Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Qupperneq 38
38 menning Helgarblað 23. júní 2017
T
ónlistarhátíðin Secret Sol-
stice var haldin í fjórða
skipi um þjóðarhátíðar-
helgina. Hátíðin hefur
smám saman fest sig í sessi sem
stærsta tónlistar hátíð landsins –
og eina hefðbundna sumartón-
listarhátíðin að evrópskum sið. Að
halda slíka hátíð árlega í almenn-
ingsgarði í Reykjavík er metnaðar-
fullt markmið og fagna því eflaust
allir sem vilja sjá fjölskrúðugt og
lifandi menningarlíf í borginni.
Þrátt fyrir fjölmarga ljósa
punkta og góðar stundir hafa
fyrstu árin að mörgu leyti gengið
brösuglega. Skipulag svæðis-
ins hefur verið misvelheppnað
og því umturnað í hvert skipti,
ýmsar skemmtilegar hugmyndir
verið illa framkvæmdar, upplýs-
ingaflæði hefur oft og tíðum ver-
ið lélegt og hámarki náði vesenið
í alræmdu raðafargani á hátíðinni
í fyrra. Kannski er það þess vegna
sem gestir voru umtalsvert færri á
hátíðinni í ár en maður hefði von-
að – og margir
þeirra virtust í þokkabót vera á
gjafa- eða afsláttarmiðum.
Þetta er synd því að í ár fannst
mér hátíðin loksins finna takt-
inn sinn. Hátíðarsvæðið er tals-
vert betur uppsett og skemmti-
legar skipulagt en áður. Í fyrsta
skipti var allt svæðið á grasi (fyrir
utan klúbbasvæðið sem er stað-
sett inni í nýju Laugardalshöllinni
til að lágmarka hávaðann í hverf-
inu), Valbjarnarvöllur og svæð-
ið í kringum heitu þvottalaugarn-
ar var frábær viðbót, fjarlægðirnar
milli sviða voru litlar en þrátt fyrir
það truflaði hljóð frá nærliggjandi
tónleikasviðum ekki, að minnsta
kosti ef maður kom sér fyrir fram-
an sviðið og hæfilega nálægt því.
Dagskrá hátíðarinnar var líka
fjölbreytt. Sem áður sinnir hátíðin
hip-hopinu og danstónlistinni vel
og að minnsta kosti í fyrrnefndu
tónlistarstefnunni var mikið um
erlenda gullmola, Princess Nokia,
Novelist, Roots Manuva og Big
Sean svo nokkrir séu nefndir. Sól-
stöðuhátíðin sækir þó í auknum
mæli einnig inn á almenna (rokk)
tónleikahátíðamarkaðinn með
því að flytja inn gamlar lummur
á borð við Foo Fighters, Richard
Ashcroft úr The Verve og The
Prodigy. Þó að meðalaldur hafi
varla verið langt yfir tvítugu var
demógrafían þó nokkuð fjölbreytt
á þessum tónleikum og gaman
að sjá heilar fjölskyldur mæta á
svæðið að deginum til.
Það er enda ekkert lykilatriði að
vera sérstakur unnandi tónlistar-
innar sem kemur úr hátölurunum,
heldur er það ekki verri skemmt-
un að setjast niður í grasið og fylgj-
ast með fólkinu, þarna fær maður
tísku og stemningu samtímans al-
gjörlega í æð. Bleikur var augljós-
lega litur hátíðarinnar í ár, strákar
gengu með fastar fléttur og gull-
keðjur, stelpur voru með skærlitað
hár, það var mikið veipað, kanna-
bislyktin var víða, gallajakkar og
kringlótt sólgleraugu voru áber-
andi, sem og hvít geimverugler-
augu eins og þau sem Kurt Cobain
notaðist við á tíunda áratugnum.
Skrýtnasti rappari Gana
Fyrsti hápunktur hátíðarinnar
fyrir mig kom á föstudeginum.
Eftir skýfall fyrr um daginn byrjaði
sólin skína svo að segja um leið og
Ata Kak og hljómsveit hans byrj-
aði að spila á sviðinu sem nefnt
hefur verið Gimli – næststærsta
útisviði hátíðarinnar. Leið þessa
ganíska tónlistarmanns til Íslands
er ansi löng og merkileg. Upp úr
aldamótum rákust aðstandendur
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
n Vel heppnuð Secret Solstice n Anderson .Paak, Ata Kak og Birnir stóðu upp úr
Takturinn fundinn
Anderson .Paak og hljómsveitin The Free Nat
ionals voru óaðfinnanlega þéttir á stóra sv
iðinu á sunnudagskvöldinu
Mynd Secret SolStice / BirtA rán
Birnir var svalur og kraftmikill þegar hann kom fram á föstudagskvöldinu Mynd Secret SolStice / áSGeir HelGi
Ata Kak frá Gana rappaði sínar skúbbí-dú rímur og dillaði sér með dansvænum skemmtaratöktunum Mynd Secret SolStice / BirtA rán
„Mér fannst
hátíðin í ár
loksins vera að
finna taktinn sinn
Mynd Secret SolStice / BirtA rán