Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Blaðsíða 54
34 menning Helgarblað 2. júní 2017
Þ
að er ótrúlegt að Nick
Payne, hafi aðeins verið
á 28. aldursári þegar leik-
rit hans, Í samhengi við
stjörnurnar, eða Con-
stellations, var fyrst frumsýnt.
Verkið fékk glimrandi dóma og Nick
Payne hlaut Evening Standard-
leiklistarverðlaunin fyrir handritið.
Þessi virtu verðlaun hafa verið veitt
í rúm 60 ár en aldrei í sögu þeirra
hefur jafn ungt leikskáld hlotið
þau. Ári síðar hlaut jafnaldri hans,
Lucy Kirkwood, verðlaunin, en þau
voru þá bæði orðin árinu eldri, svo
metið var aldrei í hættu. Það er ljóst
að fram er að stíga sterk kynslóð
ungra leikskálda víða um heim og
það er bæði skemmtilegt og brýnt
fyrir leikhúsáhorfendur hér á landi
að fá að kynnast verkum þeirra í
íslenskri þýðingu. Gjarnan mætti
fjölga slíkum uppsetningum á
næstu leik árum.
Í leikritinu kynnumst við þeim
Maríu og Ragnari. Hann er með
býflugnabú uppi á þaki heima
hjá sér og selur hunang í sérvöru-
verslunum en hún starfar í háskóla
við flóknar rannsóknir á eðlis-
fræðisviði. Þau virðast ekki eiga
margt sameiginlegt og líkurnar á
áframhaldandi samskiptum eða
mögulegu sambandi virðast litlar.
En þarna spilar aldur höfundar inn
í verkið. Á yngri árum spáir mað-
ur einmitt gjarnan í hversu ótrú-
lega margt þurfi að ganga upp til
þess eins að maður hafi orðið til.
Makaval og barneignir hvers ein-
asta forfeðra okkar þurftu allar að
ganga upp með nákvæmlega þeim
hætti sem þær gerðu. Jafnvel fram-
hjáhald í fornöld getur hafa skipt
sköpum fyrir möguleika okkar til
lífs. Maður spáir í það hversu ólík-
legt þetta líf allt er og hvernig allar
gjörðir hanga saman með óendan-
legum áhrifum fram í tímann. Þá
hættir ungu fólki frekar til þess að
meta tímann sem hlutfall af raun-
aldri og gera of mikið úr honum,
í stað þess að mæla hann út frá
væntanlegum heildarlífaldri sem
vissulega verður auðveldara með
árunum. Á þessu sviði, hinna ótelj-
andi möguleika og þýðingarmiklu
tímasetninga, leikur höfundur
verksins sér.
María og Reynir fá tækifæri til að
endurtaka samskipti sín nokkrum
sinnum á hverjum tímapunkti
verksins. Þau eru sjálfum sér sam-
kvæm og samskiptin breytast ef
til vill ekki alltaf mikið, en þó nóg
til þess að maður sér hvernig ólík
staða myndast, nýir möguleikar
skapast, stundum góðir, stundum
vondir.
Framúrskarandi tæknivinna
er það sem fyrst kemur upp í hug-
ann þegar maður hugsar um leik og
leikstjórn verksins. Það er ekki auð-
velt að læra texta og sviðshreyfingar
sem endurteknar eru nokkrum
sinnum, en alltaf í örlítið breyttri
mynd. Og það krefst mikillar út-
sjónarsemi af bæði leikurum og
leikstjóra að halda breytilegum
blæbrigðum svo fínstilltum sem
raun bar vitni, án þess að áhorf-
endur þreytist á endurtekningun-
um. En þetta tókst þeim Árna Krist-
jánssyni leikstjóra og leikurunum
Hilmi Jenssyni og Birgittu Birgis-
dóttur einstaklega vel upp með.
Það var hárrétt ákvörðun hjá leik-
stjóranum að færa áhorfendur nær
leikurunum með því að raða þeim
í kringum sviðið og stytta áhorf-
endasalinn. Þótt einstaka sinnum
hafi ég saknað þess að sjá ekki
framan í leikara sem þá stundina
sneru sér að áhorfendum á móti
mér, þá bætti nándin það upp að
mestu. Áhorfendur hefðu farið á
mis við svo miklu meira, sitjandi
á aftari bekkjum leikhússins. Það
sem helst er út á sýninguna að setja
er skortur eða jafnvel áhugaleysi á
fleiri skoplegum lausnum. Þannig
hefði mátt dýpka angistina sem er
undirliggjandi í verkinu.
Sviðsmyndin var einföld og fal-
leg. Strengjafræðin er teiknuð upp á
mitt sviðið í formi steina sem hanga
saman úr loftinu í glærum þráðum
og minna líka á örlagavef. Strengir
mynduðu líka sléttan flöt á tveimur
oddhvössum þríhyrningum sem
settir höfðu verið saman á lang-
hliðinni. Þessi stóri og skrítni hlutur
nýttist með ýmsum óvæntum hætti
í gegnum sýninguna. Búningur
Maríu var svolítið tilgerðarlegur,
kannski ekki síst vegna þess að
hann var of afgerandi til þess að
virka á mismunandi tímaskeiðum
verksins. Bæði lýsing og tónlist
voru samviskusamlega unnin til
þess að þjóna verkinu frekar en að
leiða það áfram og féllu því vel inn í
heildarmyndina.
Í stuttu máli er hér um að ræða
verk sem er vel þess virði að kíkja
á. Gott handrit, sannfærandi leik-
ur og framúrskarandi leiktækni
skapa sögusvið sem fær mann til
að leiða hugann að því hversu all-
ar okkar athafnir, jafnvel fínlegustu
blæbrigði radda okkar, geta haft af-
gerandi áhrif á viðbrögð annarra og
mótað framvindu sem okkur órar
ekki fyrir. n
Leiðarkerfi
ástarinnar
Birgitta
Birgisdóttir og
Hilmir Jensson
Tekst einstaklega
vel upp.
Bryndís Loftsdóttir
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Í samhengi við
stjörnurnar
Höfundur: Nick Payne
Leikstjóri: Árni Kristjánsson
Leikarar: Hilmir Jensson og Birgitta
Birgisdóttir
Leikmynd og búningar: Þórunn María
Jónsdóttir
Lýsing: Hafliði Emil Barðason
Tónlist og hljóðheimur: Harpa Fönn
Sigurjónsdóttir
Sýnt í Tjarnarbíói
„framúrskarandi
tæknivinna er
það sem fyrst kemur
upp í hugann þegar
maður hugsar um leik
og leikstjórn verksins.
Metsölulisti
eymundsson
25.–31. maí 2017
Allar bækur
1 Litla bakaríið við Strandgötu
Jenny Colgan
2 Ljótur leikurAngela Marsons
3 Stofuhiti Bergur Ebbi Benediktsson
4 Gæfuspor - Gildin í lífinu Gunnar Hersveinn
5 Hljóðar raddirAnn Cleeves
6 Sagan af barninu sem hvarf
Elena Ferrante
7 Iceland Flying highÝmsir höfundar
8 Í skugga valdsinsViveca Sten
9 LögganJo Nesbø
10 Íslensk öndvegis- ljóð Páll Valsson tók saman
Handbækur / fræði-
bækur / ævisögur
1 Stofuhiti Bergur Ebbi Benediktsson
2 Gæfuspor - Gildin í lífinu Gunnar Hersveinn
3 Náðu tökum á félagskvíða
Sóley Dröfn Davíðsdóttir
4 Laxness um land og þjóð Halldór Laxness
5 Handbók um íslensku Jóhannes B.
Sigtryggsson ritstjóri
6 171 Ísland áfanga-staðir í alfaraleið
Páll Ásgeir Ásgeirsson
7 Perlur Laxness Halldór Laxness
8 Íslensk orðsnilld Ingibjörg Haraldsdóttir
valdi
9 Býr Íslendingur hér Garðar Sverrisson
10 Saga tónlistarinnar Árni Heimir Ingólfsson