Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 48
Helgarblað 3.–6. febrúar 201740 Menning M yndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson hefur lýst því yfir að það verði ekki hann sjálfur heldur tröllin Ūgh og Bõögâr sem muni skapa listaverk og sýna í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum 2017 sem hefst 13. maí og stendur yfir fram í nóvem- ber. Þessu er haldið fram í tilkynn- ingu frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM). Verkið sem verður sent á myndlistarhátíðina fyrir hönd Íslands mun nefnast Out of controll og gefur orðaleikurinn einmitt til kynna að það séu tröllin sem sitji nú við stjórnvölinn. Stefanie Böttcher, safnstjóri Kunsthalle Mainz, mun vera sýningarstjóri tröllanna. Þó að tilkynning KÍM sé ítarleg er engu að síður erfitt að gera sér ná- kvæma grein fyrir því hvers konar verk Íslendingar senda til Feneyja, en að sögn sýningarstjórans er þetta „metn- aðarfyllsta verk Egils Sæbjörnssonar til þessa.“ Áþreifanlegur handanheimur Allt frá því að tilkynnt var í júní í fyrra að Egill Sæbjörnsson myndi taka þátt í Feneyjatvíæringnum 2017 fyrir hönd Íslands hefur listamaðurinn talað dulúðlega um verkefnið og ítrekað nefnt tröll sem mögulega þátttakend- ur í verkinu. Nýjustu upplýsingar um verkið eru í sama anda: „Þó að Ūgh og Bõögâr líti út fyrir að koma úr horfnum furðu- heimi verður þessi handanheimur æ áþreifanlegri eftir því sem maður eyð- ir meira tíma með tröllunum í Out of controll in Venice. Egill telur að tröllin séu nú þegar hluti af hans eigin veruleika, en hann rakst fyrst á þau á Íslandi árið 2008. Hvert sem Egill fer fylgja tröllin honum. Þau hafa meira að segja stigið í listræn fótspor hans, deilt með honum vinnurými í Berlín, skapað listaverk og kynnt sýningar,“ segir meðal annars í tilkynningu. Í bók sem hægt er að nálgast á vef- síðu KÍM lýsir Egill samskiptum sín- um við tröllin í máli og myndum, hvernig hann kynntist þeim og hvern- ig þau sannfærðu hann um að fá að taka þátt í í tvíærningnum Umvefjandi þátttökukynningi Í tilkynningunni segir enn fremur að verkið muni ná út fyrir sjálfan skálann sem á að hýsa verkið, bæði í tíma og rúmi. „Frá og með deginum í dag, þar til Feneyjatvíæringurinn 2017 hefst og jafnvel enn lengur munu Ūgh og Bõögâr lauma sér inn í líf okkar – ekki aðeins líf listamannsins. Smám saman mun æ fleira fólk dragast inn í heim þeirra og finna þar allt frá tröllslegum hugsunum og listaverkum til tónlistar þeirra og matarvenja (þau elska að borða fólk). Hápunktur þessara sam- skipta verður risavaxin þátttökukynn- ing sem mun umvefja gestina og sýna heiminum hina glaðlegu og ógnvekj- andi sambúð Íslendinga og tröllanna. Þannig mun hún sýna hvernig ein- föld samskipti geta að lokum þróast yfir í djúpan skilning sem umbreytir sjónarhorni okkar, hugmyndum um sannleika og raunveruleika, og sam- bandi okkar við umheiminn.“ Björg Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri KÍM, segir að á undan- förnum árum hafi íslenski skálinn oftar en ekki verið notaður sem vett- vangur til að leysa upp félagslegar byggingar hvort sem það hafi verið tiltekin hugmyndafræði, þjóðernis- legar hugmyndir eða goðsögnin um listamanninn. „Þessi hefð heldur áfram með Out of controll in Venice þar sem mörk milli hins raunverulega og ímyndaða hverfa algjörlega og við erum dregin inn í töfrandi en hrika- legan heim tröllanna tveggja.“ n → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS Egill ætlar að trolla á Feneyjatvíæringnum Tröllin Ūgh og Bõögâr eru sögð munu skapa listaverk fyrir hönd Íslands í Feneyjum „Þetta er metnaðarfyllsta verk Egils Sæbjörnssonar til þessa. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Eddan 2017 verður veitt 26. febrúar K vikmyndin Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmunds- son hlýtur sextán tilnefningar til Eddunnar 2017. Kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðurinn, hlýtur næstflestar tilnefningar eða þrettán talsins. Myndirnar eru báðar til- nefndar sem besta kvikmynd ársins auk Sundáhrifanna eftir Sólveigu Anspach. Eddan er veitt í 25 flokkum og fer verðlaunaafhendingin fram 26. febrúar næstkomandi. Hátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Allar tilnefningar má sjá nálgast á dv.is. n Sjónvarpsmaður ársins n Ævar Þór Benediktsson n Andri Freyr Hilmarsson n Brynja Þorgeirsdóttir n Helgi Seljan n Sigrún Ósk Kristjáns- dóttir Sjónvarpsefni ársins n Borgarstjórinn n Leitin að upp- runanumn Ligeglad n Ófærð n Rætur Kvikmynd n Eiðurinn n Hjartasteinn n Sund- áhrifin Leikstjórn n Baltasar Kormákur – Eiðurinn n Guðmundur Arnar Guðmundsson – Hjartasteinn n Sólveig Anspach – Sundáhrifin Leikkona í aðalhlutverki n Diljá Valsdóttir – Hjartasteinn n Hera Hilmarsdóttir – Eiðurinn n Margrét Vilhjálmsdóttir – Grimmd Leikari í aðalhlutverki n Baldur Einarsson – Hjartasteinn n Blær Hinriksson – Hjartasteinn n Snorri Engilbertsson – Fyrir framan annað fólk Heimildamynd n Jökullinn Logar n Keep Frozen n Ránsfengur (Ransacked) Hjartasteinn hlýtur 16 tilnefningar Metsölulisti Eymundsson 27. jan–1. feb 2017 Íslenskar bækur 1 LögganJo Nesbø 2 Átta vikna blóðsykurkúrinn Michael Mosley 3 Aflausn Yrsa Sigurðardóttir 4 Synt með þeim sem drukkna Lars Mytting 5 HeiðaSteinunn Sigurðardóttir 6 TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir 7 PetsamoArnaldur Indriðason 8 1984 George Orwell 9 Leyndarmál húðarinnar Yael Adler 10 Iceland Small World- lítil Sigurgeir Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.