Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 2. júní 2017fréttir
Furðulega þingið sem
Fullt var aF Frídögum
n Frídagar næstum jafnmargir og þingfundardagar n Fara nú í sumarfrí til 12. september
Á
miðvikudag stóð til að slíta
146. löggjafarþingi þar sem
mörg af stórmálum ríkis
stjórnarinnar voru enn óaf
greidd. Þingið, sem sett
var 6. desember síðastliðinn, hef
ur verið allt annað en dæmigert,
raunar að margra mati stórfurðulegt,
vegna þeirra aðstæðna sem sköp
uðust með snemmbúnum kosning
um í lok október og síðan stjórnar
kreppu í kjölfarið sem varði þar til ný
stjórn var formlega mynduð 11. jan
úar 2014. Hefðu þingslit á miðviku
dag haldið samkvæmt áætlun væru
þingmenn nú farnir í 103 daga sum
arfrí til 12. september næstkomandi.
Sumarfríið er ekki bara langt því
þrátt fyrir stutt og sérstakt þing þá
voru frídagarnir næstum jafnmargir
og þingfundardagar þess. DV rýndi
í vegleg frí hinna kjörnu fulltrúa og
fann meðal annars út að þingmenn
og ráðherrar fengu um 137 milljónir
króna í laun meðan þeir voru í fríi á
liðnu þingi.
34 dagar í jólafrí
Gengið var til alþingiskosninga þann
29. október í fyrra sem kunnugt er
en 146. löggjafarþingið var ekki sett
formlega fyrr en 6. desember, 38
dögum eftir kosningar. Hið nýsetta
þing stóð þó ekki lengi því rúm
lega tveimur vikum síðar var komið
jólafrí. Það stóð frá 22. desember til
24. janúar og var því 34 dagar. Í milli
tíðinni tókst þó loks að binda enda
á stjórnarkreppuna í landinu og var
ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Við
reisnar og Bjartrar framtíðar form
lega mynduð á Bessastöðum 11. jan
úar.
17 daga páskafrí
Næsta frí var síðan ekki síður ríf
legt páskafrí sem stóð frá 7. til 23.
apríl eða í 17 daga. Tveir almenn
ir frídagar voru síðan til viðbótar,
verkalýðsdagurinn 1. maí og upp
stigningardagur 25. maí.
Með jólafríinu gera þetta alls
53 frídaga á þeim 176 dögum sem
liðu frá þingsetningu 6. desember
að áætluðum þinglokum 31. maí.
Til samanburðar þá voru 58 þing
fundardagar á þessu sama tímabili.
En eins og þingmenn sem sak
aðir eru um fjarveru frá þingi eru
duglegir að benda á þá felst vissu
lega meira í starfi þingmanna en
að hanga á þingfundum. Á tímabil
inu eru að sjálfsögðu kjördæma og
nefndardagar auk reglulegra funda
í fastanefndum hjá mörgum þing
manna.
30% tímans í fríi
Eftir stendur hins vegar sú staðreynd
að þingmenn og ráðherrar voru í fríi
30 prósent tímans á þinginu á sama
tíma og mörg mikilvæg mál þokuð
ust lítið eða ekkert áfram. Samkvæmt
tölfræðiupplýsingum um þingfundi
af vef Alþingis þá var meðallengd
þingfunda fjórar klukkustundir og
40 mínútur en hefur ekki verið styttri
síðan á 136. löggjafarþingi 2008–
2009 þegar meðallengdin var 04:23.
Illugi Jökulsson, blaðamaður
og samfélagsrýnir, var lítt hrifinn
af fyrirhuguðu sumarfríi þingsins á
þriðjudag þar sem hann deildi frétt
um að þingi yrði slitið næsta dag. „Af
hverju er þingið að fara í sumarfrí?
Það á eftir að leysa fullt af málum. AF
HVERJU HUNSKAST ÞINGMENN
EKKI TIL AÐ VERA Í VINNUNNI OG
VINNA FYRIR KAUPINU SÍNU?“
Þetta kaup þingmanna hefur
svo aldrei verið hærra, eins og flest
ir muna, síðan í kjölfar úrskurðar
kjararáðs um launahækkun til handa
kjörnum fulltrúum sem tók gildi 1.
nóvember síðastliðinn. Þá voru laun
forsætisráðherra hækkuð í rúmar
tvær milljónir á mánuði, hinna tíu
ráðherranna í rúmlega 1,8 milljón
ir og þingafararkaup alþingismanna
í rúmlega 1,1 milljón króna. Hér til
hliðar má svo sjá hversu mikið frí
dagar hinna kjörnu fulltrúa kostuðu
ríkissjóð á nýafstöðnu þingi.
Sem fyrr segir tókst ekki að ljúka
þingstörfum á tilskildum tíma og
boðað til þingfundar fimmtudaginn
1. júní þar sem hart var tekist á um
tillögur dómsmálaráðherra um skip
an dómara við Landsrétt. Þeim um
ræðum var ekki enn lokið þegar DV
fór í prentun. n
Forsætisráðherra
n Laun: 2.021.825 kr. á mánuði
n 67.394 kr. á dag m.v. 30 daga í mánuði.
n 53 frídagar = 3.571.882 kr.
10 ráðherrar
n Laun hvers og eins: 1.826.273 kr. á
mánuði.
n 60.875 kr. á dag m.v. 30 daga í mánuði.
n 10 ráðherrar = 608.757 kr. á dag.
n 53 frídagar = 32.264.121 kr.
Alþingismenn
n Þingfararkaup alþingismanna:
1.101.194 kr. á mánuði.
n 36.706 kr. á dag m.v. 30 daga í mánuði.
n 52 þingmenn = 1.908.736 kr. á dag.
n 53 frídagar = 101.163.008 kr.
Alls laun vegna 53 frídaga:
136.999.011 kr.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
137 milljónir í laun fyrir frídagana
„Af hverju er þingið
að fara í sumarfrí?
29. október 2016
Þingkosningar.
6. desember 2016
146. löggjafarþing sett (38
dögum eftir kosningar).
22. desember 2016
– 24. janúar 2017
Jólafrí (34 dagar).
11. janúar 2017
Ný ríkisstjórn formlega
mynduð á Bessastöðum.
7.–23. apríl 2017
páskafrí (17 dagar).
31. maí 2017
Áætluð þingslit. Við átti að
taka 103 dagar í sumarfrí.