Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 38
Helgarblað 3.–6. febrúar 201730 Skrýtið Sakamál V e g a m ó t a s t í g u r 4 | 1 0 1 R e y k j a v í k | s í m i 5 1 1 3 0 4 0 | v e g a m o t @ v e g a m o t . i s FRÁ 11–16 ALLT MERKILEGT Sérmerktar persónulegar gjafavörur Hægt er að fá bæði sent heim eða sækja í versluninni. Pantaðu í netverslun okkar Þú velur lit og texta! 10 ára GarðatorGi 3, Garðabæ - S: 555 3569 - www.alltmerkileGt.iS - Sala@alltmerkileGt.iS Hörmulegur endir n Theresa og Pasquale áttu í forræðisdeilu n Hún fór á versta veg Í apríl árið 2011 fékk Theresa Riggi, þá 47 ára, 16 ára dóm, hafði enda játað sig seka um manndráp og borið við skertri dómgreind. Upphaflega hafði Theresa verið kærð fyrir morð. Þannig var mál með vexti að Theresa hafði flutt, ásamt þrem- ur börnum sínum; átta ára tvíbur- um, Austin og Gianluca, og Ceciliu, fimm ára, frá Skene í Aberdeen- skíri til Edinborgar í kjölfar skiln- aðar hennar og barnsföður hennar, Pasquale Riggi. Deilt um forræði Reyndar hafði Theresa látið sig hverfa með börnin, í júlí 2010, og var þeirra um skeið saknað og eftir þeim lýst. Lögreglu tókst um síðir að rekja ferðir þeirra til íbúðar í vestur- hluta Edinborgar og aðhafðist ekki frekar í málinu. Að sögn hafði Theresa, sem var frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, verið verndandi móðir og eftir skiln- aðinn deildu hún og Pasquale um forræði yfir börnunum. Að kvöldi 2. ágúst, 2010, ræddu Theresa og Pasquale saman í síma og eðlilega bar forræðisdeiluna á góma. Theresa spurði Pasquale hvort hann hygðist taka af henni börnin og svaraði hann á þann veg að hún gæfi honum ekkert val hvað það áhrærði. Theresa sagði þá: „Þá skaltu kveðja,“ og skellti á. Börnunum banað Þann 3. ágúst mætti Theresa ekki í fyrirtöku vegna forræðisdeilunnar. Dómari fyrirskipaði að hún skyldi fundin og að félagsmálayfirvöld mætu hvort ástæða væri til að setja börnin í tímabundið fóstur. Til þess kom þó ekki því daginn eftir fundust börnin þrjú látin á heimili fjölskyldunnar við Slateford Road í Edinborg. Til að missa ekki börn sín í hendur föður þeirra hafði Theresa gripið til þess örþrifaráðs að ráða þeim bana. Börnin stakk hún með hníf, átta stungum hvert barn, og framkallaði síðan gas- sprengingu, hugsanlega til að fela verksummerki. Að því loknu henti Theresa sér fram af svölum íbúðarinnar, en lifði af 12 metra fall. Að sögn vitna hafði Theresa „öskrað hástöfum“ áður en hún klifraði upp á svalariðið og lét sig síðan falla með höfuðið á und- an. Skert dómgreind en full ábyrgð Þegar dómarinn kvað upp dóminn sagði hann meðal annars: „Heil fjöl- skylda er rústir einar vegna gjörða þinna. Faðir barnanna, Pasquale Riggi, og öll fjölskyldan hafa ver- ið svipt börnunum. Og þú, sem elskaðir börn þín á einlægan, en óeðlilegan og ráðríkan, hátt, hef- ur nú glatað þeim og ert völd að þessum sorglegu málalyktum.“ Dómarinn bætti við að þrátt fyrir að Theresa hefði verið dæmd fyrir manndráp væri hún engu að síður ábyrg gerða sinna. Dómarinn mælt- ist enn fremur til þess að Theresu yrði vísað úr landi að afplánun lok- inni. Síðasta gjöfin Verjandi Theresu sagði að hún hefði verið undir feiknaálagi þegar hún fyrirkom börnum sínum og að auki glímt við ýmiss konar geðtruflanir. Börnin hefðu átt „hug hennar allan“ og tilhugsunin um að missa þau hefði verið óbærileg. „Eins órökrétt og bilað það kann að virðast, þá sá hún heiminn í því ljósi,“ sagði verj- andinn. „Að bana þeim var henn- ar hinsta gjöf til þeirra.“ Theresa Riggi svipti sig lífi í fangelsi 10. mars 2014. n „Að bana þeim var hennar hinsta gjöf til þeirra Í járnum Theresa greip til örþrifaráða til að missa ekki börnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.