Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Síða 32
StyttiSt í Sjóarann Síkáta Fjörug fjögurra daga bæjarhátíð Það styttist í fyrstu bæjarhátíð ársins, Sjóarann síkáta, í Grindavík sem jafnan er fyrstu helgina í júní en fellur í ár á aðra helgi júnímánaðar sökum hvítasunnuhelgarinnar. Það hefur þó engin áhrif á bæjarbúa sem eru margir hverjir löngu byrjaðir að skipuleggja hvernig skreyta skuli hús sín og nánasta umhverfi fyrir helgina. Þetta er í 21. sinn sem hátíðin Sjóar-inn síkáti er haldin og hér er jafn-an mikið fjör alla helgina,“ segir Siggeir F. Ævarsson, upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar. „Dagskráin er tilbúin og komin í prent og í henni má finna bæði hefðbundna, árlega viðburði, auk nokkurra nýrra.“ Sjóarinn síkáti byrjar mánudaginn 5. júní með sýningunni Samfélaginu okkar í Kvikunni, en gamlar ljósmyndir sýna atvinnuhætti og mannlíf í Grindavík. Fyr- irlestrar verða síðan mánudags- og þriðju- dagskvöld í Kvikunni. Á miðvikudaginn verður heimildamyndin Brotið sýnd í Kvennó, en hún fjallar um mannskætt veður sem gekk yfir Ísland. Myndin verður þátttakandi á næstu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Dagskráin hefst svo af krafti föstudaginn 9. júní þegar götugrill verður um allan bæ og litaskrúðganga verður úr fjórum hverfum niður á hátíðarsvæði við bryggjuna. „Á bæjarhátíðinni er bænum skipt í fjögur hverfi sem hvert á sinn lit og sitt tákn og leggja flestir bæjarbúar mikinn metnað í skreytingar á húsum sínum og hverfum,“ segir Siggeir. Best skreytta húsið og best skreytta hverfið er valið á hverju ári og er það jafnan heiðurinn sem er í húfi, frekar en verðlaun. Fjöldi viðburða í boði Helgina sjálfa verður svo heilmikil dag- skrá, meðal annars keppnin um sterkasta mann í heimi, Íslandsmeistaramót í kasínu, hópakstur bifhjóla, leiktæki og andlitsmálun fyrir börnin, paintball og lasertag svo eitthvað sé nefnt. „Hátíðin hefur verið afar vel sótt undanfarin ár og í fyrra fóru samkvæmt mælingum vefmyndavéla 40 þúsund manns í gegnum Grindavík um sjómannadagshelgina,“ segir Siggeir. Íbúafjöldi bæjarins margfald- ast því þessa helgi, en í Grindavík búa um 3.200 manns. Dagskráin mun birtast von bráðar á heimasíðu Grindavíkurbæjar, grindavik. is, og það er um að gera fyrir áhugasama að bregða undir sig betri fætinum og kíkja til Grindavíkur, skoða mannlífið og njóta skemmtiatriða á fjörugri bæjarhátíð. Litríkt fóLk Fjögur hverfi í fjórum litum mætast í skrúðgöngu á föstudagskvöldinu og ganga fylktu liði niður á hátíðarsvæðið við bryggjuna. Síðan tekur við skemmti- dagskrá fram á nótt. fjöLdi sjáLfboðaLiða hLuti af hátíðinni Björgunarsveitin Þorbjörn og slysavarnadeildin Þórkatla eru órjúfanlegur hluti af hópnum sem kemur að bæjarhátíðinni. Slysavarnadeildin Þórkatla sér um sölu á ýmsum veitingum, sælgæti, candyfloss, blöðrum og fleiru á hátíðarsvæðinu sjálfu úr sölugám þeirra sem heitir Ellubúð. „Við erum búnar að gera þetta svo lengi að þetta er eins og vel smurð vél sem fer fulla ferð áfram um leið og við byrjum,“ segja þær Guðrún Kristín Einarsdóttir formaður og Ragna Gestsdóttir, ritari í stjórn Þórkötlu. Þær eru hér ásamt Önnu Magnúsdóttur félagskonu. best skreytta húsið Á hverju ári er eitt hús valið sem best skreytta húsið. Þetta hús í appelsínugula hverfinu hlaut verðlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.