Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Side 50
30 sport Helgarblað 2. júní 2017
FH gæti misst af lestinni
- Pressan er á KR gegn Grindavík
n Keppni í Pepsi-deild karla er að harðna n Línur á toppi og botni að skýrast
Í
Kaplakrika á sunnudaginn fer
fram leikur umferðarinnar þegar
FH og Stjarnan eigast við. FH
hefur misstigið sig hressilega
undanfarið og er sjö stigum á eftir
Stjörnunni, tap á sunnudag myndi
gera liðinu afar erfitt fyrir í að verða
Íslandsmeistari þriðja árið röð. KR-
ingar þurfa einnig á sigri að halda og
eftir tvö slæm töp í röð vilja Valsar-
ar koma sér á beinu brautina. Tvö lið
sem byrjuðu illa en hafa komið sér á
skrið, ÍA og Breiðablik, eigast við á
Skaganum. Nýliðar KA, sem byrjuðu
með látum, hafa aðeins misst flugið
og heimsækja nú Ólafsvík. Í Reykja-
vík verður svo slagur á milli Víkings
og Fjölnis. n
Sunnudagurinn 4. júní -
17.00 Valur - ÍBV
(Valsvöllur)
n Það er mikið undir í þessum leik en
Valsmenn þurfa að koma sér aftur á
rétta braut eftir tvö slæm töp í röð. Liðið
tapaði fyrir Grindavík í Pepsi-deildinni um
síðustu helgi og féll svo úr leik í bikarnum á
heimavelli gegn Stjörnunni á miðvikudag.
Leikurinn er áhugaverður fyrir margar sakir
en Kristján Guðmundsson sem nú stýrir ÍBV
var þjálfari Vals árin 2011 og 2012. Kristjáni
gekk ekki vel á Hlíðarenda og var látinn fara
að lokum. Undir stjórn Kristjáns hjá Val léku
leikmenn eins og Haukur Páll Sigurðsson og
Arnar Sveinn Geirsson sem enn í dag leika
með Val. Sigurbjörn Hreiðarsson sem nú er
aðstoðarþjálfari Vals var einnig leikmaður
undir stjórn Kristjáns. Í liði ÍBV í dag eru
tveir leikmenn sem Kristján fékk til Vals á
sínum tíma, Jónas Tór Næs kom til Vals frá
Færeyjum þegar Kristján var þjálfari liðsins
og Hafsteinn Briem, sem verður í banni í
leiknum á sunnudag, kom einnig til Vals
þegar Kristján var þar þjálfari. Báðir leika
undir hans stjórn í Eyjum í dag. Tveir fyrr-
verandi leikmenn ÍBV eru í röðum Vals í dag,
Rasmus Christiansen, miðvörður Vals, átti
sín bestu ár á Íslandi þegar hann lék með
ÍBV frá 2010 til ársins 2012. Á dögunum fékk
svo Valur Eið Aron Sigurbjörnsson heim úr
atvinnumennsku. Eiður ólst upp hjá ÍBV og
gæti frumraun hans í rauðu treyjunni orðið
gegn uppeldisfélaginu á sunnudag.
Sunnudagur 4. júní -
20.00 FH - Stjarnan
(Kaplakrikavöllur)
n Ætla FH-ingar að vera með í barátt-
unni á toppi Pepsi-deildar karla er stóra
spurningin í þessum leik. Fari Stjarnan
með sigur af hólmi í leiknum er liðið tíu
stigum á undan FH á toppi deildarinnar
þegar sex umferðir eru búnar. Stjarnan
verður án fyrirliða síns, Daníels Laxdal sem
meiddist í bikarleik í vikunni. Stjarnan á
góðar minningar af Kaplakrikavelli en þar
kom í hús fyrsti og eini Íslandsmeistara-
titill félagsins, árið 2014. Stjarnan vann þá
dramatískan sigur með marki úr vítaspyrnu
en sigurmark leiksins kom á lokaandar-
tökum hans þegar Ólafur Karl Finsen
skoraði úr vítaspyrnu. Í liði FH í dag eru
Gunnar Nielsen, Halldór Orri Björnsson og
Veigar Páll Gunnarsson sem allir léku með
Stjörnunni áður, Gunnar og Veigar voru í
liði Stjörnunnar árið 2014 þegar liðið varð
Íslandsmeistari. Aðstoðarþjálfari FH í dag
er Ólafur Páll Snorrason en hann þekkir
til hjá Stjörnunni, hann lék með liðinu árið
2001 og 2002 þegar liðið lék í 1. deildinni.
Mánudagurinn 5. júní -
17.00 Víkingur Ólafsvík
- KA (Ólafsvíkurvöllur)
n Botnlið Víkings Ólafsvíkur tekur á móti
nýliðum KA í mikilvægum leik fyrir bæði lið,
Ólafsvík hefur tapað báðum leikjum sínum
á heimavelli en heimavöllurinn þarf að gefa
vel í sumar ætli Ólafsvík að eiga möguleika
á að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni. KA
hefur aftur á móti misst flugið eftir frábæra
byrjun og eitt stig í síðustu tveimur leikjum
er léleg uppskera, undir lok síðustu tveggja
leikja hefur liðið misst jafntefli og sigur úr
sínum höndum. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni
í Garðabæ með marki á lokamínútunum og
Víkingur jafnaði svo í uppbótatíma á Akur-
eyri um síðustu helgi. Húsavík er ein helsta
uppspretta leikmanna KA en fjórir slíkir
voru í byrjunarliði KA í síðasta leik. Þessi lið
mættust síðast sumarið 2015 í september
en þá léku bæði lið í 1. deildinni. Ólafsvík
hafði þá tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni en
jafntefli varð til þess að KA missti af sæti í
deild þeirra bestu það árið.
Mánudagurinn 5. júní
- 19.15 ÍA - Breiðablik
(Norðurálsvöllurinn)
n Leikmenn Breiðabliks fara með slæmar
minningar á Akranes á mánudaginn þegar
liðið heimsækir ÍA, tap gegn ÍA á Skaganum
í fyrra var ein helsta ástæða þess að
Breiðablik komst ekki í Evrópukeppni. Tapið
var Blikum dýrt og Arnari Grétarssyni, sem
þá var þjálfari liðsins, en hann var rekinn í
upphafi þessa tímabils eftir slæmt gengi
frá síðustu leiktíð. Skagamenn unnu sinn
fyrsta sigur í sumar í síðustu umferð er
liðið heimsótti ÍBV, Blikar eru hins vegar
komnir með sjálfstraust eftir erfiða byrjun
og hafa unnið unnið tvo leiki í röð. Í marki
Skagamanna stendur Ingvar Þór Kale en
hann kom til félagsins fyrir tímabilið, Í
Kópavoginum þekkja menn Ingvar vel en
hann var hluti af liði Breiðabliks sem varð
bikar- og Íslandsmeistari árin 2009 og 2010.
Varamarkvörður ÍA er svo Páll Gísli Jónsson
en hann lék einnig með Breiðabliki árin
2003 og 2004 þegar liðið lék í 1. deildinni.
Mánudagurinn 5. júní
- 19.15 KR - Grindavík
(Alvogen-völlurinn)
n KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að
halda gegn sprækum Grindvíkingum á
heimavelli. KR er aðeins með sjö stig eftir
fimm umferðir og liðið má ekki misstíga
sig meira á næstunni til að halda í við
toppliðin. KR-ingar eru í markmanns-
vandræðum en Stefán Logi Magnússon og
Sindri Snær Jensson eru báðir frá vegna
meiðsla. Í liði KR er goðsögn úr Grindavík,
sjálfur Óskar Örn Hauksson, en hann lék
með Grindavík áður en hann kom til KR árið
2007. Grindavík sem er nýliði í deildinni hef-
ur byrjað með látum en minningar þeirra af
KR velli síðustu ár eru ekki góðar, Grindavík
vann síðast á KR velli árið 2004 þegar liðið
vann 2-3 sigur en þar skoraði Óskar Örn sig-
urmark Grindvíkinga. KR lék þá undir stjórn
Willums Þórs Þórssonar sem tók aftur við
KR síðasta sumar. Frá þessum leik árið
2004 hefur Grindavík í níu skipti heimsótt
KR-völl og aðeins náð einu stigi.
Mánudagurinn 5. júní -
20.00 Víkingur
Reykjavík - Fjölnir
(Víkingsvöllur)
n Það verður Reykjavíkurslagur þegar
Fjölnir heimsækir Víking í Pepsi-deild karla
á mánudaginn. Í fyrra vann Fjölnir góðan
sigur, 1-2, í Víkinni þar sem Martin Lund
Pedersen skoraði sigurmark Fjölnis. Martin
yfirgaf Fjölni eftir tímabilið og leikur nú
með Breiðabliki. Víkingar létu Igor Taskovic
fara frá sér eftir síðustu leiktíð og hann
samdi þá við Fjölni, Igor mætir nú í fyrsta
sinn á sinn gamla heimavöll. Víkingar
leika fyrsta heimaleik sinn undir stjórn
Loga Ólafssonar í þessum leik en honum
til aðstoðar verður Bjarni Guðjónsson sem
ráðinn var til starfa í gær, Bjarni hefur ekki
átt farsælan feril í þjálfun en hann hefur
stýrt Fram og KR með slökum árangri.
Bjarni vonast nú til þess að koma þjálfara-
ferli sínum á rétta braut.
Staðan í Pepsi-deild karla:
1 Stjarnan 13 stig
2 Valur 10 stig
3 Grindavík 10 stig
4 KA 8 stig
5 KR 7 stig
6 Fjölnir 7 stig
7 ÍBV 7 stig
8 FH 6 stig
9 Breiðablik 6 stig
10 Víkingur R 4 stig
11 ÍA 3 stig
12 Víkingur Ólafsvík 3 stig
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
Það er hart barist
í Pepsi-deild karla
Grindavík og Valur verða í
eldlínunni um helgina.