Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 39
menning 39Helgarblað 23. júní 2017 tónlistarbloggsíðunar „Awesome Tapes from Africa“ á kasettuna Obaa Sima með súrri skemmtara- dans-rapp-tónlist, ganískri „high- life“-tónlist sem var of skrýtin og skítug til að vekja nokkra athygli í heimalandinu. Eftir að bloggið vakti athygli á snældunni breidd- ust vinsældir hennar hins vegar út á Vesturlöndum meðal áhuga- manna um skrýtið jaðar- og utan- garðspopp. Í áratug stóð svo yfir leit að hinum dularfulla tónlistar- manni á bak við tónlistina og varð hún raunar seinna kveikjan að út- varpsþáttum á BBC. Tveimur ára- tugum eftir upphaflega útgáfu kasettunnar, sem kom út í 50 ein- tökum árið 1994, fannst listamað- urinn loksins og þá var hlaðið í endurútgáfu og tónleikaferðalög í kjölfarið. Nú ferðast þessi miðaldra „high- life“-rappari um heiminn með fjórum hljómsveitahipsterum: bassa leikara, hljómborðsleikara, trommuheilastjóra og bakradda- söngkonu. Saman endurskapa þau endurtekningarsaman skemmt- arataktinn og einfaldar melódíurn- ar af Obaa Sima og eru þær fljótar að brjóta sér leið inn í heilabörkinn og niður í mænuna. Grásprengdur, hettupeysu- og sólgleraugnaklæddur Ata Kak var heillandi á sviðinu, brosti í gegnum allt settið, rappaði sín- ar skúbbí-dú rímur og dillaði sér með dansvænum töktunum. Sjálfum fannst mér ómögulegt að standa kyrr og áhorfendur virtu- st almennt vera með á nótunum og dönsuðu, og furðulega margir sungu með. En tónlistin er ekki allra – fimmtugur frændi sem ég rakst á sagði þetta til dæmis vera það versta sem hann hefði heyrt á ævinni. Misjafn er smekkur manna. Nýstirni úr Kópavogi Ég var spenntur að sjá kópvogska rapparann Birni koma fram enda hef ég verið með lagið hans „Ekki switcha“ límt á heilanum í allt í sumar – og nafn lagsins orðið að stöðluðu svari við hinum ólík- legustu spurningum. Um leið og maður gekk inn í Fenristjaldið á föstudagskvöldinu varð manni augljóst að Birnir Sigurðsson er löngu búinn að skjótast upp á stjörnuhimininn í íslensku tónlist- arlífi. Það var algjörlega stappað í tjaldinu þegar hann steig á svið, beint á eftir bandaríska rappar- anum Left Brain (úr rappgenginu Odd Future). Í lögunum sem við höfum heyrt hingað til frá Birni eru trap-leg- ir taktarnir djúpir, kaldir, naum- hyggjulegir og lyfjaðir. Rappstíll Birnis er eitursvalur, letilegur og sljór – nánast eins og hann sé við það að sofna, nenni varla að reyna á raddböndin eða opna munninn til að mynda heildstæðar setn- ingar. Tónleikaflutningurinn var hins vegar kraftmikill og kveikti vel í áhorfendum. Þó að Birnir vinni vissulega með svipaðan gauragang og töffaraskap og aðrir þekktir rapparar dagsins í dag finnst mér vera minni meðvituð karakter- sköpun þar en hjá mörgum öðrum, þarna er eitthvað frískandi upp- gerðarleysi og hreinskiptni. Fé- lagar Birnis komu svo inn á sviðið með gestainnslög – Huginn, Geisha Cartel og ríkjandi kon- ungur Kópavogsrappsins Herra Hnetu smjör. Þegar Birnir endaði svo á slagaranum „Ekki switcha“ trylltist skarinn og söng með. Íslenska hip-hopið laðaði alla jafna vel að sér á hátíðinni enda í miklum blóma. Sjálfur ætlaði ég ekki að sjá Sturla Atlas og 101 Boys-gengið þegar þeir spiluðu í Gimli á laugardeginum enda hafa þeir oftar en ekki verið flatir og allt að því falskir þegar ég hef séð þá á tónleikum. En í þetta skiptið voru þeir virkilega á tánum. Lúkkið var að vanda eins og klippt úr mynda- þætti um post-sovéska rave-senu í „edgy“ tískutímariti, slagararnir á sínum stað, auto-tune-ið í botni en mest áhersla lögð á að telja vel inn í „bassa-droppin“ og hoppa svo um. Hápunktinum náði settið þegar stór hluti karlkynsrappar- anna í hip-hop senunni mættu og tóku sumarslagarann Joey Cypher sem margir þekkja sem Costco- lagið, enda er myndbandið tekið upp í bandarísku verslunarkeðj- unni. Dáleiðandi sjónarspil Það var mikil upplifun að sjá danstónlistar-rokkstjörnurnar í The Prodigy á stóra sviðinu á Val- bjarnarvelli á laugardeginum en kannski helst vegna allrar hinn- ar karlmannlegu árásarhneigð- ar sem fékk heilbrigða útrás í hin- um fjölmörgu „mosh-pittum“ fyrir framan sviðið. Hálfnaktir vöðva- stæltir karlmenn skullu saman í rigningunni við hvatningu frá söngvurunum Maxim og Keith sem virðast vera staddir í tíma- leysi, fastir í árinu 1995, með sömu klippinguna, sömu tónlistina og næstum því sömu orkuna. Allt var þetta dáleiðandi sjónarspil – óháð tónlistinni. Af atriðum á stóra sviðinu stóðu hins vegar Anderson .Paak og hljómsveit hans The Free Nationals upp úr með sínu leik- andi sálarfulla fönk-hip-hopi á sunnudeginum. Brandon Paak Anderson er afrísk-kóreskur Bandaríkjamaður sem vakti fyrst athygli rappmógúlsins Dr. Dre sem trommari en sló svo algjörlega í gegn með plötunni Malibu í fyrra. Anderson þessi er eiginlega ofur- mannlegt hæfileikabúnt, á tónleik- unum dansaði hann og hoppaði um sviðið af íþróttamannslegum krafti sem minnti meira á James Brown upp á sitt besta frekar en nokkurn samtímarappara. Hann söng og rappaði og tók svo dágóða skorpu þar sem hann trommaði og spítti rímum um leið. Gríðarlega þétt fjögurra manna hljómsveitin fylgdi honum svo hvert fótmál í hverjum slagara á eftir öðrum og skapaði þannig virkilega eftir- minnilega og lundar-léttandi tón- leika. n 101 Boys með Sturla Atlas fremstan í flokki MyND Secret SolStice / Birta ráN Í byrjun sumars kom út fyrsta tölublað tímarits sem nefnist því ágenga nafni Murder Magazine. Morðtímaritið inni- heldur ekki sakamálafréttir held- ur er það sjálfstætt ljóða- og myndlistartímarit sem stefnt er á að komi út á þriggja mánaða fresti í framtíðinni. Í fyrsta tölublaðinu eru mynd- verk, ljósmyndir, ljóð og textar sem hverfast um þemun líkami og ósýnileiki. Hópurinn sem á verk í blaðinu er fjölbreyttur og alþjóðlegur en útgefendur og listrænir stjórnendur tímaritsins eru listakonurnar Bergrún Anna Hallsteinsdóttir og Síta Valrún. Myndrænn samræðu vettvangur Það má segja að tímaritið hafi orðið óvart til þegar Bergrún Anna og Síta byrjuðu að undir- búa sameiginlega myndlistarsýn- ingu fyrir nokkru. Frjó samtölin í aðdraganda sýningarinnar leiddu þær hins vegar frekar í átt að því að skapa ljóðrænan og mynd- rænan samræðuvettvang um hin ýmsu hugðarefni sín. „Hugmyndin hafði verið að gera svolítið persónulega sýningu sem myndi fjalla um okkar upp- lifun af heiminum,“ segir Berg- rún. „Samtalið okkar virtist alltaf koma aftur að því að við erum báðar konur og hvernig upplifun okkar mótast af því,“ bætir Síta við. „Í undirbúningsferlinu enduðum við svo á því að nota tímann í að reyna að kryfja þetta, ræða mis- munandi týpur af femínisma og bara almennt vera í uppnámi. Við fórum að velta fyrir okkur hvern- ig við gætum skapað vettvang fyrir þessa umræðu, sýnt hvernig ólíkt fólk er að tjá sig án þess að við værum sjálfar með einhverj- ar yfirlýsingar eða slagorð. Fyrsta hugsunin var því að vera með fréttabréf á netinu,“ segir hún. „Já, við vildum fyrst og fremst búa til þennan vettvang og eftir að hafa rætt þetta í svolítinn tíma ákváðum við að láta hann taka þetta form. Við ákváðum að gefa út tímarit þar sem við gætum leyft alls konar hlutum að koma fram, jafnvel þótt við værum ekkert endilega sammála þeim öllum,“ segir Bergrún. „Þetta er því svolítið eins og pallborðsumræður þar sem maður fær að skoða hvernig fólk á í þessu samtali,“ segir Síta. Vantar fjölbreyttari sjónarhorn Verkin í fyrsta tölublaði eru fjöl- breytt; myndverk, ljósmyndir, ljóð og textar eftir 18 listamenn alls staðar að úr heiminum, 16 konur og tvo karla. Ef það er hægt að finna sameiginlegan fagur- fræðilegan þráð má segja að verk- in séu flest hrá og líkamleg, kyn- ferðisleg og ófeimin að snerta á erfiðum málefnum á borð við kynbundið ofbeldi. Bergrún og Síta vilja þó ekki gangast við því að tímaritið fjalli einungis um femínisma þó að umræður um hann hafi verið einn hvatinn að stofnun þess – en það er þó augljóst að þær vilja víkka út íslenska umræðu um stöðu kvenna. „Við erum með eina grein í tímaritinu þar sem vændiskona skrifar um upplifun sína af vændinu. Þetta er umræða sem mér finnst til að mynda vanta í femínismann hér heima,“ segir Bergrún. „Já, kannski vantar bara fleiri sjónarhorn, að opna boxið. Fólk er svo fljótt að dæma hvort hlut- ir séu réttir eða rangir. Það sem við vildum gera var að bjóða fólki að skoða hlutina frá ólíkum sjón- arhornum – og kannski einmitt þess vegna vildum við ekki að það væri mjög skilgreint fyrirfram hvað blaðið fjallaði um. Þannig að fólk gæti bara tekið það upp og látið koma sér á óvart,“ segir Síta. Fyrsta tölublaðið er uppselt og þær segjast hafa fundið fyrir mikl- um áhuga fyrir því að þær haldi áfram með verkefnið. Stefnt er á að blað númer tvö komi út í sum- arlok og verður þema þess „eró- tísk kerfi“ – tvö orð sem þær segj- ast telja að skapi áhugaverðan núning sín á milli. Hugmyndin sé þó ekki að birta hefðbundna eró- tík heldur reyna að miðla óvenju- legri nálgun á efnið og verkum sem vekja upp nýjar hugsanir um hin ólíku erótísku kerfi samfé- lagsins. n Bergrún og Síta gefa út ljóða- og myndlistartímaritið Murder Magazine Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Á vettvangi morða og myndlistar M y N D i S iG tr y G G u r a r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.