Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 40
Helgarblað 3.–6. febrúar 201732 Heilsa Opnunartilboð á viðgerðum og aukahlutum iP one í úrvali Erum flutt á Grensásveg 14 Allskyns aukahlutir Grensásvegur 14 s: 534 1400 Öll hulstur á 1.990 á meðan birgðir endast Þ egar við veltum fyrir okkur hvað það er að stunda heil- brigt kynlíf getur ýmislegt komið upp í huga fólks. Sumir kynnu að velta fyrir sér praktík, aðrir að horfa til sjúk- dóma og örugglega margir sem horfa til þess að það sé gert með samþykki beggja aðila og á jafn- ræðisgrundvelli. Nýleg mynd í leik- stjórn Páls Óskars Hjálmtýssonar, Fáðu Já !, var sýnd við góðar undir- tektir í skólum landsins sem og í sjónvarpi. En þar var beitt annarri nálgun en hefðbundið er í kyn- fræðslu til yngri kynslóðarinnar og sérstaklega var tekið á mörkum kyn- lífs og ofbeldis sem þótti takast með miklum ágætum. Það er staðfest sem okkur hefur lengi grunað, þ.e.a.s. að íslenskir unglingar byrji tiltölulega snemma að stunda kynlíf í samanburði við önnur lönd, eða í kringum 15 ára aldur. Þá er það áhyggjuefni að kostnaður við kaup á getnaðarvörn eins og smokknum hindri ung- lingana í að nota slíkar sjálfsagðar varnir. Þeir eru feimnir að biðja um pening fyrir slíku hjá foreldrum sín- um og má ljóst vera að of oft eru stunduð kynmök án varna sökum þessa. Það er ekkert launungar- mál að tíðni kynsjúkdóma er hæst í aldurshópnum 15–25 ára og hefur lengi verið svo, alvarlegir sjúkdóm- ar leynast þarna á meðal og geta haft veruleg áhrif á framtíð ungs fólks. Þar nægir að nefna mögu- lega ófrjósemi hjá konum af völd- um klamydíu sýkingar, en alvarlegri sjúkdómar eins og HIV og lifrar- bólga smitast einnig við kynlíf og geta verið óafturkræfir. Skortir upplýsta umræðu á heimilinu Fjöldi tilfella af klamydíu á Íslandi er einna mestur í heimi og er ekki ljóst hvers vegna það er, sumir telja okkur fara óvarlegar og eiga fleiri rekkjunauta, aðrir segja að gott að- gengi að slíkri skoðun, umræðan hefur verið virk og prófið er ókeypis. Hvað sem rétt er erum við að greina of marga á hverju ári en ríflega 2.000 greiningar eru á hverju ári og hefur farið fjölgandi undanfarin ár sam- kvæmt tölum landlæknis. Hið sama gildir um tíðnitölur lekanda og HIV, auk sárasóttar yfir tilkynningar- skylda sjúkdóma. Þetta er met sem er ekki hægt að vera stoltur af sem Íslendingur. Þetta eru ekki nýjar fréttir en það sem kannski stingur mann mest er að samskipti milli foreldra og ung- linga virðast ekki nægjanlega góð, upplýst umræða á heimilinu virðist vera undantekning frekar en regla og þurfum við að finna leið til að breyta því. Í því samfélagi sem við lifum í í dag virðast enn þrífast veru- legar ranghugmyndir um nær alla þá þætti sem snúa að kynlífi, kyn- heilbrigði og mörkum ofbeldis, þrátt fyrir gnótt upplýsingaflæðis á ver- aldarvefnum og í internetvæddum símum ungmenna nú til dags. Það er því ekki hægt að bera við skorti á möguleikum til að fræðast. Vefsíð- ur hafa þar leikið ákveðið hlutverk og markviss kynfræðsla fer fram í skólum og í gegnum sjálfboðavinnu læknanema, Ástráð, svo eitthvað sé nefnt. En betur má ef duga skal! Fræðsla lykilatriði Mér sem lækni finnst stundum að fræðslan og umræðan snúist fyrst og fremst að ótímabærri þungun og að okkur beri að koma í veg fyrir slíkt. Ósjaldan kemur móðir með dóttur sína til að biðja um pilluna, en hún ver einstaklinginn nákvæmlega ekk- ert gegn kynsjúkdómi. Mögulegt er að hún ýti kannski frekar undir minni notkun smokka og þar með aukna smithættu. Hér er auðvitað fræðsla lykilatriði og hlýtur að stærstum hluta að falla á herðar for- eldra. Nú hef ég ekki neinar nýjar töl- ur um notkun getnaðarvarnarpill- unnar hér í samanburði við lönd í kringum okkur en það væri fróðlegt að vita hvort við eigum líka met í þeirri notkun sem þó má telja líklegt. Mottó okkar allra En hver er þá niðurstaðan? Að mínu viti er hún margþætt. Í fyrsta lagi þarf að bæta aðgengi að getnaðarvörnum eins og smokkum, skoða þarf kynfræðslu í skóla og endurmeta hana í samvinnu við nemendur og foreldra. Það ætti að skylda foreldri til að taka svipuð námskeið, enda ekkert sem segir til um hæfni foreldra til að miðla upp- lýsingum í raun, hvað þá heldur að þeirra eigin reynsla sé endilega til þess fallin að geta veitt leiðbein- ingu. Þetta ætti því ekki að vera neitt feimnismál. Nýleg lög um bólusetn- ingu barna við HPV veiru er stórt skref í kynheilbrigði og virðingarvert á niðurskurðartímum, en betur má ef duga skal. Við erum því líklega öll sammála að kynlíf er eitthvað stór- kostlegt og ef vel tekst til eykur það sjálfstraust, vellíðan og almenna hamingju þeirra sem þess njóta. Því ætti að hvetja til þess en að sama skapi uppfræða um hætturnar. Heilbrigt kynlíf hlýtur að verða mottó okkar allra! n Óheilbrigt kynlíf n Íslenskir unglingar byrja snemma að stunda kynlíf n Fræðsla lykilatriði Teitur Guðmundsson læknir „Heilbrigt kynlíf hlýtur að verða mottó okkar allra!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.