Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Side 41
Helgarblað 2. júní 2017 KYNNINGARBLAÐ Allt fyrir garðinn 3 Fagmennska er nauðsynleg í helluhreinsun – mæling og tilboð að kostnaðarlausu Núna er sá tími genginn í garð þegar húseigendur láta hreinsa hellulögð plön, garðstíga og innkeyrslur. Margir gera þau mistök að láta líða of langan tíma áður en hafist er handa við helluhreinsun og aðrir misreikna sig með því að leita ekki til fagmanna við verk sem reynast þeim ofviða. „Fyrst fer ég og mæli og það er fólki algjörlega að kostn- aðarlausu. Síðan geri ég tilboð og leyfi fólki að hugsa málið í friði. Það hefur síðan samband ef það vill taka tilboðinu en ég er ekkert að ónáða það aftur ef það hefur ekki samband,“ segir Böðvar Sigurðs- son hjá Helluhreinsun ehf. Er það óneitanlega þægilegt að geta fengið umfang verksins og kostnað á hreint, án nokkurs tilkostnaðar. Helluhreinsun ehf. ræður yfir afar góðum tækjakosti til að fást við helluhreinsun en um er að ræða háþrýstigræjur í öllum stærðum og gerðum til þess að nota á hina ýmsu hellulögðu fleti. „Svo erum við með svokallaða háþrýstihatta eða eins konar hlemma. Hlemmur- inn nær að halda slettum vegna háþrýstingsins í lágmarki þó svo það sé aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir þær. En við þrífum allt vel eftir okkur og þegar allt er klárt þá er allt tandurhreint og planið hið glæsilegasta,“ segir Böðvar Sigurðsson. Eitrun á grasi og illgresi mikil- vægur hluti af helluhreinsun Helluhreinsun ehf. býður einnig upp á eitrun sem kemur í veg fyrir að sá gróður sem hreinsaður er burt á milli hellna vaxi aftur að vörmu spori. Eitrið þarf að fá að virka í um níu daga áður en lengra er haldið. Eftir hreinsunina, sem er yfirleitt dagsverk, er stéttin sílanborin og loks sönduð. Sílanið verndar hellurnar fyrir drullu og vatns- og frostskemmdum og tekur eingöngu um tvo klukkutíma að þorna og eftir það er það nær ósýnilegt. Í rigningu perlar vatnið af hellunum í stað þess að bleyta þær upp. Það er mikilvægt merki um að fagmenn hafi verið að verki. Helluhreinsun ehf. er til húsa að Lækjarási 3, 210 Garðabæ. Hægt er að biðja um mælingu og tilboð þér að kostnaðarlausu, eða fá aðrar upplýsingar með símtali eða fyrirspurn á netfang fyrirtækisins. Sími: 775-6080 Netfang: hellu- hreinsun@helluhreinsun.is. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Helluhreinsunar, helluhreinsun.is. Helluhreinsun ehf. Framúrskarandi þjónusta í stóru og smáu Aðal Garðaþjón-ustan býður upp á heildarlausnir þegar kemur að viðhaldi garðsins og ýmsu öðru sem tengist húsalóðum, en sinnir jafnt stórum sem smáum verkefnum. Gríðarlega fjölbreytt þjónusta er í boði en í þeim sárafáu tilvikum þegar sérþekking á viðkom- andi verki er ekki til staðar hefur fyrirtækið milligöngu um aðkomu annarra fagmanna. Meðal verka sem Aðal Garðaþjónustan tekur að sér eru garðsláttur, beðagrisj- un, jarðvegsskipti, túnþökulögn, hekkklipping, trjáfelling, hellulögn, malbikun og smíði sólpalla og skjól- veggja, svo fátt sé nefnt. Innan fyrirtækisins eru meðal annars mjög fært smíðateymi, eitt besta járnabindingateymi á landinu og framúrskarandi fær aðili í trjá- bindingum. Viðhald lóðar og framkvæmdir við húseignir tvinnast stundum saman, til dæmis þegar múrbrot veldur raski í garðinum. Eitt af fjöl- mörgu sem Aðal Garðaþjónustan hefur sérhæft sig í er að hreinsa til eftir slíkar aðgerðir, fjarlægja stein- steypubrot úr görðum og tyrfa upp á nýtt – skila garðinum í toppstandi. Fyrirmyndarþjónusta og hagstætt verð Aðal Garðaþjónustan leggur mikla áherslu á að veita viðskiptavinum sínum alltaf framúrskarandi þjón- ustu enda hafa ánægðir viðskipta- vinir gert fyrirtækinu kleift að vaxa og dafna. Lítil yfirbygging veldur því jafnframt að fyrirtækið getur boðið þjónustu sína á hagstæðu verði. Fyrirtækið veitir faglega ráðgjöf vegna fyrirhugaðra framkvæmda í garðinum og gerir tilboð í verkið, til dæmis þegar kemur að smíði sólpalla og skjólveggja og hvers konar öðrum framkvæmdum. Oft verður þjónusta sem hefst á garðslætti víðtækari. Starfsmenn fyrirtækisins benda þá á annað sem aflaga kann að fara á lóðinni þegar slegið er, til dæmis ef grisja þarf beð, eða bera á sólpallinn, og vinnur síðan slík verkefni ef fast- eignaeigandinn kýs svo. Garðurinn gerður vetrarheldur Merkilegur þáttur í þjónustu Aðal Garðaþjónustunnar er frágangur á garði fyrir veturinn. Yfir sumar- tímann er þar að finna ýmsa hluti sem þarf að koma í hús áður en vetur gengur í garð (!). Aðal Garða- þjónustan býður upp á að raða haganlega inn í geymslu hjá fólki en hefur líka reiðu geymslupláss fyrir þá sem á þurfa að halda. Hlutir eru þá merktir og þeim komið fyrir í geymslu fyrirtækisins. Þegar vorar er þeim skilað í besta mögulega ástandi aftur í garðinn, reiðhjól eru til dæmis smurð og lofti pumpað í dekkin, og trampólín sett upp. Á veturna býður fyrirtækið upp á snjómokstur, stéttir eru hand- mokaðar og innkeyrslur ruddar með stórum bílum sem eru með snjómoksturstönn og saltkassa. Aðal Garðaþjónustan er stað- sett að Auðbrekku 4, Kópavegi. Til að panta þjónustu eða fá frekari upplýsingar er gott að hringja í síma 770-0854 eða senda fyrir- spurn á netfangið adalgardathjon- ustan@adalgardathjonustan.is. Einnig er að finna upplýsingar og myndefni á Facebook-síðu Aðal Garðaþjónustunnar. Aðal Garðaþjónustan:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.