Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Blaðsíða 64
Helgarblað 2. júní 2017
38. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS
SENDUM ÚT UM ALLT LAND
-20%
AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM
PLÖNTUM
til 7. júní
STJÚPUR
985KR.
55092000
Almennt verð: 1.295kr.
20% 25%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
REGNFATNAÐI
AFSLÁTTUR
AF ALLRI
INNIMÁLNINGU
OG VIÐARVÖRN
PALLA-
LEIKUR
BYKO
Vertu með!
1. ÞÚ KAUPIR GAGNVARIÐ PALLAEFNI
FYRIR 50.000 KR. EÐA MEIRA
Á TÍMABILINU 1. MAÍ - 17. ÁGÚST 2017.
2. ÞÚ SKRÁIR NÓTUNÚMER OG AÐRAR
NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR Á
www.byko.is/pallaleikur
3. ÞÚ ERT KOMINN Í POTTINN OG
GÆTIR UNNIÐ VEGLEGA VINNINGA!Vinningshafar eru kynntir á Facebooksíðu BYKO á hverjum föstudegi frá 14. júlí.
25%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
LJÓSUM
OG PERUM
Ö
ll v
er
ð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r o
g/
eð
a m
yn
da
br
en
gl
. T
ilb
oð
gi
ld
a ú
t 7
. j
ún
í.
FJÖLDI FRÁBÆRRA VINNINGA
AÐEINS Í BREIDD
Ekkert sjálfsmark
n Það var mikið markaregn í
Árbænum þegar stjörnum prýtt
lið Augnabliks heimsótti Elliða
í fjórðu deild knattspyrnu karla
á miðvikudagskvöld. Leiknum
lauk með 7-2 sigri Augnabliks
sem hefur innanborðs nokkr-
ar gamlar kempur úr boltanum.
Þeirra á meðal fjölmiðlamenn-
ina Hjört Hjartarson og Hjörvar
Hafliðason. Í fyrstu leit út fyrir
að þeir hefðu báðir komist á
blað með mörkum skoruðum
en markamaskínan Hjörtur
skoraði tvö mörk og úrslitavef-
síðan urslit.net vildi síðan eigna
markverðinum Hjörvari sjálfs-
mark. Hjörvar var þó ekki á því
að láta slíkan orðsporshnekki
yfir sig ganga, enda jafnan
óskeikull milli
stanganna og
krafðist þess á
Twitter að vef-
síðan leiðrétti
þessar dylgjur.
Fékk Hjörvar
leiðréttinguna
og stendur því
keikur eftir
misskiln-
inginn.
Fallegur Dagur
n Bubbi Morthens var allt ann-
að en sáttur við að lag hans
„Þessi fallegi dagur“ hefði ekki
komist á lista yfir bestu sumar-
lög Íslands á Rás 2. „Er nokk-
uð ísöld, ertu ekki að grínast,
ég veit hvað gott Sumarlag er,“
skrifaði kóngurinn á Twitter
enda hefur hann mikið til síns
máls. Hefur hann á löngum ferli
samið aragrúa af góðum lögum
fyrir hverja árstíð. Bubba barst
stuðningur frá borgarstjóranum
Degi B. Eggertssyni sem endur-
varpaði tísti með þeim orðum
að hann væri hjartanlega sam-
mála. „Hækka alltaf ósjálfrátt
þegar ég heyri það #guilty-
pleasure“, skrifaði Dagur kím-
inn enda vafalaust
hughreystandi að
heyra þær yfirlýs-
ingar ítrekaðar í
lagi að maður sé
fallegur.
Er borgar-
stjórinn ekki
dagavilltur?
Raggi Bjarna mætti á þyrlu
Fékk far með Landhelgisgæslunni upp á Úlfarsfell til að taka þátt í einstökum viðburði á glæsilegum ferli sínum
Þ
að var alveg gífurlegur stæll á
þessu,“ segir stórsöngvarinn
Ragnar Bjarnason (82) sem
var meðal þeirra listamanna
sem komu fram í hlíðum
Úlfarsfells í Mosfellsbæ á miðviku-
dagskvöld þar sem mikið var um
dýrðir í skemmtigöngu Ferðafélags
Íslands. Tilefnið var ærið enda Reyn-
ir Traustason, fyrrverandi ritstjóri
DV, að fara sína þúsundustu ferð
upp Úlfarsfellið. Auk Ragga komu
fram Stuðmenn, Valdimar og Bjart-
mar Guðlaugsson. En erfitt var fyrir
göngugarpana að toppa innkomu
Ragga Bjarna á hátíðarhöldin enda
var honum flogið upp í þyrlu Land-
helgisgæslunnar.
„Þetta er stærsta þyrla sem ég hef
séð,“ segir Raggi léttur í samtali við
DV en á löngum og glæsilegum ferli
hefur hann aldrei komið fram á fjalli
áður. Þó var þetta ekki í fyrsta skipti
sem hann er ferjaður á tónleikastað
með þyrlu, en hann fór með lítilli
þyrlu frá Bakka yfir til Vestmannaeyja
á Þjóðhátíð. „En aldrei svona græju.
Þetta var alveg stórkostlegt.“
Raggi segir að það hafi verið
ógleymanlegt að sjá mannfjöldann
samankominn á fjallinu úr lofti. Við-
tökurnar og andinn í mannskapnum
lét hann heldur ekki ósnortinn.
„Þetta var yndislegt, fólkið tók
mér svo vel. Það var svo mikil gleði
og við urðum þarna öll eins og ein
stór fjölskylda. Ég vil nýta tækifærið
og færa flugmönnum Land-
helgisgæslunnar, sem dekr-
uðu við mig, og öllum
sem að þessum viðburði
komu hjartans þakkir
fyrir mig. Þetta var alveg
einstakt.“ n
mikael@dv.is
Stjörnumeðferð Raggi Bjarna fékk far með Gæslunni upp
Úlfarsfell en Landhelgisgæslan var að koma fyrir neyðarsendi frá
Ferðafélagi Íslands sem settur verður upp í fjallinu. MynDir Sigtryggur Ari
Stuð á mönnum Reynir Traustason
fagnaði ferð númer eitt þúsund upp
Úlfarsfellið og sést hér með hluta
Stuðmanna á sviði.
Meistarinn Bjartmar Guðlaugsson var mættur með gítarinn og tók nokkra af
sínum fjölmörgu smellum fyrir göngugarpana á Úlfarsfelli.