Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Side 28
Þegar ég er ekki að æfa þá er ég bara að vinna hér í Laugum,“ segir Tanja Rún, sem er nýorðin 17 ára. „Ég er mestallan tímann hérna.“ Inga Hrönn, sem er 27 ára, samsinnir því. „Maður festist svolítið í þessum lífsstíl, maður vill alltaf vera á æfingu og þó að ég sé ekki að æfa fyrir mót þá skipulegg ég lífið í kringum æfingar.“ Tanja Rún er að ljúka sínu fyrsta ári í námi við Menntaskólann við Sund. Inga Hrönn starfar sem viðskiptastjóri hjá AVIS bílaleigu, auk þess sem hún á verslunina MOMO konur ásamt móður sinni. Báðar eiga maka sem einnig stunda líkamsrækt af krafti og skilja þeir því vel hvað í þessu felst. „Eiður, kærastinn minn, er líka að æfa í Laugum,“ segir Tanja Rún. „Brynjar, kærastinn minn, er einnig að keppa í vaxtarrækt,“ segir Inga Hrönn. Hún á soninn Óðin Hrafn, sjö ára, sem var með móður sinni í Laugum þegar viðtalið var tekið. Æfingar tvisvar á dag „Ég vakna fimm, hálfsex ef ég fer í morgunbrennslu,“ segir Tanja Rún. „Nema núna er sumar þá vakna ég klukkan 10 og fer á brennsluæfingu þá, svo tek ég aðra æfingu seinni partinn,“ bætir hún við. „Þegar maður venst því að æfa svona mikið, þá hættir maður því ekki“ segir Inga Hrönn. „Ég fór til dæmis á Úlfarsfell í gær bara af því að mig langaði að hreyfa mig.“ Tanja segist fara á æfingu, hafi hún ekkert að gera. „Sumir horfa á sjónvarpsþátt, við förum á æfingu.“ Með grunn í íþróttum Einkaþjálfarinn Konráð Valur Gíslason er þjálfari þeirra beggja, en þær hafa æft mislengi. Inga Hrönn byrjaði að æfa fyrir sitt fyrsta mót árið 2009, varð síðan ófrísk og tók pásu, en keppti á sínu fyrsta móti árið 2012. Tanja Rún byrjaði í þjálfun hjá Konna í júní 2016 og hefur æft tvisvar á dag síðan þá. En höfðu þær einhvern grunn í íþróttum áður en þær byrjuðu í fitness? „Ég var í fótbolta í níu ár, sleit svo krossband og byrjaði þá í þessu,“ segir Tanja Rún. „Margir í minni fjölskyldu eru að æfa og keppa þannig að ég kynntist þessu ung og langaði alltaf að fara að æfa, en ég var komin svo langt í fótboltanum að ég vildi ekki kasta því á glæ. Svo þegar ég sleit krossbandið þá varð ekki aftur snúið og þá ákvað ég að fara að lyfta,“ segir Tanja. „Mér finnst rosalega leiðinlegt að hlaupa, þannig að ég entist aldrei í neinum íþróttum,“ segir Inga Hrönn. „Nema í taekwondo í fjögur, fimm ár sem barn, svo var ég byrjuð að lyfta í níunda bekk, en það var ekkert mark- visst fyrr en árið 2009. Það vilja allir hreyfa sig, það er bara innbyggt í okkur. Ég fann mig hins vegar ekki í neinum hópíþróttum, mamma hefur alltaf verið dugleg að lyfta þannig að ég elti hana í þetta og þetta er fyrsta sportið sem ég finn mig í.“ Sigursælar á mótum Þrátt fyrir að hafa ekki æft nema í tæpt ár þá er Tanja Rún búin að keppa á þremur mótum. „Ég vann báða flokkana á mínu fyrsta móti, mínus 163 í módelfitness og unglingaflokkinn. Á Íslandsmótinu núna í ár var ég í þriðja sæti í mínus 168 og vann unglinga- flokkinn og á EM-mótinu núna komst ég í undanúrslit í mínus 166 og ung- lingaflokknum.“ Inga Hrönn byrjaði að keppa í módel fitness. „Ég náði besta árangrin- um í því þegar ég bjó í Noregi og náði fjórða og sjötta sæti.“ Þar sem hún var orðin of vöðvamikil fyrir flokkinn færði hún sig yfir í bodyfitness. „Mér finnst það skemmtilegra og fallegri pósur. Ég náði fjórða sætinu í fyrsta sinn sem ég keppti, síðan þriðja sætinu og svo þegar ég keppti í þriðja sinn á Grand Prix-mótinu í Ósló þá vann ég bæði minn flokk og svo „over all“-tit- ilinn.“ Á Íslandsmótinu núna í ár vann ég minn flokk og „over all“, síðan náði ég sextánda sæti á EM-mótinu. Það er ágætis árangur og ég er stolt af honum. Að standa á Evrópumóti með sterkustu konum í sportinu og fara áfram, þetta er svo mikil viðurkenning á því sem maður ert að gera,“ segir Inga Hrönn. „Það eru ekki allir sem fá að keppa á þessu móti,“ segir Tanja Rún, maður gerir sér svolítið grein fyrir að öll vinnan sem maður hefur lagt í þetta er að skila sér.“ Hvað er næst á dagskrá? „Á svona sterku móti eins og Evrópumótinu þá sér maður það sem maður þarf að laga,“ segir Inga Hrönn. „Maður kemur rosalega „motiveraður“ af sviðinu. Spennt að borða meira, stækka meira og laga það sem þarf að laga. Þetta er skemmtilegur tími líka, ég er full af orku, það er svo mikið að gera strax eftir mót.“ En Inga Hrönn stefnir á að keppa á heimsmeistara- mótinu núna í desember og svo Arnold Classic-mótinu í febrúar á næsta ári, en það er sterkasta mótið á heimsvísu. „Mig langar samt að taka lengri tíma og laga það sem þarf að laga,“ segir Inga Hrönn og því gæti verið að heimsmeistaramótið bíði enn um sinn. Þær segja að í boði sé að keppa á flottum mótum í kjölfarið á Arnold Classic, bæði Oslo Grand Prix og Sweden Grand Prix, síðan er Evrópumótið aftur í maí á næsta ári. „Skilyrði fyrir því að keppa á Evrópumóti er að hafa keppt á móti hér heima líka, þannig að við stílum aðeins inn á að keppa á mótum í kringum mótin hér heima. Helst þarftu að vinna þinn flokk hér heima og sanna þig. Við viljum líka halda uppi gæðum á mótunum hér, við eigum ótrúlega margt flott keppnisfólk hér heima og Vanar Vinningssætum Inga Hrönn og Tanja Rún fitnessdrottningar Tanja Rún Freysdóttir og Inga Hrönn Ásgeirsdóttir helga allan frítíma sinn æfingum og keppn- um í fitness. Þær eru agaðar og hafa ýmsar fórnir fært fyrir sportið, en árangurinn lætur held- ur ekki á sér standa, þær hafa komist á verðlaunapall bæði hér heima og erlendis, þar sem að þær hafa keppt á móti þeim sterkustu í heimi. Geisla af heilbriGði Inga Hrönn og Tanja Rún eru hreystin uppmáluð. Mynd MuMMi Lú Íslandsmeistari unGlinGa Tanja Rún vann unglingaflokkinn á Íslandsmeistaramótinu núna í ár. Mynd MuMMi Lú siGur- veGari allra flokka Á nýliðnu Íslandsmóti vann Inga Hrönn sinn flokk og varð einnig „over all“-meistari. Mynd MuMMi Lú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.