Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 15
Helgarblað 23. júní 2017 fréttir 15 Hann segir að dómari hafi gagnrýnt þetta við fyrirtöku máls- ins í vikunni. „Við teljum að blóðið á vettvangi sé úr Árna eftir að hann varði sig en lögreglan hefur ekki séð ástæðu til að rannsaka það. Dómarinn sagði bara: „Bíddu, svona alvarleg ákæra og þið ætlið ekki að rannsaka blóðið?“,“ segir Hjalti. Hjalti segir ennfremur ein- kennilegt að símasamskipti Árna við konuna hafi ekki verið skoðuð. Hann telur að þau myndu varpa talsvert öðru ljósi á málið. Hnífurinn líkari sveðju Hjalti segir að eitt meginvitnið í málinu sé æskuvinkona Árna. Hjalti segist hafa talað við hana og hún hafi sagt honum að hennar fyrsti framburður hjá lögreglu hafi verið rangur. Að sögn Hjalta hefur sá framburður ekki verið Árna í hag. „Hún segist ætla að fara upp á stöð og leiðrétta framburðinn. Nú lagast ekki málið þótt hún segi lög- reglunni að meint fórnarlamb hafi komið með hnífinn en ekki Árni. Hún hefur setið undir hótunum, ég veit að henni hefur verið hótað að hundurinn hennar yrði drep- inn ef hún héldi sig ekki við fyrri framburð. Niðurstaðan er að hún fer mitt á milli og segir að meint fórnar- lamb hafi komið með hnífinn, þeir hafi svo farið að takast á og þá detti hnífurinn upp úr vasanum hjá meintu fórnarlambi. Hnífur- inn sem um ræðir er með 40 senti- metra blað, þetta er miklu líkara sveðju. Svona hnífur dettur ekki upp úr vasanum,“ segir Hjalti. „Það er ekkert samræmi í vitn- isburði þeirra. Fyrst segja þau bæði að Árni hafi stolið bíln- um, síðan segja þau bæði að Árni hafi komið með hnífinn. Hann átti sjálfur hnífinn og er búinn að farga honum að eigin sögn. Síð- an er annað, Árni er fílefldur og ef hann hefði ætlað að drepa hann með hníf sem er eitt kíló þá væri hausinn farinn af honum. Hann er 160 kíló og meint fórnarlamb segir að hann hafi verið brjálaður. Ég vil sjá Árna við réttarhöldin taka hníf- inn og stinga honum af alefli í tré- drumb og sjá hvort að hann stoppi á einhverjum millimetrum,“ segir Hjalti. Í einum nýjasta gæsluvarð- haldsúrskurði Árna er þetta stað- fest. „Fyrrgreint vitni sem hafi ver- ið sjónarvottur að atvikinu hafi óskað eftir því við lögreglu að fá að gefa aðra skýrslu hjá lögreglu til þess að leiðrétta það sem hún hafði áður borið um að ákærði hafi komið með hnífinn á vettvang og kvað vitnið það ekki rétt heldur hafi það verið brotaþoli sem hafi komið með hnífinn á vettvang,“ segir í úrskurði. Tvídæmdur Árni Gils hefur tvisvar sinnum ver- ið dæmdur til refsingar fyrir afbrot. Þann 11. maí síðastliðinn var hann dæmdur í fjögurra mánaða fang- elsi fyrir líkamsárás á karlmann við 10-11 í Austurstræti árið 2015. Lögregla kom þar að er Árni dró manninn eftir gangstéttinni. Sam- kvæmt dómi voru þeir báðir ölv- aðir og höfðu lent í orðaskaki inni í versluninni. Hann var jafnframt dæmdur fyrir brot gegn valdstjórn með því að hrækja á lögreglu- mann í febrúar í fyrra. Árið 2015 fékk hann 30 daga skilorðsbund- inn dóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Líkt og fyrr segir dregur Hjalti engan dul á að Árni hafi ekki verið engill undanfarin ár. „Hann er bú- inn að vera í rugli og þegar hann sagði mér þessa sögu upphaflega þá trúði ég ekki orði af því sem hann sagði, því hann er náttúr- lega búinn að vera í neyslu og hef- ur logið að mér. Ég get aftur á móti ekki neitað hans frásögn hans eftir að ég er búinn að sjá rannsóknar- gögn málsins,“ segir Hjalti og bætir við að Árni hafi verið edrú í nokkra mánuði en fallið stuttu fyrir at- burðinn í mars. Leiddur fyrir dómara nakinn Hjalti telur að lögregla gangi óvenjuhart fram gegn Árna vegna þess að hann sé stór og kraftmik- ill maður. „Þeir eru svo ákafir að kæra Árna vegna þess að hann hefur lent í slagsmálum við lög- reglu og öðru rugli og er ríflega tveir metrar á hæð og 160 kíló. Það eru ákveðnir fordómar gagnvart stórum mönnum í líkamsrækt. Allt í einu er byrjað að hatast út í stóra, mikla menn. Þetta er nýtt í samfé- laginu. Þeir taka öll fötin af honum þegar hann er handtekinn og loka hann í einangrun á Litla-Hrauni. Þegar hann er leiddur fyrir dóm- ara þá eru engin föt á hann, hann er svo stór og þrekinn. Þannig að hann er leiddur fyrir kvendómara í allt of lítilli og rifinni sundskýlu með handklæði yfir axlirnar, með hauskúputattú yfir allt brjóstið á sér. Konan sér hann svona nakinn, hvaða líkur heldurðu að séu á því að hún segi honum að hann sé að fara að losna?“ spyr Hjalti. Málið verður næst tekið fyrir við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 30. júní. n jólinÞað eru ekki alltaf Ávaxtaðu betur H ö n n u n : I n g va r Ví ki n g ss o n www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. Árni Gils og Hjalti Úrsus Faðir hans segir algjörlega ljóst að Árni Gils hafi verið verja sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.