Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 2. júní 2017fréttir
Theodóra er enn í laun-
uðum nefndarstörfum
n Sagðist ætla að draga sig úr þeim n Mánaðarlaun upp á um 2,4 milljónir á mánuði
A
lþingiskonan Theodóra S.
Þorsteinsdóttir, 12. þing
maður Suðvesturkjör
dæmis, situr enn í öllum
ráðum og nefndum Kópa
vogsbæjar þrátt fyrir að hafa sagt
opinberlega í janúarlok að hún
hygðist draga sig úr nefndarstörf
um og segja sig úr stjórnum í ljósi
setu sinnar á Alþingi. Síðan þessi
orð féllu hefur Theodóra þegið um
2,4 milljónir í laun í heildina fyrir
nefndarstörfin sem hún ætlaði að
segja sig frá.
„Ég mun klárlega draga mig úr
nefndarstörfum“
Þann 31. janúar síðastliðinn birti
DV úttekt á kjörum tveggja al
þingiskvenna. Brynhildi S. Péturs
dóttur og Theodóru S. Þorsteins
dóttur, sem eiga það sameiginlegt
að sitja báðar í bæjarstjórnum sinna
sveitarfélaga auk þess að sitja á
þingi. Brynhildur er bæjarfulltrúi
í Mosfellsbæ en Theodóra í Kópa
vogi. Í umfjöllun DV kvaðst Bryn
hildur ekki hafa í hyggju að segja sig
frá trúnaðarstörfum fyrir Mosfells
bæ en öðru máli gegndi um Theo
dóru. „Ég mun klárlega draga mig
úr nefndarstörfum og segja mig úr
stjórnum. Við erum að fara yfir þau
mál hér í Kópavogi. Ég vil samt sem
áður klára kjörtímabilið sem fulltrúi
í bæjarstjórn Kópavogs, enda var ég
kjörin til fjögurra ára,“ sagði Theo
dóra í skriflegu svari til DV af því til
efni.
Launahærri en
forsætisráðherra
Við þinglok, fjórum mánuðum síðar,
hefur lítið orðið um efndir hjá Theo
dóru. Auk þess að eiga sæti í bæjar
stjórn Kópavogs þá er hún enn for
maður bæjarráðs sem og formaður
skipulagsráðs. Þá situr hún enn í al
mannavarnarnefnd og hafnarnefnd
en launin í þessum nefndum eru
óveruleg. Í heildina eru mánaðar
laun Theodóru 2.188.994 krónur
nú um stundir en ættu að vera
1.583.373 krónur ef hún sæti að
eins á Alþingi og í bæjar stjórn. Mis
munurinn er rúmlega 600 þúsund
krónur á mánuði.
Þá má ekki gleyma því að Theo
dóra sat í stjórn Isavia ohf. fram að
aðalfundi félagsins þann 31. mars
síðastliðinn. Hún sóttist ekki eftir
endurkjöri þar en mánaðarlaun
hennar voru 160 þúsund krónur
á mánuði fyrir stjórnar setuna.
Heildarlaun hennar hinn 1. apríl
2017 voru því 2.348.994 krónur. Þess
má geta að mánaðarlaun Bjarna
Benediktssonar forsætisráðherra
eru 2.021.825 krónur.
Tekur Kópavog
fram yfir þjóðina
Það er ekki heiglum hent að sitja
á Alþingi, í bæjarstjórn hjá stóru
sveitarfélagi og fjölmörgum ráðum
og nefndum fyrir ríki og bæ. Fyrir
utan þá umfangsmiklu vinnu sem
felst í því að setja sig inn í gríðar
legan fjölda mála á báðum víg
stöðvum þá þarf Theodóra að sinna
mikilli vinnu sem þingflokksfor
maður Bjartrar framtíðar. Síðan eru
það fundirnir en þeir eru fjölmargir
á dagskrá Theodóru í hverri viku.
Blaðamaður renndi yfir fundar
gerðir og tímasetningar þeirra
funda sem alþingiskonan þarf að
mæta á og þar á talsverð skörun sér
stað. Meginniðurstaðan er þó sú að
Theodóra virðist taka Kópavog fram
yfir þjóðina.
Í febrúar átti Theodóra í tals
verðum vandræðum þar sem fund
ir bæjarráðs á fimmtudagsmorgn
um kl. 8.15 rákust iðulega á fundi
atvinnuveganefndar Alþingis sem
eru stundum á þriðjudögum en yf
irleitt flesta fimmtudagsmorgna kl.
8.30. Afleiðingin var sú að Theodóru
tókst bara að mæta á einn þriðju
dagsfund í mánuðinum en skrópaði
á þremur fimmtudagsfundum. Hún
gerði þó sitt allra besta til þess að
mæta á fund nefndarinnar fimmtu
daginn 2. febrúar en þá brunaði hún
úr Kópavogi eftir stuttan bæjarráðs
fund og mætti til leiks kl. 9.20. Fundi
var slitið kl.09.35. Svo heppilega
vildi hins vegar til að í byrjun mars
var fundartími bæjarráðs Kópa
vogs á fimmtudögum færður til kl.
7.30 á morgnana. Afleiðingin varð
sú að mæting Theodóru á fundi at
vinnuveganefndar Alþingis stór
batnaði en ekki voru allir sáttir við
breytinguna.
Ætluðu að hefja fundi kl. 7.00
Í fundargerð bæjarráðs frá 23. mars
2017 kemur fram bókun Ólafs Þórs
Gunnarssonar, bæjar ráðsmanns
VGF, og í henni segir: „Ólafur Þór
Gunnarsson, bæjarráðsmaður
VGF, getur ekki mætt á þennan
fund bæjar ráðs þar sem föstum
fundartíma hefur verið breytt á
miðju starfsári ráðsins. Bæjarfull
trúar gegna margvíslegum störfum
og hafa margvíslegum skyldum
að gegna sem í mörgum tilfell
um eru skipulögð marga mánuði
fram í tímann. Breytingar sem
gerðar eru með þessum hætti án
samþykkis allra fulltrúa eru afar
óheppilegar. Enginn haldbær rök
stuðningur hefur komið fram sem
réttlætir breytingar á þessum tíma
punkti. Velta má fyrir sér tilgangi
breytinga sem þessara þ.s. þær geta
útilokað rétt kjörinna fulltrúa frá að
komu að málum.“
Bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafs
son greip til varna og undraðist
gagnrýnina. Kom fram að upphaf
lega hafi átt að færa fundartímann
fram til klukkan sjö um morgun
inn en því hafi Ólafur Þór tekið illa.
Seinkun um hálftíma hafi því verið
málamiðlun sem Ármann hefði talið
sátt ríkja um. Tók bæjarstjórinn það
fram að hann fagnaði breytingunni
enda nýttist hefðbundinn vinnutími
hans í annasömu starfi betur. Þessi
orðaskipti Ármanns og Ólafs Þórs
urðu til þess að bæjarráðsfundurinn
dróst á langinn og Theodóra missti
af fundi atvinnuveganefndar þann
daginn.
Stanslausir árekstrar
Svipuð vandamál hafa herjað á
Theodóru varðandi hefðbundna
þingfundi Alþingis og fundi
skipulagsráðs Kópavogsbæjar. Alls
hafa verið haldnir níu fundir það
sem af er ári og er mæting Theo
dóru afar góð. Hún hefur mætt
stundvíslega á átta fundi ráðsins
en missti af síðasta fundi, þann 29.
maí síðastliðinn. Það er mjög skilj
anlegt enda gífurlegt annríki á Al
þingi vegna þingloka. Þá hafa þing
fundir Alþingis einnig skarast við
bæjarstjórnarfundi í Kópavogi. Alls
hefur Theodóra misst af átta þing
fundum Alþingis, að hluta til eða í
heild sinni, vegna starfa sinna fyrir
Kópavogsbæ frá 1. febrúar á þessu
ári. Þingfundir hafa verið 56 talsins
á þessu tímbili. Ekki náðist í Theo
dóru við vinnslu fréttarinnar. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Theodóra S. Þorsteinsdóttir Alþingiskonan og bæjarfulltrúinn ætlaði að klárlega að draga sig úr launuðum nefndarstörfum í janúar á
þessu ári. Af því hefur ekki orðið enn. Mánaðarlaun hennar hafa verið a bilinu 2,2–2,35 milljónir síðan, þar af um 600 þúsund á mánuði fyrir
nefndarstörfin. Mynd ALÞingi
Laun Theodóru
1. maí 2017:
n Þingfararkaup: 1.101.194
n Álag vegna þingflokksformennsku,
15%: 165.179 krónur
n Laun bæjarfulltrúa: 317.000 krónur
n Formaður bæjarráðs: 432.587 krónur
n Formaður skipulagsráðs: 173.034 krónur
n Heildarlaun: 2.188.994 krónur
*Til 1. apríl 2017 fékk Theodóra 160
þúsund krónur aukalega á mánuði fyrir
stjórnarsetu í Isavia ohf. Hún sóttist ekki
eftir endurkjöri. Að auki situr Theodóra í
almannavarnarnefnd og hafnarnefnd en
laun þar eru óveruleg.
Alþingi Tímasetningar funda bæjarráðs Kópavogs og Alþingis hafa skarast.