu seinna. En það er yfirleitt augljóst hver af myndunum er betri en hinar. En hvað það er sem gerir hana betri er oft erfitt að segja.“ n FÁKASEL - FYRIR ALLA Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050 matur, drykkur og skemmtun Venjulegt fólk í óvenjulegu umhverfi Jóhanna Ólafsdóttir hefur starfað sem atvinnuljósmyndari í áratugi en heldur nú sína fyrstu einkasýningu „Það hefur verið virki- lega skemmtilegt að rifja upp þessar gömlu myndir Íslensk gleði Birgir Andrésson myndlistarmaður (til hægri) var sérstaklega ánægður með ljósmyndina Íslensk gleði sem Jóhanna tók af honum og fékk hann leyfi til að prenta hana á póstkort og dreifa. „Ég tók svolítið af myndum af Birgi. Honum fannst svo gaman að láta taka myndir af sér og vinum sínum: „taktu mynd af okkur,“ sagði hann. Það þótti öllum svo vænt um hann – hann var svo góður drengur. Hann hafði svo sérstakt augnaráð, blá falleg augu og stingandi augnaráð. Á þessu augnabliki voru þeir reyndar báðir með hálflokuð augun, en þeir voru samt ekkert alveg að sofna þarna. Maður hefði líklega hent þessari mynd en ég sá strax að það var eitthvað Pósthólfið „Kjallarinn í pósthúsinu var svo skemmtilegur. Þangað mætti fólk á hverjum einasta degi að sækja póst – en núna kíkir það bara í tölvupóstinn. Manni fannst þetta ekkert merkilegar myndir þegar þær voru teknar, bara svolítið fyndnar. Þetta er venjulegt fólk í óvenjulegu umhverfi.“ Mynd SigTryggur Ari Kristján guðjónsson kristjan@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.