Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Qupperneq 43
fólk - viðtal 23Helgarblað 2. júní 2017 verið gefandi en vissulega hafi það verið erfitt og tekið á líka. „Ég held að ég hafi ekki upplifað neitt verra en fyrsta daginn minn í Eþíópíu. Við lentum þar og keyrðum að segja má beint á fótboltaleikvang þar sem voru fyrir átta hundruð vannærð börn, sem verið var að hjálpa. Þar var eiginlega tekið í öxlina á mér og sagt: Heyrðu, þetta er núna á þína ábyrgð, þessi átta hundruð vannærðu börn. Gaman að sjá þig! Og svo fóru menn bara daginn eftir en ég sat eftir og klóraði mér í kollinum og velti fyrir mér hvernig ég ætti að komast fram úr þessu. Allt eftir það, hvort sem það tengist flugmálum eða öðru, hefur verið minna áfall en þetta.“ „Björn Óli, við erum gjaldþrota!“ Það er augljóst að til þess að takast á við verkefni af þessu tagi þarf sterk bein og jákvæða lífssýn. Það virðist Björn Óli hvort tveggja hafa í miklum mæli. „Kannski er það vegna þess að ég hef upplifað svo margt af svona hlutum að ég get sagt að ég hef aldrei upplifað neitt slæmt sem endar samt ekki á einhvern jákvæðan hátt. Ergo, ég er svona frekar jákvæður náungi. Kannski má segja að það hafi líka birst, svo við stökkvum nokkur ár fram í tímann, á fyrsta vinnudeg­ inum mínum sem forstjóri sam­ einaðs Keflavíkurflugvallar. Það var 6. október árið 2008. Þá kom ég inn á skrifstofu sem átti að verða skrif­ stofan mín og þar sat fyrir Elín Árna­ dóttir, sem þá var framkvæmdastjóri Flugstöðvarinnar en er nú aðstoðar­ framkvæmdastjóri Isavia. Ég heils­ aði henni hátíðlega en hún var nú ekkert að heilsa mér. Ég skildi þetta ekki alveg, velti fyrir mér hvort henni þætti svona óþægilegt að þarna væri kominn þessi nýi forstjóri á fyrsta degi í starfi. En eftir svolitla stund leit hún upp á mig og sagði: Björn Óli, við erum gjaldþrota! Þetta voru fyrstu orðin sem ég heyrði í nýju starfi. Okkur tókst nú hins vegar, með miklu átaki og vinnu góðs fólks, að snúa stöðunni við. Þannig að ég er alltaf að lenda í einhverju svona en ég er bjartsýnn að eðlisfari og ef maður vinnur hlutina vel þá kemur alltaf eitthvað jákvætt út úr því.“ Tálknafjörður besti staður Íslands En við víkjum aftur í söguna. Björn Óli vann við hjálparstörf af ýmsu tagi í Eþíópíu í tæp tvö ár en kom svo heim til Íslands árið 1994. Þá hóf hann aftur störf á verkfræðistofu föður síns og var þar til ársins 1997 þegar faðir hans og samstarfsmaður hans seldu reksturinn sökum þess að þeir voru komnir á aldur. „Þá endaði ég með því að sækja um starf sveitar­ stjóra Tálknafjarðarhrepps, og fékk það. Þar var ég í þrjú ár sem voru afar skemmtilegur tími. Tálknafjörð­ ur er besti staður á Íslandi, alla vega á Vestfjörðum, maður getur ekkert annað sagt eftir að hafa verið þar. Ég tek það samt fram að konan mín er ekki alveg sammála, hún er nefni­ lega frá Ísafirði. Við kynntumst þegar ég var á Tálknafirði og giftum okkur,“ segir Björn Óli en kona hans er Krist­ jana Sigríður Barðadóttir. Björn Óli lýsir sjálfum sér svo að hann hafi verið algjör miðbæjarrotta sem ungur maður, varla komið út fyrir póstnúmer 101. Hvernig stend­ ur þá á því að slíkur maður ákveður að söðla um og taka að sér sveitar­ stjórastöðu á Tálknafirði? „Það eru skýringar á öllum hlutum. Ég sagði alltaf þegar ég var ungur að ég gæti ekki hugsað mér að flytja út á lands­ byggðina. En svo, mörgum árum seinna, þegar ég var úti í Eþíópíu við landamæri Sómalíu og horfði á hverjum einasta degi á þúsundir hungraðra flóttamanna gangandi fram hjá mér í rykinu, hugsaði ég með mér hversu kjánalegt það hefði verið hjá mér að vera andsnúinn því að fara út á land á Íslandi, í þess­ um samanburði. Þar kviknaði hug­ myndin um að það væri skemmti­ legra að kynnast einhverju öðru en því að vera fastur í miðborg Reykja­ víkur; að upplifa Ísland.“ Keyrði á milli Kósóvó og Grikklands Þegar Björn Óli var að taka saman sitt hafurtask eftir dvölina á Tálkna­ firði og hugsa sér til hreyfings var leitað til hans frá utanríkisráðu­ neytinu og því velt upp hvort hann hefði áhuga á að koma til starfa fyrir íslensku friðargæsluna í Kósóvó. Þar voru menn að leita að verkfræðingi með reynslu af átakasvæðum. Björn Óli hugsaði sig nokkuð um, enda nýlega kvæntur og með lítið barn, en Kristjana kona hans hvatti hann til fararinnar og sagði honum að ef hann léti ekki verða af því myndi hann áreiðanlega alltaf sjá eftir því. „Planið var að koma aftur hálfu ári seinna en ég fékk hins vegar tilboð um framlengingu á störfum mínum þarna. Eftir ár flutti síðan fjölskyldan mín út, til Grikklands, en ég starfaði áfram í Kósóvó. Það eru bara þrír til fjórir tímar að fara á milli, ekki mik­ ið lengra en að fara til Víkur í Mýrdal héðan úr Reykjavík.“ Byggði upp innviði frá grunni Björn Óli var staðsettur í Pristina og starfaði þar í fast að átta árum. „Þetta var allt annað en þegar ég var í starfi hjá Rauða krossinum. Þar var áskorunin eiginlega sú að bjarga heiminum núna, það varð að bregð­ ast við því strax að tryggja fólki vatn og matvæli. Í Kósóvó var áskorunin hins vegar sú að koma heilu þjóð­ félagi í gang. Þegar stríðinu lauk í Kósóvó var þar enginn mannleg­ ur infrastrúktúr. Það voru engin ráðuneyti til, engar stofnanir, engin stjórnsýsla. Ég var fyrst um sinn að tengja saman starf Sameinuðu þjóð­ anna og NATO­herliðsins varðandi endurbætur í skólp­ og vatnsmálum og annað í þeim dúr. En síðan tók ég yfir sem verkefnastjóri fyrir Evrópu­ sambandshluta Sameinuðu þjóð­ anna í Kósóvó varðandi uppsetn­ ingu skipurita, starfslýsinga og mannaráðninga fyrir stóran hluta stjórnkerfisins. Ég kom því að því að setja á stofn hátt í tíu ráðuneyti og og sjö eftirlitsstofnanir, innviðaupp­ byggingu. Það er auðvitað merki­ legt að maður með minn bakgrunn hafi verið kominn til starfa sem ver­ kefnastjóri við að byggja upp ráðu­ neyti, verkfræðingurinn sem hafði reynslu af því að dreifa matvælum. Og reyndar af því að stýra Tálkn­ firðingum,“ segir Björn Óli glottandi en bætir svo við: „Það voru svo fáir þarna niður frá sem voru tilbúnir að takast á við svona verkefni og þeir voru gripnir glóðvolgir í öll svona verkefni. Ég vann sem sagt að þessu og einn daginn var ég kallaður inn til yfirmanns míns, mér rétt mappa og við mig var sagt: Jæja, Björn Óli, nú ert þú herra flugmál í Kósóvó. Þessu bætti ég við mig ofan á önnur verk og byggði meðal annars upp stofnun sem er ekki ósvipuð Samgöngustofunni ís­ lensku, en það voru svo sem fleiri verkefni sem þar var sinnt en hér. Þá komst ég í kynni við flugmálin í fyrsta skipti að segja má.“ Varð sérfræðingur í að setja saman alþjóðaflugvelli Eftir nokkur ár í þessum störfum fyrir Sameinuðu þjóðirnar hóf Björn Óli störf í verkefnastjórnun við uppbyggingu alþjóðaflugvallar­ ins í Pristina og varð síðar forstjóri hans. Meðal þeirra verkefna sem hann sinnti þar var sameining flug­ vallarrekstursins og flugstöðvar­ þjónustunnar, sem hafði verið rekið hvort í sínu lagi. „Þegar ég kom síð­ an til starfa hér heima við sömu að­ stæður má segja að ég hafi verið eini Íslendingurinn sem hafði reynslu af því að sameina rekstur alþjóðaflug­ vallar. Ákvörðunin um að taka stutt­ an vikukúrs hjá Rauða krossinum í Borgarfirði gat það sem sagt af sér að ég var allt í einu orðinn sérfræðing­ ur í að setja saman alþjóðaflugvelli,“ segir Björn Óli og hlær. Björn Óli kom síðan heim og tók til starfa sem forstjóri Keflavíkurflugvallar, 6. október 2008 sem fyrr segir, í miðju efnahagshruni hér á landi. Björn Óli leiddi þar sameiningu Flugmála­ stjórnar Keflavíkurflugvallar, Flug­ stöðvar Leifs Eiríkssonar og flug­ öryggisdeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Eins og áður sagði var fyrsti starfsdagurinn skrautlegur en Björn Óli segir að honum hafi líka brugðið nokkuð á öðrum degi eft­ ir formlega stofnun fyrirtækisins, 2. janúar 2009. Þá var boðað til mót­ töku vegna stofnunarinnar og margt fyrirmennið mætti. „Kristján Möller var þá samgönguráðherra. Hann stóð upp á samkomunni og hrósaði okkur fyrir starfið en bætti við að „Við lentum þar og keyrðum að segja má beint á fótboltaleik- vang þar sem voru fyrir átta hundruð vannærð börn, sem verið var að hjálpa. Þar var eiginlega tekið í öxlina á mér og sagt: Heyrðu, þetta er núna á þína ábyrgð, þessi átta hundruð vannærðu börn. Gaman að sjá þig! Góð verk láta manni líða vel Björn Óli sinnti hjálparstarfi um árabil og segir að það sé góð tilfinning. „Maður er að láta eitthvað gott af sér leiða og það lætur manni líða vel.“ Myndir SiGTryGGur Ari Ævintýraleg uppbygging Framundan er að minnsta kosti 90 milljarða uppbygging á Keflavíkurflugvelli, gangi allt eftir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.