Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 40
40 menning Helgarblað 23. júní 2017
Masókískt maraþonverk
flutt í fyrsta skipti á Íslandi
Strokkvartettinn Siggi situr í fimm tíma og flytur ægilangan Annan strengjakvartett Feldmans
A
nnar strengjakvartett
bandaríska tónskáldsins
Mortons Feldman er
lengsti strengjakvartett
allra tíma, rúmir fimm tímar á
lengd. Eins og gefur að skilja er
verkið ekki reglulega á efnisskrá
strengjasveita enda gríðarlega
krefjandi fyrir flytjendurna – eins
konar maraþonhlaup eða jafnvel
masókismi í þágu fegurðarinnar.
Nú um helgina gefst íslensk-
um tónlistarunnendum í fyrsta
skipti færi á að heyra verkið flutt
í heild sinni þegar Strokkvartett-
inn Siggi flytur það í Mengi sem
hluta af tónlistarhátíðinni Reykja-
vik Midsummer Music.
Rannsókn á tímanum
Hinn gríðarlega langi Annar
strengjakvartett Mortons Feldman
var fyrst fluttur árið 1983. Nótna-
blaðið er 124 blaðsíður og takt-
urinn á köflum ógurlega hægur,
þannig að verkið tekur yfirleitt um
fimm tíma í flutningi. Í verkinu
veltir Feldman fyrir sér tímahug-
takinu og upplifun manneskj-
unnar á tímanum. „Feldman var
alltaf að skoða kvarða og hvern-
ig við skynjum tímann og hvernig
við getum frelsast undan honum,“
sagði Víkingur Heiðar Ólafsson,
listrænn stjórnandi RMM, í viðtali
við DV á dögunum.
„Þetta er gríðarlega fallegt verk
með mörgum ólíkum litum,“ segir
Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleik-
ari og ein þeirra sem mun flytja
verkið á sunnudag. „Lengdin setur
hins vegar allt tónmálið í svolítið
sérstakt samhengi. Það má segja
að maður fari í hálfgerða leiðslu
þegar maður spilar þetta,“ segir
Una og sellóleikarinn Sigurður
Bjarki Gunnarsson bætir við lýs-
inguna: „Það er gegnumgangandi
í verkum Feldmans þessi ofboðs-
lega lágstemmda dýnamík eða
daufu styrkleikamerki. Hann notar
gjarnan stórar einingar, er búinn
að breikka verkið út, en svo eru
litlir gimsteinar inni á milli sem
koma og fara nokkuð fljótt. Þarna
blandast líka saman óskýrleiki,
sem er nánast eins og skipulagt
kaos, og svo ofboðslega skýrar og
einfaldar einingar. Feldman forð-
ast líka þessa línulegu framþróun,
þar sem stefin og efnið þróast línu-
lega í átt að tilteknum hápunkti.
Hann er því að brjóta upp hefð-
bundnar væntingar áheyrenda til
tónverka.“
Þarf maður að sitja alla fimm
tímana til að njóta verksins al-
mennilega?
„Ef þú ætlar að njóta þess al-
veg í botn þá þarftu auðvitað að
vera í fimm tíma,“ segir Una og
hlær. „En ég get alveg lofað því að
það eru bútar í verkinu sem eru
þess virði að heyra þótt maður sitji
ekki alla fimm tímana. Fólk getur
því komið á tónleikana og svo kíkt
yfir á Mokka og fengið sér vöfflu og
komið aftur.“
Bananar og orkudrykkir
Víkingur Heiðar hefur lýst því sem
augljósri klikkun og masókisma
að flytja verkið en Una segir að
strokkvartettinn hafi þó ekki ver-
ið lengi að ákveða að þiggja boð
hans um að flytja það á Reykjavik
Midsummer Music. En það sé hins
vegar óvenjulega mikill undirbún-
ingur sem fylgi verkefninu.
„Við byrjuðum á því að nota
heila viku í að sauma okkur í gegn-
um hvert einasta smáatriði, all-
ar 124 blaðsíðurnar. Í þessari viku
höfum við svo meira verið að
renna hlutum verksins í gegn, ná
tengingu, finna fyrir flæðinu og
taktinum – en það er flókinn takt-
ur í verkinu sem skiptir miklu máli
að sé réttur. Við höfum bara notað
vekjaraklukku til að stoppa okkur
af eftir ákveðinn tíma, spila í einn
og hálfan tíma og taka svo pásu,“
segir Una.
„Þetta verk er náttúrlega hálf-
gert maraþonhlaup. Siggi er sá eini
okkar sem hefur hlaupið maraþon
og það er því rosalega gott að eiga
hann að. Hann ákvað til dæmis að
við myndum ekki spila allt verkið í
heild sinni fyrr en á sjálfu sviðinu,“
segir Una, en maraþonhlauparar
fara yfirleitt ekki alla vegalengd-
ina í æfingahlaupum í aðdraganda
maraþonsins.
En hvað með praktísku líkam-
legu atriðinu, fáið þið engar mat-
ar- eða klósettpásur meðan á flutn-
ingnum stendur?
„Nei, ég held að það verði bara
hafragrautur um morguninn og
svo borði maður banana og verði
með einhverja drykki við hendina,
kannski einhverja orkudrykki sem
maður fer sparlega með,“ segir Una.
Siggi string quartet flytur Ann-
an strengjakvartett Feldmans í
Mengi við Óðinsgötu frá klukkan
13 til 18.00 sunnudaginn 25. júní.
Aðgangseyrir er 2.000 krónur. n
Morton Feldman (1926–1987)
Morton Feldman var fæddur árið 1926 í Bandaríkjunum, sonur rússneskra gyðinga-
innflytjenda, og var áberandi í framúrstefnutónlistar- og tilraunalistasenunni í New
York á sjötta og sjöunda áratugnum. Góðvinur hans John Cage hvatti hann til að prófa
sig áfram með óvenjulega nótnaskrift og vann hann með ýmiss konar óhefðbundna
nálgun á tónsmíðar framan af ferlinum, en á níunda áratugnum fór Feldman að
einbeita sér að tímavíddinni í tónlist, meðal annars með ofurlöngum tónverkum á borð
við Annan strengjakvartettinn frá 1983.
Siggi Strokkvartettinn Siggi
brýtur blað í íslenski tón-
listarsögu þegar hann flytur
fimm tíma strengjakvartett
Feldmans mynd SigtRygguR ARi
Metsölulisti
Eymundsson
15.– 21. júní 2017
Allar bækur
1 Talin afSara Blædel
2 Með lífið að veðiYeonmi Park
3 Eftirlýstur Lee Child
4 Teppaprjón Þuríður Magnúsdóttir /
Guðrún S. Magnúsdóttir
5 BrestirFredrik Backman
6 Gestir utan úr geimnum
Ævar Þór Benediktsson
7 Litla bakaríið við Strandgötu
Jenny Colgan
8 Independent people Halldór Laxness
9 Sagas Of The Icelanders
Ýmsir höfundar
10 Morðið í Gróttu Stella Blómkvist
Handbækur / Fræði-
bækur / Ævisögur
1 Með lífið að veðiYeonmi Park
2 Teppaprjón Þuríður Magnúsdóttir /
Guðrún S. Magnúsdóttir
3 Útilífsbók fjöl-skyldunnar
Vilborg Arna Gissurardóttir /
Pálína Ósk Hraundal
4 Brjálæðislega róandi
Sævar Jóhannesson
5 HÍF OPP! Gaman-sögur af íslenskum
sjómönnum
Guðjón Ingi Eiríksson
6 StofuhitiBergur Ebbi Benediktsson
7 FlökkusögurSigmundur Ernir Rúnarsson
8 171 Ísland: Áfanga-staðir í alfaraleið
Páll Ásgeir Ásgeirsson
9 Gæfuspor - Gildin í lífinu Gunnar Hersveinn
10 Volcano Sudoku Ýmsir höfundar
Kristján guðjónsson
kristjan@dv.is