Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Side 20
20 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri: Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson Fréttastjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 2. júní 2017 Ég verð bara að hrósa Pírötum sem koma hér upp í röðum og eru rödd skynseminnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í umræðum um jafnlaunavottun á Alþingi. Vanstilltur Jón Þór Það er mikil list að koma í ræðu- stól Alþingis og láta höggin dynja á andstæðingum sínum þannig að undan svíði. Í slík- um atgangi þarf að huga að mörgu. Að draga menn sund- ur og saman í hæðni er alltaf vinsælt og stundum getur það gengið að byrsta sig harka- lega úr pontu. Það er hins vegar ekki sama hvernig slíkt er gert. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, missti gjörsamlega alla stjórn á sér í ræðustól Alþingis á fimmtudag í umræðum um skip- an dómara í Landsrétt. Öskraði hann út í þingsalinn í vanstill- ingu og sagði að ekki væru all- ir þingmenn lögfræðingar. „Við þurfum fokking tíma til að geta unnið þetta mál,“ æpti Jón Þór og var réttilega áminntur fyrir vikið af forseta þingsins, raun- ar má velta fyrir sér hvort ekki hefði átt að víta hann fyrir upp- hlaupið. Jón Þór baðst afsök- unar á orðnotkuninni en ákvað engu að síður að ástæða væri til að halda ræðu sinni áfram, æp- andi. Flokkur sem hefur svona fulltrúa getur ekki ætlast til þess að verða tekinn alvarlega og því verða Píratar alltaf afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum. Endurkoma í pólitík í óþökk stjórnar Í byrjun vikunnar var Almari Guðmundssyni sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins eftir tæplega þriggja ára starf. Hvorki Almar né stjórn- armenn samtak- anna hafa svar- að fyrirspurnum fjölmiðla um ástæðu uppsagnarinnar. Heim- ildir DV herma að óánægja hafi verið innan stjórnar vegna þess að Almar hafi tekið sæti sitt sem aðalmaður í bæjarstjórn Garða- bæjar á síðari hluta ársins 2016. Almar skipaði sjötta sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí 2014 sem vann yfirburða- sigur en þremur mánuðum síðar var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri SI. Þá fór hann í leyfi frá bæjarstjórnarstörfum og opnaði það dyr fyrir bæjarstjór- ann Gunnar Einarsson sem skip- aði áttunda sæti listans og náði ekki kjöri sem aðalmaður. Almar var í leyfi í tvö ár en sneri svo aft- ur til leiks í pólitíkina í haust í óþökk stjórnar. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna Brynjar Níelsson við atkvæðagreiðslu um jafnlaunavottun á Alþingi. Góðir grannar í Garðabæ E itt af því einkennilega við ís- lenskt samfélag er að það er eins og alveg sérstök lög- mál gildi hér á landi þegar kemur að verðlagningu. Það hefur nánast verið ætlast til þess að neytendur sýni því ríkan skilning þegar verið er að okra á þeim. Hvað eftir annað hafa þeim verið send þau skilaboð að vilji þeir ekki borga það sem upp sé sett þá geti þeir étið það sem úti frýs. Íslenskir neytend- ur hafa löngum sýnt okrurum sínum mikið langlundargeð og borgað það sem upp er sett nánast möglunar- laust – enda hafa þeir oft ekki átt val um annað. Frá þessu eru þó vissulega undan- tekningar og má þar nefna tilkomu Bónuss á sínum tíma, sömuleiðis ELKO og ekki má gleyma IKEA. Og nú höfum við fengið Costco. Tilkoma Costco er mikill happafengur fyrir ís- lenska neytendur sem hafa sannar- lega ekki stillt gleði sinni í hóf. Á samfélagsmiðlum deila tugþúsundir reynslu sinni af viðskiptum við Costco og bera saman við verð hjá öðrum verslunum hérlendis. Þessi neytenda- vakt tugþúsunda haukfránna augna er besta aðhald sem íslensk verslun hefur fengið í langan tíma. Bent hef- ur verið á að þessi verðsamanburður sé ekki alltaf sanngjarn og það er ör- ugglega rétt. En það breytir engu um að hann er sanngjarn í langflestum tilvikum. Íslensk verslun hefur ein- faldlega alls ekki verið nægilega neyt- endavæn og á köflum ansi fruntaleg. Hinn dugmikli framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sagði í ný- legu viðtali: „Ég tel íslenska verslun eiga mjög lítið inni hjá neytendum. Menn hafa farið fram með truntu- skap og okri mjög lengi og fólk hefur almennt fundið það.“ Þetta er hárrétt greining á stöðunni og rímar full- komlega við upplifun neytenda. Framkvæmdastjóri IKEA hefur verið ólatur við að tala máli neytenda og reyndar svo mjög að hann sagði eitt sinn að fyrirtæki sitt hefði skil- að of miklum hagnaði. Landsmenn ráku vitaskuld upp stór augu við þau orð, enda fremur óvanir því að þeir sem reka fyrirtæki setji hag neytenda í fyrsta sæti. Það er sannarlega við hæfi að Costco og IKEA séu grannar í Garða- bæ. Það setur líka góðan svip á bæjar félag sem í umræðu manna á milli er alltof oft kennt við gulldrengi, silfurskeiðar og græðgi. n Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is E ins og fram hefur komið í fjölmiðlum hef ég nú í nafni svokallaðrar Imrali-sendi- nefndar afhent Blaðamanna- félagi Íslands skýrslu um stöðu mannréttindamála í Tyrklandi og þá ekki síst um brot sem framin eru á Kúrdum. Imrali vísar til eyju í Marmarahafinu þar sem tyrkneska stjórnin hefur haldið Öcalan, leið- toga Kúrda, í einangrunarfangelsi síðan 1999. Umrædd sendinefnd, sem var í Tyrklandi í febrúar síðast- liðnum, vildi hitta Öcalan og þing- menn sem sitja á bak við lás og slá en þeir eru flestir úr röðum Kúrda. Sú beiðni var að vettugi virt. BÍ birtir skýrsluna Blaðamannafélag Íslands hefur birt skýrslu Imrali-sendinefndarinnar á fréttavef sínum og er í fréttatilkynn- ingu BÍ, eðli máls samkvæmt, fyrst og fremst vísað í umfjöllun Imrali-hóps- ins um tjáningar- og fjölmiðlafrelsi sem nú fer mjög hrakandi í Tyrk- landi og var þó ekki gott fyrir, þús- undir manna dregnar fyrir dómstóla vegna skoðana sinna, bæði frétta- menn og fólk sem tjáir sig á samfé- lagsmiðlunum svonefndu á gagn- rýnin hátt gagnvart stjórnvöldum. Hvet ég lesendur DV til að kynna sér efni umræddrar skýrslu á vef Blaða- mannafélags Íslands. „En við hefðum ekki getað hist því ég var í fangelsi“ Þann tíma sem ég sat á þingi Evrópu- ráðsins í Strassborg lagði ég mig sér- staklega eftir því að fylgjast með mál- stað Kúrda. Hafði ég haft áhuga á frelsisbaráttu þeirra allar götur frá því Erlendur Haraldsson prófessor var einn helsti talsmaður þeirra í Evrópu. Síðan tók það að vekja athygli mína hve sterkar lýðræðisáherslur voru í málflutningi þeirra. Og þegar ég á eigin vegum heimsótti Diyarbakir, höfuðstað Kúrda í Austur-Tyrklandi, og fór þar víða um héruð árið 2014, vakti það athygli mína að tal þeirra um jafnrétti kynjanna var meira en orðin tóm. Þar sem þeir höfðu náð kosningu til að stýra sveitarfélögum, voru bæjarstjórarnir alltaf tveir, karl og kona, svo áþreifanlegt dæmi sé nefnt. Þegar komið var fram á árið 2015 hitti ég sendinefnd sem kom- in var til Strassborgar að tala máli Kúrda. Í hópnum var ungur lög- fræðingur, Erdu Günay. Á daginn kom að hún var frá Diyarbakir. „Synd að við hittumst ekki þar,“ sagði ég hugtekinn af frásögnum hennar, „ég var þarna á ferð í febrúar 2014.“ „Ég var þá líka í Diyarbakir,“ sagði hún, „en við hefðum ekki getað hist því ég var í fangelsi.“ Ég starði í forundran á stúlkuna sem gæti hafa verið dóttir mín. „Mín sök var að vinna með lög- fræðiteymi Öcalans eftir að ég lauk námi, fyrir vikið sat ég fimm ár á bak við lás og slá.“ Þær eru að koma til Íslands! Nú er þessi kona, Erdu Günay, að koma til Íslands og verður í Iðnó í há- deginu á laugardag, klukkan tólf. Og líka Havin Guneser, sem er höfuð- þýðandi rita Öcalans, þekkt baráttu- kona. Þegar ég hitti hana fyrst færði hún mér nýþýdda bók, volga úr prent- smiðjunni. Hún sagði að önnur væri á leiðinni. „Þegar hún kemur út, þá býð ég þér til Íslands,“ sagði ég. Og nú er Havin að koma hingað til lands og hvet ég alla til að hlýða á mál hennar og Erdu Günay í Iðnó á laugardaginn. Einhver bið verður hins vegar á því að Fehrat Encu komi hingað til lands. Um hann hef ég fjallað áður í DV og sennilega er Encu eini fangelsaði tyrkneski þingmaðurinn sem hefur rýnt af áhuga í skrif þessa blaðs. Fehrat Encu í DV Þannig er málum háttað að ég ákvað að velja, nánast af handahófi, þing- mann sem hefði verið fangelsaður, og rýna í hans mál sérstaklega. Fyrir valinu varð þessi einstakling- ur, Fehrat Encu, þingmaður Lýð- ræðisfylkingarinnar, HDP, sem er flokkur Kúrda. Hann var fangelsað- ur í byrjun nóvember í fyrra ásamt tólf öðrum þingmönnum og fjölda stjórnmálamanna sem starfa á sveitar stjórnarstiginu. Ferhat Encü er 32 ára aldri. Í DV fjallaði ég á sín- um tíma um baráttu hans fyrir því að fá opinbera og óvilhalla rannsókn á fjöldamorðum sem framin voru í desember árið 2011, en flestir þeirra sem þá féllu fyrir sprengjuregni tyrk- neska lofthersins í fjallahéruðum sem liggja að Írak, voru á unglingsaldri og flestir í fjölskyldu Ferhats, þar á með- al ung systkini hans. Í kjölfar þessara atburða bauð Ferhat sig fram til þings og hlaut kosningu í júníkosningunum 2015, en þá vann HDP stórsigur. Gladdist yfir blaðaskrifum Víkur nú sögunni að nýju til Imrali- sendinefndarinnar í febrúar síðast- liðnum. Að sjálfsögðu spurðist ég þá fyrir um fangann sem ég hafði valið að fylgjast sérstaklega með. Og viti menn. Daginn sem við komum til Istanbúl, eftir för okkar til Diyar bakir þar sem Kúrdar eru fjölmennastir, fréttum við að hann hefði þá fyrr um daginn verði látinn laus. Kom hann á hótelið þar sem við dvöldum og átti með okkur fund. Notaði ég tæki- færið og sýndi honum umfjöllunina um hann í DV. Gladdi það hann. En það var skammvinn gleði því fáein- um klukkustundum síðar var hann aftur kominn á bak við rimlana og er þar enn! Þeirra rödd mun hljóma á laugardag Þetta á að verða okkur hvatning sem viljum vekja athygli á mannréttinda- brotum gegn Kúrdum. Á laugar- dag, klukkan 12 á hádegi, eigum við þess kost að hlýða á baráttukonurnar fyrrnefndu, fræða okkur og hvetja. Það á að hlusta á einstaklinga sem sýnt hafa í verki að þeir eru tilbúnir að fórna frelsi sínu í þágu mannréttinda. Þeirra rödd verður að ná eyrum okkar. Og þeirra rödd mun hljóma í Iðnó á laugardag. n Um Kúrda, konur og Fehrat Encu Ögmundur Jónasson fyrrverandi heilbrigðisráðherra Kjallari „Það er sannarlega við hæfi að Costco og IKEA séu grannar í Garðabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.