Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 23. júní 2017 B laðamaður hitti Styrmi á heimili hans í Kópavogi. Talið barst fyrst að aldri og því að eldast. „Það er merkilegt að fylgjast með því á sjálfum sér hvernig maður eldist,“ segir Styrmir. „Þegar ég var sjö­ tugur fannst mér það alveg eins og að vera sextugur og þegar ég varð 75 ára fann ég heldur engan mun. Ég fór raunverulega ekki að finna mun á mér fyrr en ég varð 78 ára. Núna er ég orðinn 79 ára og finn ennþá meiri mun sem sýnir sig í því að þrekið minnkar. Mað­ ur verður nokkuð hissa þegar það gerist. Á sama tíma finnur maður að maður færist smám saman út í jaðar samfélagsins og er að mestu leyti áhorfandi að því sem er að gerast.“ Varla finnst þér æskilegt að við gefum þeim sem eldri eru svo lítið vægi í okkar þjóðfélagi? „John McCain er einn aðal­ gagnrýnandi Donalds Trump á Bandaríkjaþingi. Hann er einu ári eldri en ég og einn af forystu­ mönnum Repúblikana. Fyrir vestan er annað viðhorf til aldurs en hér á landi. Í Bandaríkjunum er líka mikið um fólk á mínum aldri sem er ennþá virkt í fjölmiðlum og að hluta til einnig í Bretlandi. Ég held að áhersla á æsku sé meiri hér en víða annars staðar, en ég skil það vel. Þegar ég var tví tugur og var að byrja starf í Heimdalli þá vildi ég losna við allt gamla liðið, sem mér fannst orðið úrelt.“ Blaðamaður hefur einhverja fyrirfram hugmynd um að Styrmir sitji við skriftir og spyr hvort hann sé kannski að skrifa ævisögu sína. „Mér hefur aldrei dottið í hug að skrifa ævisögu mína. Mér finnst ævi mín ekki vera neitt merki­ leg,“ svarar Styrmir. „Það má þó kannski segja að tvær bækur sem ég skrifaði séu partur af ævisögu. Önnur var um átökin í Sjálfstæðis­ flokknum og hin um kalda stríðið, hvort tveggja hefur verið mikill partur af starfsævi minni. Ég hef verið að bauka við hand­ rit sem ég veit ekkert hvort á eftir að koma út. Það er framhald af þessum tveimur bókum með áherslu á Sjálfstæðisflokkinn og hans vegferð í okkar sam félagi. Mér hefur líka dottið í hug að skrifa bók um Morgunblaðið sem mér finnst hafa verið merkilegt fyrirbæri í okkar þjóðfélagi.“ Allt varð falt fyrir peninga Ein frægasta tilvitnun seinni ára eru orð sem Styrmir sagði við rannsóknarnefnd á vegum Al­ þingis vegna hrunsins: „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifæris­ mennska, valdabarátta.“ Styrmir er spurður hvort það hafi lengi við skoðun hans að þjóðfélagið sé ógeðslegt. „Fannst ég aldrei sitja í valdamiklu starfi“ Styrmir Gunnarsson var í 36 ár ritstjóri Morgunblaðsins og afar áhrifa- mikill í því starfi, þótt sjálfur vilji hann ekki gera mikið úr þeim áhrifum. Hann lét af starfi ritstjóra árið 2008 en lætur sig þjóðfélagsmál enn miklu varða. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Styrmi og ræddi við hann um hrunið, stjórnmálin, Morgun- blaðið, þroskandi lífsreynslu og ævi forfeðranna. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Styrmir Gunnarsson„Mér hefur aldrei dottið í hug að skrifa ævisögu mína. Mér finnst ævi mín ekki vera neitt merkileg.“ Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.