Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Side 33
Kraftajötnar gæða sér á PaPas-Pítsum Sterkustu menn Íslands þurfa að næra sig vel og það er nóg af góðum veitingastöðum í Grindavík. Þessir kappar mættu á Sterkasti maður í heimi fyrir tveimur árum og smelltu sér í pítsur á Papas milli aflrauna. Ellubúð Það er jafnan nóg um að vera við Ellubúð. „Hún Elín Pálfríður Alexandersdóttir, sem er ein af stofnfé- lögum Þórkötlu og heiðursfélagi hennar í dag, var svo frá- bær að gefa okkur gáminn og stjórnarkonur voru sammála um að nefna hann Ellubúð henni til heiðurs.“ öflug björg- unarsvEit Björg- unarsveitin Þorbjörn sér um kappróðurinn, koddaslaginn og skemmtisiglinguna, auk gæslu á hátíðinni sjálfri. „Það eru um 30 manns sem koma að hátíðinni af okkar hálfu,“ segir Otti Sig- marsson, varaformað- ur Þorbjarnar. „Þetta hefur alltaf gengið rosalega vel og það eru sennilega hátt í þúsund vinnustundir af hálfu sveitarinnar sem fara í hátíðina.“ Kvenfélag Grímneshrepps hefur síðastliðið ár unnið að umhverfisverkefninu „Ekki kaupa rusl!“ Markmiðið með verk- efninu er að auka vitundarvakningu hjá íbúum Grímsnes- og Grafn- ingshrepps og í vikunni fengu íbúar hreppsins fjölnota innkaupapoka frá kvenfélaginu, en þeir eru saumaðir úr gömlu gardínuefni og gömlum dúkum. „Tildrög verkefnisins voru að á vorfundi félagsins í fyrra fengum við fræðslufyrirlestur um rusl, hversu mikið félli til, hvernig ruslmagn tengist efnahagssveiflum í samfé- laginu, hvernig það er flokkað og hvar er hægt að gera betur svo að dæmi séu nefnd,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins. Ekki kaupa rusl Það sem stóð upp úr fyrirlestrinum að sögn Laufeyjar var setningin „Ekki kaupa rusl“, það er ekki kaupa of stórar pakkningar þar sem innihaldið verður aldrei klárað og minni einingar eru til, ekki kaupa hluti, föt, mat og annað sem ekki verður notað og fer þar af leiðandi beint í ruslið. „Einnig komu fram upplýsingar um það gífurlega magn af matvælum og lífrænum úrgangi sem fer beint í ruslatunnuna okkar, en sem hægt væri að koma í veg fyrir með vandaðri innkaupum, betri flokkun og endurnýtingu eins og með moltugerð eða hreinlega með því að fá sér hænur sem svo framleiða egg fyrir þig í staðinn,“ segir Laufey. Gömul efni fá framhaldslíf „Síðan áskotnaðist kvenfélaginu mikið magn af efni í alls kyns litum og mynstri auk gömlu dúkanna úr félagsheimilinu,“ segir Laufey. „Út frá því fórum við að huga að hvernig þetta efni myndi nýtast best og kviknaði sú hugmynd að sauma taupoka úr þessu og færa íbúum sveitarfélagsins þá að gjöf og þannig hvetja þá til að lág- marka plastpokanotkun við innkaup sem dæmi.“ Félagskonur skiptu með sér verkum, lituðu efni, sniðu pokana til, merktu og saumuðu. Íbúar hrifnir af verkefninu „Við nýttum daginn Borg í sveit til að dreifa fyrsta hollinu af pokum á heim- ilin í Grímsnes- og Grafningshreppi og hvöttum um leið íbúa til að nota fjölnota poka. Það var tekið vel á móti okkur og gaman að heyra hvað margir notast nú þegar við fjölnota poka,“ segir Laufey sem þakkar fyrir góðar móttökur. Sannarlega gott framtak hjá Kvenfélagskonum í Grímsnes- og Grafningshreppi. ánægðir íbúar Anna Margrét Sigurðardóttir og Ágúst Gunnarsson á Stærri-Bæ ánægð með pokann sinn. umhverfisvænar Fjölnota innkaupapokar á öll heimili KvenfélagsKonur grímneshrepps KraftmiKlar Konur Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kven- félags Grímsneshrepps, Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Gríms- nes- og Grafningshrepps, Kristín Carol Chadwick kvenfélagskona. sKEmmtilEgar álEtranir „Þú mátt nota mig aftur og aftur og aftur og aftur …,“ stendur meðal annars á pokunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.