Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Qupperneq 44
24 fólk - viðtal Helgarblað 2. júní 2017
hann hygðist nú skoða það að sam-
eina Keflavíkurflugvöll og Flugstoðir.
Við náðum sem sagt að lifa í einn
dag áður en tekin var ákvörðun um
að sameina okkur einhverju öðru.
Strax eftir það hófst vinna að sam-
einingunni og Isavia var stofnað árið
eftir, 2010.“
Eingöngu þjónustuaðilar
Isavia á og rekur Keflavíkurflug-
völl, en aðrir innlendir flugvellir eru
í beinni eigu ríkisins. Þeir eru hins
vegar reknir af Isavia á grundvelli
þjónustusamnings. Oft virðist gæta
misskilnings í þessum efnum og hef-
ur Isavia fengið á sig verulega gagn-
rýni vegna ýmissa mála sem tengjast
flugvöllum á landsbyggðinni, með-
al annars varðandi viðhald og upp-
byggingu. Gagnrýni sem á kannski
í fæstum tilfellum rétt á sér þar sem
Isavia tekur ekki ákvarðanir um slík-
ar framkvæmdir, þær verður að taka
við fjárlagagerð á Alþingi. „Isavia á
auðvitað ekkert í þessum völlum.
Við rekum vellina fyrir ríkið, með
rekstrarsamningi sem gildir í eitt ár
í senn, og ábyrgð á öllum meirihátt-
ar ákvörðunum sem þarf að taka er
á könnu ráðuneytisins. Það gildir
jafnt um þjónustu sem uppbyggingu
og viðhald. Við höfum í raun afar
lítið um þessi mál að segja, Isavia.
Það er ákveðið vandamál að margir
vilja gjarnan líta á okkur hjá Isavia
sem talsmenn ákveðinna sjónar-
miða en við erum auðvitað fyrst og
fremst þjónustuaðili. Við þurfum að
vera fagleg í upplýsingagjöf, rekstri
og uppbyggingu innviða. Við getum
sagt, og gerum það, við ráðuneytið
að flugvellir liggi undir skemmdum
vegna skorts á viðhaldi. En þar með
lýkur því, við höfum ekki heimildir til
að taka úr sjóðum Isavia í því skyni
að fara í framkvæmdir á Gjögri, á
Húsavík eða annars staðar. Það er
hlutverk Alþingis að setja í það fjár-
muni.“
Eru að plástra
Björn Óli bendir á að Isavia geti lítið
gert til að mynda í ástandi Þingeyrar-
flugvallar en völlurinn þar er illa far-
inn og ónothæfur sem varaflugvöllur
fyrir Ísafjarðarflugvöll, þótt hann sé
hugsaður sem slíkur. „Við erum með
nokkra flugvelli á okkar könnu sem
þurfa á verulegu viðhaldi að halda
en það eina sem við getum gert er að
benda ríkisvaldinu á það. Það kostar
150 milljónir að laga Þingeyrarflug-
völl, við höfum bent á það ásamt öðr-
um framkvæmdum sem þörf er á að
ráðast í á öðrum völlum og svo er það
bara spurning hvað ríkisvaldið telji
að eigi að forgangsraða í. Við höfum
í mörg undanfarin ár aldrei feng-
ið nægilegt fjármagn til að ráðast í
stærri viðhaldsverkefni, við erum
bara að plástra það sem hægt er.“
Ekki hægt að færa flug
handvirkt út á land
Talsmenn ferðaþjónustunnar á
landsbyggðinni hafa í gegnum tíðina
gagnrýnt Isavia fyrir að vinna ekki að
því að opna fleiri gáttir inn í landið,
að koma á millilandaflugi til Akur-
eyrar og Egilsstaða. Björn Óli segir
að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni því
Isavia hafi vissulega unnið að þess-
um verkefnum. „Það var eitt af því
fyrsta sem var rætt þegar Isavia varð
til, að reyna að koma þekkingu sem
til staðar er í þessum efnum í Keflavík
út á landsbyggðina. Mönnum finnst
stundum að við ættum bara að færa
– handvirkt – flug frá Keflavík og út á
land en það er því miður ekki hægt.
Það væri nánast eins og að segja við
einhvern sem býr í Reykjavík að nú
yrði hann að flytja á Ísafjörð, það sé
húsnæðisskortur í borginni og því
verði viðkomandi bara að flytja. Það
gefur augaleið að þetta er ekki hægt.
Við höfum hins vegar verið að vinna
með mönnum, og í rólegheitunum
held ég að það sé margt að breytast
í þessum efnum. Til þess að hægt sé
að fara með stórar farþegaflugvélar
í millilandaflug á þessa staði þurfa
ákveðnar grundvallarforsendur að
vera til staðar. Er til dæmis nægt
gistipláss á svæðinu, eru til veitinga-
staðir fyrir ferðamenn til að borða á,
er til staðar afþreying? Þegar við vor-
um að ræða þetta árið 2010 var stað-
an miklu lakari í þessum efnum en
er núna. Það var varla hægt að fara
með eina vél á Egilsstaði án þess að
allt væri sprungið, það hefði nánast
þurft að ýta mönnum úr rúmunum
sínum. Núna er pláss sem var ekki
þá og þess vegna er þetta nú orðinn
möguleiki. Ég segi ekki að þetta ger-
ist á næsta ári en ég á von á því að í
náinni framtíð muni menn notfæra
sér tækifærin og reyna að fljúga inn á
þessa staði með áætlunarflug. Flug-
vellirnir eru tilbúnir, það væri hægt
að hefja flugið strax á morgun. Isavia
hefur starfað að kynningu á þess-
um kostum með markaðsstofum á
landsbyggðinni og í viðræðum við
erlend flugfélög. En þetta er lang-
tímaverkefni og ekki eitthvað sem
gerist á einni nóttu.“
90 milljarða uppbygging
framundan
Nær allir þeir erlendu ferðamenn
sem koma til landsins, og þeir
eru orðnir býsna margir, fara um
Keflavíkurflugvöll. Þar hefur farþeg-
um fjölgað úr tæpum 1,7 milljónum
árið 2009 í 6,7 milljónir á síðasta ári.
Svo mikill hefur þessi vöxtur verið að
það stefnir í að Keflavíkurflugvöllur
verði fjölmennasti vinnustaður
landsins á næsta ári. Flugvallarstarf-
semin er gríðarlega mikilvæg í mörgu
tilliti, eins og gefur að skilja. Þannig
hefur vöxtur flugvallarstarfseminn-
ar og ferðaþjónustunnar valdið því
að atvinnuleysi í Reykjanesbæ er nú
um 2,6 prósent, eftir að hafa rokið
upp í 17 prósent skömmu eftir efna-
hagshrunið 2008. Mikil uppbygging
er framundan á Keflavíkurflugvelli
á næstu árum, talið er að um 750 ný
störf skapist á vellinum á þessu ári og
gert er ráð fyrir að þeim fjölgi um 200
til 300 á ári næstu tíu ár. Fátt bendir
til að dragi úr vexti á Keflavíkurflug-
velli á næstunni. „Við gætum fræði-
lega séð, ef menn eru tilbúnir að
dreifa flugi meira, bætt við okkur yfir
fjórum milljónum farþega án þess
að hafa mikið fyrir því. Eftir það færi
þetta að verða erfiðara. Flugvöllurinn
er í meginatriðum í notkun þrisvar á
dag en þess á milli er bara nokkuð
rólegt og friðsælt. Þetta snýst um að
dreifa álaginu á völlinn betur til að
ná sem bestri nýtingu. Við höfum
boðið lægri gjöld fyrir þá sem nota
flugvöllinn utan háannatíma og það
hefur skilað sér að nokkru leyti. Ís-
lensku flugfélögin tvö leggja áherslu
á að afgreiðslutímum verði fjölgað á
álagstímum og er það mjög skiljan-
legt. Við erum þjónustuaðili og reyn-
um auðvitað að uppfylla óskir þeirra.“
Uppbyggingin sem framundan
er í Keflavík, ef koma á til móts við
óskir flugfélaganna, er gríðarleg og
mun hún kosta að lágmarki 90 millj-
arða króna, ef allt gengur eftir. Meðal
þess sem á að gera er að byggja nýja
álmu út úr flugstöðinni, til austurs,
til að leysa það vandamál að ekki er
pláss fyrir flugvélar hjá byggingunni.
Það vandamál hefur verið leyst með
rútum sem keyra farþega að og frá
flugstöðvarbyggingunni en þær eru í
grunninn hugsaðar sem sveigjanleg
lausn, ekki framtíðarskipan. „Við vilj-
um helst koma vélum að landgöngu-
brúm, það eru svo margir kostir við
það. En á meðan við erum að vaxa
svona hratt þá er þetta auðveldasta
leiðin til að bjóða upp á þjónustu þar
til hægt verður að klára þessar fram-
kvæmdir.“
Hægt að greiða góðan arð að
lokinni uppbyggingu
Því hefur verið velt upp, af
meirihluta fjárlaganefndar Alþingis,
að einkavæða eignir ríkisins á
Keflavíkurflugvelli, til að mynda
flugstöðina eða þjónustu á staðn-
um. Rekstur Isavia byggir upp á
öllum þeim rekstri sem þar er til
staðar. Björn Óli segir að rekstrar-
módel flugvalla almennt byggi upp
á tvennu, annars vegar flugtengd-
um tekjum sem rekja má beint til
þjónustu við flugfélög og farþega og
hins vegar tekjum af annarri þjón-
ustu við farþega, til að mynda versl-
un. „Þannig virka allir stærri flug-
vellir í dag. Ef flugvöllurinn fengi
bara flugtengdu tekjurnar, þyrfti að
hækka gjöld mjög mikið. Við höfum
notað þær óflugtengdu tekjur sem
myndast í Keflavík til að byggja
flugvöllinn upp. Ef við hefðum ekki
þessar tekjur væri það verkefni af-
skaplega erfitt. Það eru mismun-
andi skoðanir á því hvort flugvellir
eigi að vera í ríkiseign eða að fullu
eða hluta í einkaeigu. Það er auð-
vitað ákvörðun Alþingis hvern-
ig standa eigi að þessum málum. Í
Keflavíkurflugvelli felast mikil verð-
mæti og þegar fer að hægja á upp-
byggingunni, þá munu eigendur
flugvallarins, ríkið, byrja að fá góð-
an arð af starfseminni.“ n
Maður margra verka Björn Óli Hauksson, forstjóri
Isavia, segist aldrei hafa upplifað neitt svo slæmt að
ekki hafi eitthvað gott komið út úr því á endanum.