Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Síða 2
2 Helgarblað 23. júní 2017fréttir
Spurning vikunnar
„Eyjafjörðurinn. Þar eru mínar æskuslóðir og þar er mjög
fallegt.“
Elísabet Gunnarsdóttir
„Skagafjörðurinn. Hann er svo fallegur og þar er líka
óskaplega gott fólk.“
Hulda Katarína Sveinsdóttir
„Mér dettur Ásbyrgi fyrst í hug. Sá staður geymir fallega
sögu og þar er gott að vera.“
Ástríður Sóley Harðardóttir
„Akureyri. Bæjarstæðið er fallegt, lognið í Pollinum er
heillandi og það er sjarmi yfir bænum.“
Sæmundur Sævarsson
Hver finnst þér vera fallegasti staðurinn á landinu ?
Varnarlausir þegar lygin
er notuð gegn okkur
Fordæmir lögreglu fyrir að tala opinberlega um andlega heilsu sambýlismanns síns
A
llt þetta mál er sorglegt
frá upphafi til enda. Sú at
burðarás sem þessi unga
kona lýsir er lygi frá upp
hafi til enda. Þá er framganga lög
reglu í málinu til skammar. Ég
skil ekki hvernig þeir voga sér að
tala opinberlega um heilsu fólks,“
segir listamaðurinn Jón Þorgeir
Ragnarsson í samtali við DV. Hann
er sambýlismaður Halls Heiðars
Hallssonar sem í fyrradag var sak
aður um að hafa veist að ungri
konu, Töru Líf Styrmisdóttur,
og fjölskyldu hennar þegar þau
voru að skoða kanínur í Elliðaár
dal. Ríkisútvarpið greindi frá mál
inu á vef sínum en í fréttinni kom
fram að lögreglan hefði nokkrum
sinnum haft afskipti af Halli vegna
sams konar mála. Þá var haft eft
ir Gunnari Hilmarssyni, aðal
varðstjóra á Lögreglustöðinni í
Kópavogi, að Hallur, sem var ekki
nefndur á nafn í fréttinni, gengi
ekki heill til skógar. Þá kom fram
að Hallur yrði kallaður til skýrslu
töku vegna meintra eignaspjalla
og að lögð yrði fram kæra.
Hótanir og eignaspjöll
Eins og áður segir var Tara Líf
stödd í Elliðaárdal ásamt móður
sinni, dóttur og ungri systur að
virða fyrir sér kanínurnar. Tara Sif
tók eitt dýrið í fangið og við því
brást Hallur illa. „Hann öskrar
á mig að láta sig fá kanínuna og
hendir frá sér vespunni og setur
hnefann upp að hausnum á mér
og fer að ógna mér, öskrar að ég sé
bara helvítis hóra og hálf reif hana
úr fanginu á mér, þarna stend ég
með báðar stelpurnar við lapp
irnar á mér,“ segir Tara Sif á Face
book.
Þá heldur hún því fram að Hall
ur hafi kallað mæðgurnar öllum
illum nöfnum, tekið upp mynda
vél og tekið af þeim myndir. Þá
hafi hann haft í alvarlegum hótun
um og gerst sekur um eignaspjöll:
„Hann fer á vespunni og kemur
svo aftur á fleygiferð og hrifsar í
handlegginn á mömmu og grýt
ir símanum hennar í mölina og
mölbrýtur hann. Það munaði einu
skrefi að hann færi beint á litlu
systur mína þar sem hann brun
aði á milli hennar og mömmu,“
skrifar Tara. Að hennar sögn hafi
Hallur reynt að keyra hana nið
ur á vespunni á meðan hún hafi
verið hlaupandi með barnið sitt í
fanginu. Lögreglan kom skömmu
síðar á staðinn og tók skýrslu en
þess ber að geta að fjölmargir
einstaklingar hafa stigið fram og
kvaðst hafa átt í skærum við Hall í
tengslum við kanínurnar.
Fyrirtæki fæða dýrin
Jón Þorgeir vísar þessari meintu
árás sambýlismanns síns til föður
húsanna. Hann kannast hins
vegar við rifrildi og skærur. „Hall
ur er óhræddur og lætur reglulega
í sér heyra. Ég hef heyrt fólk kvarta
yfir því að hann sé að öskra á það
en það er ekki eins og hann geti
staðið í dyragættinni og hvíslað
til fólks sem er lengst í burtu. Við
höfum reynt að afmarka svæðið
en margir virða það að vettugi. Þar
er mikið af holum sem fólk getur
slasað sig á, sérstaklega börn,“
segir Jón Þorgeir.
Auðheyrt er að honum og Halli
sambýlismanni hans þykir afar
vænt um kanínurnar. „Þegar við
fluttum hingað inn þá voru allir að
spyrja hvort við ætluðum ekki að
fá okkur gæludýr, hund eða kött.
Ég sagði að við vildum helst að
dýrin væru frjáls og síðan birtust
kanínurnar hér,“ segir Jón Þorgeir.
Síðan þá hafa sambýlis
mennirnir haldið verndarhendi
yfir kanínunum en það hafa þeir
ekki gert einir. „Yfirgnæfandi
meirihluta fólks þykir vænt um
kanínurnar enda er eitthvað við
þessi dýr sem erfitt er að útskýra.
Börn elska þær og hingað er stöð
ugur straumur af ömmum og
öfum með ungviðið. Þá eru fjöl
mörg fyrirtæki sem leggja hönd á
plóg varðandi fæði handa þeim,“
segir Jón Þorgeir.
Veiddar og barðar til
ólífis með kylfum
Velvilji í garð dýranna sé þó ekki
algildur því að margir vilja kan
ínurnar burt og þá hafi þær orðið
fyrir stöðum árásum illvirkja.
Sem dæmi má nefna að Reykja
víkurborg skoðaði alvarlega að
fækka dýrunum árið 2013. „Ég hef
aldrei skilið þetta tal. Mávurinn
og kettirnir halda kanínum í skefj
um. Að auki verða þær reglulega
fyrir árásum fólks, stundum bara
af hreinni mannvonsku. Síðan höf
um við oft orðið vitni að því að fólk
af erlendu bergi brotið sé að veiða
þær, þá annaðhvort til matar eða til
að komast yfir feldinn af þeim. Ef
kanína hér eignast tíu unga þá er
það heppni ef einn kemst á legg,“
segir Jón Þorgeir. Að hans sögn
gerðu unglingsstrákar sér það að
leik að berja kanínurnar til ólíf
is með hafnaboltakylfum fyrir
nokkrum árum og það var í raun
kornið sem fyllti mælinn.
„Við tókum kanínurnar stund
um í fangið og létum vel að þeim.
Við áttuðum okkur þá á því að
við vorum að gera þær of gæfar
og þannig urðu þær varnarlaus
ar gagnvart fólki. Það gerist reglu
lega að fólk tekur kanínurnar upp
og þeim líður ekki vel með það.
Þær reyna að koma sér í burtu og
stökkva úr fangi fólks. Fallið er þá
oft mjög hátt og þær slasast stund
um þegar þær lenda í jörðinni,“
segir Jón Þorgeir og bendir á að á
heimili þeirra séu nú sjö slasaðar
kanínur sem þeir séu að hlúa að.
Það sé skýringin á því að Hallur
hafi hrifsað kanínuna af Töru Sif.
„Hann tók af henni kanínuna og
hún brást illa við því. Hún byrjaði
að hóta honum lífláti og hand
rukkun. Ég hef ekki heyrt aðrar
eins svívirðingar og það fyrir fram
an börn,“ segir Jón Þorgeir og
kveðst ekki hafa staðið á sama. „Ég
vil ekki eiga í deilum við neinn.
Hallur lætur hins vegar í sér heyra,
en það er af og frá að hann eigi í
stríði við allt og alla,“ segir Jón Þor
geir. Hann segir málið vera storm
í vatnsglasi en segist sannfærður
um að eitthvað gott komi út úr því.
„Við erum varnarlausir þegar lygin
er notuð sem vopn. Sem betur fer
var sjónarvottur að uppákomunni,
annars hefði Hallur verið handtek
inn á staðnum.“ n
Skálará Dýralífið við heimili
Halls og Jóns Þorgeirs er
fjölbreytt með afbrigðum. Mynd
Frásögn sjónarvotts:
„Maðurinn brást of harkalega við þegar hann reif af henni kanínuna. Hins vegar blöskraði
mér framganga ungu konunnar. Hún jós svívirðingum yfir manninn og gerði ástandið
margfalt verra,“ segir sjónarvottur sem var staddur á sömu slóðum að skoða kanínurnar.
Konan vildi ekki láta nafns síns getið en hún kveðst hafa verið á leiðinni frá staðnum
þegar lögreglubíll renndi í hlað. „Þá ákvað ég að snúa við enda grunaði mig hvað væri
í vændum,“ segir konan. Að hennar sögn varð hún vitni að tilþrifamiklum leikþætti hjá
Töru Líf. „Hún á framtíðina fyrir sér í þeim efnum því það var logið blákalt upp á manninn
og atvikið blásið þvílíkt upp. Mér blöskraði einfaldlega,“ segir konan. Þá segist hún hafa
orðið miður sín að sjá frétt RÚV um málið. „Það er ótrúlegt að lögregla dylgi um veikindi
manns opinberlega og hafi ekkert fyrir sér í þeim efnum auk þess sem aðeins önnur hliðin
kemur fram,“ segir konan.
Jón Þorgeir Ragnarsson Gagnrýnir
lögreglu fyrir að segja í fréttum RÚV að
sambýlismaður hans glími við andleg
veikindi. „Hallur verið á Kleppi,“ segir
Jón Þorgeir. Mynd: EyÞóR ÁRnaSon
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is