Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Qupperneq 56
Helgarblað 3.–6. febrúar 2017 9. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Fjallabíll? Vertu með hraðasta farsímanet á Íslandi Fjallið gaf glæsikerru n Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson hefur heldur betur verið að gera það gott undanfarið. Eins og flestir vita skaust hann upp á stjörnuhimininn sem Fjallið í Game of Thrones-þáttunum en hefur einnig verið að leika í auglýsingum, nú síðast fyrir Sodastream. Nú er Hafþór farinn að njóta ávaxta erfiðisins ef marka má Face- book-færslu hans á dögunum. Þar gefur að líta mynd af splunkunýjum Range Rove Evoque-jeppa sem hann var að festa kaup á. Einn að- dáandi bendir á að bíllinn sé nú allt of lítill fyrir Hafþór sem svarar því til að þessi sé gjöf handa kærustunni, sjálfur ætli hann að fá sér annan stærri. Listaverð á svona glæsi- kerru er samkvæmt verðskrá BL frá 6,4 upp í 8,6 milljón- ir króna og því ljóst að Hafþór vann kærastakeppnina í janúarmánuði. Enginn svarar Vilhjálmi n „Ég var með missed call frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni og ég er búin að vera taugahrúga,“ segir lögfræðingurinn Brynhild- ur Bolladóttir í færslu á Twitter. Brynhildur segist hafa hafist handa við að skoða allt sem hún hafi skrifað á netið enda Vil- hjálmur þekktur fyrir að lögsækja einstaklinga vegna umdeildra ummæla. Áhyggjur hennar reyndust þó óþarfar því þegar hún hringdi til baka kom í ljós að Vilhjálmur hafði hringt í rangt númer. Vilhjálmur hafði greini- lega gaman af færslu Brynhildar sem hann deildi sjálfur á Face- book-síðu sinni. „Nú veit ég hvers vegna enginn svarar símtölum frá mér,“ sagði lög- fræðingurinn. Møller Olsen hættur á Facebook og kærastan skráir sig úr sambandi Var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á fimmtudag T homas Frederik Møller Olsen var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Hann er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Nikolaj Olsen, sem einnig sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að málinu, hefur verið sleppt. Jón H. B. Snorrason greindi RÚV frá því að Nikolaj hefði í vikunni gefið vitnis- burð sem varpaði ljósi á málið. Hann getur því haldið heim til fjölskyldu sinnar á Grænlandi. Jón H. B. sagði: „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus.“ Grímur Grímsson lögreglufulltrúi segir Nikolaj þó enn hafa réttarstöðu grunaðs í máli Birnu. Á meðan Nikolaj heldur til fjöl- skyldu sinnar á Grænlandi mun Møller Olsen dvelja í varðhaldi á Litla- Hrauni. Þar situr Møller í einangrun 23 tíma á dag. Í klefanum er klósett en hann þarf að óska eftir því við fanga- verði ef hann vill komast í sturtu. Møller fær aðeins að vera í samskipt- um við lækni og lögmann. Í klefanum er sjónvarp og hann hefur aðgang að DVD myndum til áhorfs. Hann hefur ekki tölvu eða aðgang að interneti en athygli vekur að Facebook-síða hans er ekki lengur aðgengileg. Møller hefur því líklega óskað eftir því við lögmann sinn eða komið skilaboðum áleið- is til ættingja um að loka Facebook- síðunni. Þá skráði kærasta hans á Græn- landi sig úr sambandi við hann þann 27. janúar síðastliðinn. Einnig hafði kærastan skráð sig í Facebook-hópinn Leit að Birnu Brjánsdóttur þar sem al- menningur gat deilt upplýsingum um hvar hafði verið svipast um eftir Birnu meðan á leit stóð. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.