Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Síða 26
Glæsileg salsahátíð, Midnight Sun Salsa, er nýafstaðin í Reykjavík. Hápunktur hennar var salsadanskeppni sem haldin var á laugardagskvöldið og meðal þeirra sem kepptu þar er Pálmar Örn Guðmunds- son sem kynntist salsa á Kúbu og fór á námskeið hjá Salsa Ísland í kjölfarið. „Þetta byrjaði þannig að ég ferðaðist til Kúbu þar sem ég var í tíu vikur og ég kynntist salsa þar,“ segir Pálmar Örn. „Þegar ég kom heim aftur þá langaði mig til að læra salsa, af því að ég hef einfaldlega áhuga á dansi.“ Pálmar Örn er afar listhneigður og helgast bæði vinnan og áhugamálin af því, hann kennir börnum í grunn- skóla Grindavíkur, hefur samið og æft árshátíðarsýningu með nemendum efri bekkja skólans, þjálfar í fótbolta, málar, spilar og syngur sem trúbador auk þess að dansa salsa. Örlítið krefjandi í upphafi Pálmar Örn fór fljótlega á byrjenda- námskeið hjá Salsa Ísland og er í dag búinn að fara á alls átta námskeið, bæði byrjenda- og framhaldsnámskeið. „Það var örlítið krefjandi fyrst að mæta og þekkja engan og kunna ekki dansinn,“ segir Pálmar Örn. „En það er fljótt að breytast og ég mæli með að fólk fari á námskeið og sérstaklega ef það hefur ekkert verið í dansi áður. Á námskeiðun- um þá lærir þú sporin og svo fer maður á danskvöldin í Iðnó til að æfa þau.“ Pálmar Örn segir það töfrum líkast að fara á gólfið og dansa við einhvern með hreyfingum í takti. „Það er ekki skipað fyrir með orðum, heldur leiðir maður dömuna áfram með ákveðnum hreyf- ingum og bendingum, sem einmitt eru kennd á námskeiðum. Tilgangurinn með danskvöldunum er að æfa sig og verða betri og betri. Það er ekkert mál að mæta einn á þau, maður kynnist fólki gegnum námskeiðin og þá gerist það ósjálfrátt að maður dansar við þau á opnu kvöldun- um, svo kynnist maður sífellt fleirum.“ Fyrsta keppnin Pálmar Örn keppti í fyrsta sinn á Midnight Sun Salsa og keyrði alls fjórum sinnum í viku til Reykjavíkur, bara fyrir salsað, en hann er búsettur í Grindavík. „Edda valdi hópinn minn í janúar og við slógum öll til. Síðan var samin dansrútína fyrir okkur sem við byrjuðum að æfa núna í maí, þannig að síðustu vikur þá er ég búinn að mæta á Frábær Félagsskapur og Fín hreyFing Pálmar Örn Guðmundsson kynntist salsa LíFið er tækiFæri – gerum það skemmtiLegt Ég er oft barnaleg, ég veit það og mér er alveg sama. Ég hendi oft í hnyttnar athugasemdir (að eigin mati) þegar ég hitti fólk af því að mér finnst gaman að hlæja sjálf og fá aðra til að brosa. Af sömu ástæðu pósta ég misgáfulegum bröndurum og myndum á Face- book. Fréttir um limlestingu fólks, stjórnmálaumræða og stanslaust væl er eitthvað sem ég set ekki þar, ég er með vefsíður fréttamiðla fyrir það fyrst nefnda, hef næstum engan áhuga á stjórnmálum og ég á vini til að hringja í þegar ég þarf á öxl að halda til að gráta á. Sumum finnst þetta sérstakt og finnst nú kannski kominn tími til að ég hagi mér eftir aldri, enda komin á miðjan aldur með barn sem nálgast þrítugsaldurinn hratt. En ég er búin að ákveða að halda uppteknum hætti eins lengi og ég get. Ég ætla að vera konan á Grund sem hendir í hjólastólarall og koppafleytingar á ganginum og klípur í rassinn á lækninum. Það verður líka að vera eitthvað fútt í köflum lífsins ef einhverjum dytti í hug að skrifa um mann á gamalsaldri, hvað þá ef lesningin á að verða metsölubók. Það er ekkert gaman að sigla nema séu öldur, eins og máltækið segir. Hvert fleyið ber mann svo áður en yfir lýkur er eitthvað sem mun koma í ljós, en vonandi verður áfram fútt og fjör í hvaða höfn sem maður lendir í. Ég er líka einstaklega forvitin að eðlisfari, sem hentar auðvitað mjög vel í mínu starfi. Hef einkar gaman af fólki, öllu því sem fær það til að „tikka“ og hvað það er gera og ætlar að fást við í lífinu. Þess vegna er alveg tilvalið ef þú ert heima hjá þér eða annars staðar að dútla við eitthvað sem er skemmtilegt og áhugavert fyrir þig og jafnvel fyrir aðra að láta mig vita. Mig langar pottþétt til að fræðast um það og koma því á framfæri. Sköpum tækifæri í lífinu, höf- um það skemmtilegt og áhugavert því lífið er of stutt fyrir leiðindi. Kær kveðja, Ragna ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.