Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Blaðsíða 12
12 Helgarblað 2. júní 2017fréttir
Þ
að var alvörusvipur og ein-
beiting í andlitunum í
morgunskímunni. Fólk
athugaði búnaðinn, herti
ólarnar og beit á jaxlinn,
enda langferð framundan. Undir
Sandfellsheiðinni í suðvesturjaðri
Öræfajökuls funduðu fararstjórarnir
með hópnum og lögðu línurnar.
Ganga átti á Sandfellið með skíðin á
bakinu, síðan á skíðum upp á jökul-
inn, yfir öskjuna og til norðausturs,
þar sem klífa átti Sveinstind, sem rís í
2044 metra hæð. Þaðan skyldi haldið
á Sveinsgnípu með sínum bröttu
hlíðum og ægifagra útsýni, áður en
hópurinn myndi renna sér niður
það sem talin hefur verið landsins
lengsta skíðabrekka niður að býlinu
Kvískerjum, suðaustan undir jökl-
inum. Brekkan mældist hafa verið
um tíu kílómetra löng á GPS-tækjum
ferðalanga. Nú léttist brúnin á fólki.
Haldið var af stað. Þetta var laugar-
dagsmorguninn 20. maí síðastliðinn.
„Þetta er ferð sem mig hafði dreymt
um að fara í mörg ár en það leist ekki
öllum jafn vel á hugmyndina,“ segir
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir
og annar tveggja leiðangursstjóra
ferðarinnar. „Sveinstindur hefur
stundum verið kallaður týndi risinn,
af því að stóri bróðirinn Hvannadals-
hnjúkur fær vanalega alla athyglina.“
Leiðin talin ófær
Framan af tuttugustu öld var
Kvískerjaleiðin talin ófær, allt til
ársins 1936, þegar systkinin á
Kvískerjum fóru leiðina sem stund-
um hefur verið kölluð læknaleiðin.
Það var Sveinn Pálsson læknir sem
lýsti leiðinni fyrstur manna eftir að
hafa gengið hana þann 11. ágúst
árið 1794. Við hann er Sveinstind-
ur kenndur en einnig Sveinstindur
sunnan Langasjávar. Félag íslenskra
fjallalækna, FÍFL, með Tómas innan-
borðs, gerði fyrst tilraun til þess að
ganga á Sveinstind árið 2012, þegar
250 ár voru liðin frá fæðingu Sveins
læknis. Hópurinn varð þó frá að
hverfa eftir að snjóflóð féll af hryggn-
um. Færið var þungt og ferðin varð
löng. Frá henni er nánar greint í 5.
tölublaði Læknablaðsins, árið 2014.
Meðlimir FÍFL áttu eftir að sigrast á
Sveinstindi um Kvískerjaleið í maí
2013. „Við sáum að þetta var að lík-
indum lengsta skíðabrekka á öllu
landinu,“ ítrekar Tómas. Leiðin
reyndist örugg yfirferðar. Vissulega
voru sprungur í jöklinum, en engar
engar þeirra illfærar með hefð-
bundnum varúðarrástöfunum.
Dagbók Sveins
Við grípum niður í dagbók Sveins
Pálssonar: „Við héldum áfram upp
eftir suðausturhalla jökulsins, þar
sem brattinn var minnstur, fór-
um fram hjá nokkrum svörtum
þursabergsklettum, sem stóðu
upp úr ísnum, og yfir fjöldamargar
sprungur, sem sást ekki til botns í.
Loftið tók nú, eins og vant er á slík-
um stöðum, að verða of þunnt og
andardrátturinn alltof léttur. Annar
félaga minna varð svo kvíðafullur og
syfjaður, að við urðum loks að skilja
hann eftir, og féll hann jafnskjótt
í svefn og hann fleygði sér niður í
snjóinn. Hinn fylgdarmaðurinn, sem
að upplagi átti vanda fyrir hjartverk
og þunglyndi og auk þess var fullur
af kenjum, varð því léttari í lund og
kátari, því hærra sem við komum,
og fann ekki til neinna óþæginda né
þreytu vegna loftsins.“
Fjallaskíðin
Hópurinn sem nú fór um jökul-
inn var á svonefndum fjallaskíð-
um. Nútímatækjum, sem gera fólki
kleift að ganga upp fjöll á skíðum
með búnaði sem kemur í veg fyrir
að þau renni afturábak, og hreyfast
nánast eins og gönguskíði. Skíðun-
um má svo með nokkrum hand-
tökum breyta í svigskíði. Á þessum
skíðum er auðvelt að fara yfir snjó
sem annars getur verið erfiður fyr-
ir göngufólk. „Það hefur orðið algjör
sprenging í fjölda þeirra sem iðka
fjallaskíði síðustu tvö til þrjú ár. Sjálf-
ur eignaðist ég mín fyrstu fjallaskíði
þegar ég var átján ára. Þá voru skórn-
ir ófullkomnir. Það má segja að stóra
byltingin hafi orðið í skónum og
bindingunum. Fjallaskíðaskór í dag
gefa venjulegum svigskíðaskóm lítið
Týndi risinn
og landsins
lengsta brekka
Hópur fjallaskíðafólks fór á Öræfajökul og renndi
sér niður landsins lengstu skíðabrekku
Sveinsgnípa Hópurinn þokast
eftir hryggnum, áleiðis upp á
Sveinsgnípu. MynD Sigtryggur Ari
Kvískerjaleið Brekkurnar ofan af
jökli eru ærið langar. MynD Sigtryggur Ari
Sigtryggur Ari Jóhannsson
sigtryggur@dv.is
Stansað og notið Hópurinn áir
og nýtur útsýnis frá Tómasarbrekku,
neðan Sveinsgnípu. MynD Sigtryggur Ari