Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Qupperneq 18
18 sport Helgarblað 23. júní 2017
Stelpurnar sem eru
á leið á EM opna sig
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu eru að fara á Evrópumótið í Hollandi og hefur liðið leik þann 18. júlí næstkomandi.
Stelpurnar okkar hafa staðið sig vel á síðustu stórmótum og ætla sér stóra hluti í Hollandi. Fram að móti ætlum við að kynnast leikmönnum
liðsins betur, spurt er um allt milli himins og jarðar en þær Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir ætla að ríða á vaðið.
hoddi@433.is
Fanndís Friðriksdóttir er kröftugur kantmaður sem
gæti hrellt varnarmenn allra liða á EM í sumar. Fanndís
ólst upp í Vestmannaeyjum áður en hún fluttist á
malbikið og hefur spilað með Breiðabliki alla tíð fyrir
utan nokkur ár í Noregi. Fanndís er fædd árið 1990 og er
einn af lykilmönnum Íslands.
Uppáhaldsmatur?
Grillað kjöt og svo elska ég líka indverskan mat.
Besti veitingastaðurinn?
Margir góðir, fer eftir því hvernig skapi maður
er í, Sushi Social er góður, Hraðlestin,
Grillmarkaðurinn og fleiri.
Hvað færðu þér á pítsuna?
Pepperóní, rjómaost, sveppi, lauk,
papriku og jalapenjo.
Hvað drekkurðu á djamm-
inu?
Einstök.
Hvert ferðu á djamminu?
B5.
Twitter eða Facebook?
Facebook.
Draumabíllinn?
Væri alveg til í að eiga Audi A7.
Uppáhaldstónlistarmaður?
Justin Bieber.
Uppáhaldsborg?
New York.
w
Hvaða þrjá einstaklinga í heimin-
um tækir þú með þér til Vegas?
Ég mundi taka kærastann minn Alexander
Frey Sindrason, Hallberu Guðný, því hún er
skemmtilegust og fyndnust, og svo mundi
ég taka David Beckham til þess að við
fjögur gætum farið á „double date“.
Hvaða leikmaður í landsliðinu er
erfiðastur á æfingum?
Sonný Lára í skotæfingunni daginn fyrir
leik.
Hvaða leikmaður í landsliðinu
tuðar mest?
Tuðbjörg.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum?
Hita upp.
Á hvaða velli er skemmtilegast að spila?
Kópavogsvelli.
Hvernig takkaskó notar þú?
Nike Vapor.
Gras eða gervigras?
Gras.
Besta íslenska knattspyrnukona í sögunni?
Ætli það sé ekki MLV9 en Sara Björk á eftir að verða
það.
Hvað er það skemmtilegasta við stór-
mót í fótbolta?
Að njóta þess að vera á meðal þeirra
bestu.
Hvar endar Ísland á EM í
Hollandi?
Á palli.
Hallbera Guðný Gísladóttir er þrítugur vinstri bakvörður sem hefur átt
fast sæti í landsliðiðinu í mörg ár. Hún er einn af lykilmönnum liðsins og
verður mikilvægur hlekkur í liðinu á EM í Hollandi.
Uppáhaldsmatur?
Alls konar mexíkóskur matur.
Besti veitingastaðurinn?
Í Stokkhólmi er það Kasai en Public House er í miklu uppáhaldi á
Íslandi.
Hvað færðu þér á pítsuna?
Pepp, rjómaost, svartan pipar og jalapenjo.
Hvað drekkurðu á djamminu?
Einn ískaldur hefur ekki drepið neinn.
Hvert ferðu á djamminu?
Elti hópinn.
Twitter eða Facebook?
Twitter.
Draumabíllinn?
Nýju Volvo-jepparnir eru flottir!
Uppáhaldstónlistarmaður?
Helst bland í poka, mjög erfitt að velja einhvern
einn þar sem ég hlusta á alls konar tónlistarmenn,
allt frá KK til Rolling Stones.
Uppáhaldsborg?
Ég elska að búa í Stokkhólmi og hún kemur sterk inn sem
uppáhaldsborg, en tilfinninguna sem maður fær þegar
maður röltir um Róm er samt erfitt að toppa.
Hvaða þrjá aðila í heiminum tækir þú með þér til
Vegas?
Fyrst á lista er Fanndís Friðriksdóttir. Fanndís er fædd í
brekkunni í Herjólfsdal á miðri Þjóðhátíð og fékk því alvöru
skemmtanaúthald í vöggugjöf. Ferð ekki til Vegas til að láta
þér leiðast.
Næst á lista væri Khloe Kardashian. Langskemmtilegasta
Kardashian-systirin og er með öll helstu sambönd sem við
gætum nýtt okkur í Vegas. Myndum líka láta hana borga
reikninginn.
Síðast en ekki síst myndi ég bjóða Harvey Specter með okkur.
Mikilvægt að hafa einn fjallmyndarlegan lögfræðing með í
ferðinni sem gæti séð um að leysa öll vandamál sem gætu
skapast eftir þessa ferð.
Hvaða leikmaður í landsliðinu er erfiðastur á
æfingum?
Sonný Lára þegar við tökum skotkeppni. Þá lokar hún búrinu.
Hvaða leikmaður í landsliðinu tuðar mest?
Tuðbjörg getur tuðað yfir ótrúlegustu hlutum (Guðbjörg Gunnarsdóttir).
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum?
Ég er ekki mikill aðdáandi upphitunar, myndi helst alltaf vilja fá að hita upp
í reit.
Á hvaða velli er skemmtilegast að spila?
Laugardalsvelli. Spilaði reyndar leik hér í Stokkhólmi á móti Hammarby um
daginn þar sem allar helstu bullur Hammarby voru mættar á pallana. Það
var mjög gaman að vinna á þeim velli.
Hvernig takkaskó notar þú? Nike Vapor.
Gras eða gervigras?
Mikil grasmanneskja. En tek samt gott gervigras fram yfir lélegan grasvöll.
Besta íslenska knattspyrnukona í sögunni?
Sara Björk hefur verið að gera ótrúlega flotta hluti síðustu ár. Hún og MLV
deila þessum titli.
Hvað er það skemmtilegasta við stórmót í fótbolta?
Andrúmsloftið á vellinum rétt áður en leikurinn byrjar. Síðan er
fátt sem toppar það að vinna leik á stórmóti.
Hvar endar Ísland á EM í Hollandi?
Ofar en áður.
Yfirheyrslan