Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 20
20 sport Helgarblað 23. júní 2017
Væri ekta íslenskt
að fara alla leið
F
reyr Alexandersson, þjálfari
kvennalandsliðsins, valdi í
gær 23 manna hóp sinn fyrir
Evrópumótið í Hollandi sem
hefst í næsta mánuði. Fyrsti leik-
ur Íslands er gegn Frakklandi þann
18. júlí en þar á eftir koma leikir
gegn Sviss og Austurríki. Liðið setur
stefnuna á að koma sér upp úr riðl-
inum sem gæti reynst erfitt en liðið
hefur þó sýnt að í því býr magnað-
ur karakter sem getur komið liðinu
langt. Freyr er að gera hlutina í
fyrsta sinn og er að fara með liðið
í fyrsta sinn á stórmót. „Þetta var
erfitt fyrir mig, það er nýtt fyrir mig
að velja lokahóp. Ég hafði reynslu
af því að vera í kringum Lars Lager-
bäck og Heimi Hallgrímsson í fyrra,
það er ótrúlega margt sem mað-
ur þarf að pæla í til þess að vera
ánægður með niðurstöðu sína.
Það voru nokkrar erfiðar ákvarðan-
ir þarna,“ sagði Freyr eftir að hann
valdi hópinn í gær.
Gríðarleg meiðsl hafa herjað á
íslenska liðið síðustu mánuði og
spurningarmerkin hafa verið afar
mörg. Besti leikmaður Íslands í
mörg ár, Margrét Lára Viðarsdóttir,
meiddist til að mynda á dögunum.
Frá því að liðið komst inn á mótið
hefur því staðan breyst mikið og
Freyr hefur þurft að taka á mörgum
erfiðum málum. „Ef ég hefði skrif-
að niður lista þegar við komumst
inn á mótið væri hann eflaust tölu-
vert breyttur. Miðað við hvaða leik-
mönnum við vorum að spila á og
voru í hóp þá er ýmislegt búið að
breytast. Ég er komin yfir þær pæl-
ingar og við erum búin að ná rosa-
lega góðum tökum á því sem við
erum að gera, andrúmsloftinu í
hópnum og þeim hlutum sem við
urðum að ná tökum á. Það gekk og
mér finnst liðið kraftmikið og það
er töffaragangur í því.“
Harpa klár nokkrum mánuðum
eftir barneign
Harpa Þorsteinsdóttir er ein af
þeim sem er í hópnum en hún var
stórt spurningarmerki. Hún eign-
aðist barn fyrir nokkrum mánuð-
um en er mætt inn á völlinn á nýjan
leik. Hún er liðinu afar mikil væg
eins og sást í undankeppni EM þar
sem hún var markahæsti leikmað-
ur liðsins. „Ég met stöðuna fyrst
og fremst þannig að hún er frábær
leikmaður, hún er markaskorari.
Hún er í góðu líkamlegu standi en
það vantar kraft, við getum hjálp-
að henni með það. Við munum
ásamt styrktarþjálfaranum gera
allt sem við getum og svo verðum
við að sjá hversu langt hún er kom-
in og hversu mikið við getum not-
að hana. Hún var markahæsti leik-
maður liðsins í undankeppninni
og stjarna liðsins, hún þurfti að fá
að vita að hún væri að koma inn á
ákveðnum forsendum með hlut-
verk sem er kannski fyrir einhverj-
um minna hlutverk en getur, fyrir
okkur, verið gríðarlega mikilvægt
hlutverk. Að koma inn í leiki með
mikinn kraft í 15 til 30 mínútur,
það er það hlutverk sem við sjá-
um – að hún geti skilað inn hágæða
frammistöðu í þann tíma. Þessir
íþróttamenn eru keppnismenn og
vilja alltaf spila, hún var frábær á
fundinum þegar við ræddum þessi
mál. Hún er svo klár í þetta og veit
hvað þetta skiptir miklu máli, hún
er klár í að gera þetta eins og meist-
ari."
Hólmfríður kann sitt hlutverk
Annar leikmaður sem er að stíga
upp úr meiðslum er Hólmfríður
Magnúsdóttir en hún er klár á nýj-
an leik eftir meiðsli en verður ekki
lykilmaður. „Hólmfríður kemur inn
sem vængbakvörður, okkur vantaði
kröftugan leikmann í þá stöðu. Ef
það er eitthvað sem Hólmfríður hef-
ur þá er það kraftur og styrkur, hún á
aðeins í land með formið. Lykilatriði
fyrir hana var að átta sig á í hvaða
hlutverki hún verður, hún er ekki
að fara þarna inn sem byrjunarliðs-
maður. Hún þarf að veita öðrum að-
hald, koma inn í stuttan tíma í fram-
línuna. Hún var sátt við þetta og tók
þessu hlutverki, reynslan skipti líka
máli. Við erum búin að missa út
mikið af reynslu og það hjálpaði að
hún hefur mikla reynslu.“
Sandra sýndi hroka sem virkaði
Sandra María Jessen er einnig í
hópnum en eftir að hafa orðið fyrir
alvarlegum meiðslum er hún mætt
til leiks og hefur raðað inn mörk-
um fyrir Þór/KA. „ Sandra hefur
náð ótrúlegum bata, hún hefur sýnt
einstakt dæmi um endurkomu eftir
erfið meiðsli. Ég kunni að meta hrok-
ann í henni í öllum viðtölum, hún
var ekki dónalegt eða neitt slíkt. Hún
sýndi bara að hún er klár í þetta og
hún ætlaði sér þetta, hún hefur svo
skilað inn mjög góðri frammistöðu
og mörkum. Það sem hún hefur svo
fram yfir leikmenn á hennar aldri
sem eru að spila þessa leikstöðu
sem fremsti maður er að hún er góð-
ur skallamaður, við þurfum mörk úr
föstum leikatriðum og einhvern til
að vera klár á fjærstönginni.“
Helmingsmöguleikar
Freyr segir möguleika liðsins á að
fara áfram vera talsverða en seg-
ir að allt geti gerst. „Eigum við ekki
að segja að það sé 50/50, sumir
segja við mig að ég eigi að draga úr
væntingum en aðrir segja við mig
að við eigum að fara upp úr riðl-
inum. Ég veit ekki alveg hvernig
við eigum að horfa á þetta, við för-
um inn í mótið með það markmið
og erum grjóthörð á því við ætlum
upp úr riðlinum. Það verður vissu-
lega erfitt og það þurfa hlutir að
detta með okkur, það er augnablik-
ið sem við þurfum að skapa. Leikirn-
ir munu ráðast á litlum atriðum. Ef
við förum áfram í útsláttarkeppnina
er það svo ekta íslenskt að fara bara
alla leið. Það er stórhættulegt að fara
að reikna út einhver stig hér og þar,
ég var einu sinni á ferli mínum sem
leikmaður með þjálfara sem fór að
reikna út stigin og það var algjör vit-
leysa. Við verðum að einbeita okk-
ur að einum leik í einu, ef við tökum
þrjú stig gegn Frakklandi er það bara
geggjað. Það reiknar ekki neinn með
því, við erum ekki með nein gefins
stig. Það er þvæla að hugsa þannig,
það þarf fimm stig til að komast upp
úr riðlinum. Við þurfum bara að
sækja þau sama hvernig það er gert.“
Öflugt starfslið
Freyr fer með 18 manna starfslið
á mótið sem er ansi gott, á meðal
þeirra sem aðstoða hann eru Heim-
ir Hallgrímsson, þjálfari karla-
landsliðsins. „Það er mjög flott, vð
erum búin að leggja mikla vinnu í
að vera með gott starfslið. Við eru
með reynslu í hópnum en líka með
ungt fólk sem getur þroskast fyrir ís-
lenskan fótbolta. Það eru 18 starfs-
menn en eru þó ekki allir á staðn-
um í einu, mönnum er skipt inn
og út. Við erum með styrktarþjálf-
ara, frábæra lækna og sjúkraþjálf-
ara. Útsendara sem skoða liðin, ég
held að við höfum ekki yfir neinu að
kvarta. Ég er mjög ánægður.“ n
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
n EM hópur kvenna var opinberaður í gær n Erfiðar ákvarðanir fyrir þjálfarann
Hópurinn sem fer á EM
Markmenn
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgården)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)
Varnarmenn
Anna Björk Kristjánsdóttir (LB07)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Djurgården)
Sif Atladóttir (Kristianstad)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Miðjumenn
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valerenga)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur)
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Hólmfríður Magnúsdóttir (KR)
Dagný Brynjarsdóttir (Portland)
Sóknarmenn
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Elín Metta Jensen (Valur)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Sandra María Jessen (Þór/KA)
„Þessir
íþrótta-
menn eru keppn-
ismenn og vilja
alltaf spila.
MYnD SIGtRYGGuR ARI